Lil B bannaður af Facebook Þórður Ingi Jónsson skrifar 18. desember 2014 11:30 Lil B hefur verið kallaður vinsælasti tónlistarmaður veraldarvefsins. Póstmóderníski rappgrallarinn Lil B The Based God segist hafa verið bannaður af Facebook í 30 daga fyrir það eitt að segja það sem honum lægi á hjarta. „Facebook hefur lokað á mig í 30 daga fyrir að tala tæpitungulaust án ills ásetnings,“ ritaði hann á Twitter-síðu sína. Lil B, sem mætti kalla vinsælasta tónlistarmann veraldarvefsins, fór mikinn á Facebook-síðu sinni í vikunni á sinn sérvitra hátt. „Ef þú fæddist á sjötta áratugnum eða fyrr og fjölskyldan þín barðist ekki gegn aðskilnaðarhyggju eða þrælahaldi, þá eru amma þín og afi aumingjar.“ Þá bölsótaðist hann einnig út í dýraníðinga. „Dýrum er nauðgað á hverjum degi og þau drepin af mönnum svo að þú getir borðað matinn,“ sagði hann og bætti við: „Flestum Bandaríkjamönnum finnst allt í lagi að nauðga dýrum og láta þau verða hina nýju raddlausu þræla Bandaríkjanna og heimsins, svona er auðvaldið.“ Facebook hefur ekki enn svarað fyrirspurnum fjölmiðla um hvaða ummæli hans urðu til þess að lokað væri á hann. Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Póstmóderníski rappgrallarinn Lil B The Based God segist hafa verið bannaður af Facebook í 30 daga fyrir það eitt að segja það sem honum lægi á hjarta. „Facebook hefur lokað á mig í 30 daga fyrir að tala tæpitungulaust án ills ásetnings,“ ritaði hann á Twitter-síðu sína. Lil B, sem mætti kalla vinsælasta tónlistarmann veraldarvefsins, fór mikinn á Facebook-síðu sinni í vikunni á sinn sérvitra hátt. „Ef þú fæddist á sjötta áratugnum eða fyrr og fjölskyldan þín barðist ekki gegn aðskilnaðarhyggju eða þrælahaldi, þá eru amma þín og afi aumingjar.“ Þá bölsótaðist hann einnig út í dýraníðinga. „Dýrum er nauðgað á hverjum degi og þau drepin af mönnum svo að þú getir borðað matinn,“ sagði hann og bætti við: „Flestum Bandaríkjamönnum finnst allt í lagi að nauðga dýrum og láta þau verða hina nýju raddlausu þræla Bandaríkjanna og heimsins, svona er auðvaldið.“ Facebook hefur ekki enn svarað fyrirspurnum fjölmiðla um hvaða ummæli hans urðu til þess að lokað væri á hann.
Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira