Dúx í hópi fanga kveikti áhuga á þróun fjarnáms við Háskólann Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 19. desember 2014 00:01 Kemur ekki á óvart Jóhann Malmquist segir árangur nemenda sinna ekki koma á óvart. Vísir/Vilhelm Þrír fangar eru svo hugfangnir af námi sínu í tölvunarfræði við Háskóla Íslands að þeir vinna saman yfir jólin að því að smíða nýtt app. Þessir sömu þrír nemendur hafa náð afburðaárangri við nám í deildinni og einkunnir þeirra eru yfir meðaltali annarra nemenda í nokkrum fögum. Ingis Ingason, kennslustjóri á Litla-Hrauni, segir afburðanemendur hafa ákaflega góð áhrif á skólasamfélagið og ryðja brautina fyrir þá sem á eftir koma. Skólastjórnendur leggi sig frekar fram um það að ná til nemenda sem standa sig vel. „Nú á þessari önn hófu þrír vistmenn hér nám í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Skólinn hefur nú ekki verið mjög öflugur í fjarnámi en í ár komu stjórnendur úr tölvunarfræðideild sérstaklega hingað austur, settu þessa nemendur inn í námið og funduðu með okkur hér á Litla-Hrauni. Þeir hafa sinnt þessum nemendum ákaflega vel. Enda hefur það skilað sér í góðum árangri þeirra,“ segir Ingis. Þá segir hann svo sem mega koma fram að ástæðan fyrir jákvæðni þessara manna sé nemandi sem var vistaður á Bitru um tíma en dvelji nú á Litla-Hrauni. „Þeir kynntust honum í gegnum námið og hans árangur varð til þess að þeir voru til í slaginn. Þessi nemandi vakti mikla athygli skólasamfélagsins þegar hann varð hæstur í erfiðu fagi innan skólans, Stærðfræðigreiningu A. Alls voru 97 nemendur enn skráðir þegar kom að prófi en aðeins 23 náðu prófinu og okkar maður hæstur þótt hann hefði aldrei sótt neina tíma. Þetta atvik varð til þess að menn tóku það til alvarlegrar skoðunar að þróa fjarnám til vistmanna hér.“ Námið á ekki hugann allan Einn dúxanna á Litla-Hrauni segir frá reynslu sinni í heimsókn blaðamanns þangað. Hann situr og lærir í herbergi því sem kennt er við Georg Bjarnfreðarson, merktu með blaði sem á stendur: Háskólinn á Litla-Hrauni. „Það er svolítið misjafnt hvernig mér gengur að einbeita mér en oftast nær gengur það ágætlega. Við þurfum að skila tölvunum klukkan hálf tíu á kvöldin. Maður hefur stundum fengið leyfi til að hafa þær aðeins lengur ef maður er að læra undir próf. Það er samt ekki að trufla mann þannig séð. Ég reyni þá frekar að skipuleggja tímann í kringum hömlur á tölvunotkun. Horfi á myndbönd tengd náminu í staðinn.“ Eins og Ingis hefur nefnt áður í viðtali við Fréttablaðið þá er það mesti misskilningur að fangar eigi gott með að einbeita sér innan múranna. Hugurinn er utan þeirra. „Námið á ekki hug minn allan, ég er svolítið að vinna í mínu máli og það truflar mig oft. Mér finnst þetta samt gera mér gott,“ segir hann frá. Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri stendur álengdar og fylgist með viðtalinu og leggur orð í belg. „Þetta er gjörbreyttur maður sem hefur rétt úr sér,“ segir hún. Hann jánkar. „Ég finn almennt fyrir meiri vellíðan. Ég var þjakaður af þunglyndi, átti erfitt með að sofa. Þegar manni líður örlítið betur þá fer maður að huga betur að öllu öðru í eigin fari.“ Mikill áhugi á námi á Litla-Hrauni Hann segir framtíðina óljósa. Hann fékk átta ára dóm og á eftir að afplána þrjú ár og getur því lokið námi sínu innan múranna. Framtíðin er óljós og ég reyni að hugsa ekki of mikið um hana. Ég hugsa um námið í staðinn. Ég hef hagað mér óaðfinnanlega og stefni að því að finna mér atvinnu við hæfi þegar ég losna. Ég hugsa um það þegar að því kemur.“ Hann segist taka eftir meiri áhuga á námi en áður. „Ég tek eftir því að menn í kringum mig hér tala meira um að fara í skóla en áður. Það er meiri áhugi fyrir námi en hefur verið.“ Nemandi tók 48 einingar á önn Í framhaldskólanámi við FSu rifjar Ingis upp þegar nemandi við skólann lauk 48 einingum á önn og 87 einingum á einu ári. Hann er stoltur af árangri nemenda sinna. Góður námsárangur vekur mikla athygli en eins og Ingis bendir á þá er kennsla á Litla-Hrauni mjög einstaklingsbundin. „Eðli málsins samkvæmt er kennsla mjög einstaklingsbundin þar sem nemendur eru komnir mislangt í einstökum greinum.“ Ingis segir góðan námsárangur alltaf gleðja, en það gleðji meira þegar menn átti sig á að þeir geti lært. Þegar þeir standast fyrsta prófið og fyllast metnaði. „Ágætur kollegi minn var með fjarkennslu núna í dönsku 102. Það voru sjö sem byrjuðu, tveir entust út önnina og þeir fengu 9 í einkunn. Hún sagðist vona innilega að þeir fari í dönsku 202 á næstu önn. Þetta er ekki bara ánægjulegt fyrir nemendur, þetta er líka ánægjulegt fyrir okkur sem störfum með nemendum. Gleðin sem fylgir því að kveikja áhuga er óblandin.“ Kennarar í sjálfboðastarfi Ingis nefnir að þeir kennarar sem starfa með nemendum fái ákaflega lítið greitt fyrir þessa vinnu og það eigi líka við um þá kennara sem komi og kenni nemendum frá Háskóla Íslands. „Ég hygg að þeir fái ekki greitt aukalega fyrir þá nemendur sem eru hér.“ Jóhann Pétur Malmquist, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, er einn þeirra kennara úr tölvunarfræðideild Háskólans sem hafa farið á Litla-Hraun að sinna kennslu. Það kom honum ekki á óvart hversu vel nemendur stóðu sig. „Nei, það kom mér ekki á óvart, ég sá hversu samviskusamlega þeir skiluðu öllum verkefnum. Ég bý ekki til væntingar um nemendur mínar. Það er svo ánægjulegt að finna fyrir áhuganum kvikna og sjá nemendur öðlast getu. Það var sigur fyrir nemendur að komast í gegnum próf hjá mér.“ Dúxar Tengdar fréttir Fangar í námi verða góðborgarar Ingis Ingason, kennslustjóri FSu á Litla-Hrauni, lætur af störfum um áramót eftir áratuga uppbyggingarstarf. Hann hefur horft á eftir hnarreistum mönnum ganga út úr fangelsinu og verða góðborgarar í samfélaginu og trúir því að nám sé besta betrunin. 18. desember 2014 07:00 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Þrír fangar eru svo hugfangnir af námi sínu í tölvunarfræði við Háskóla Íslands að þeir vinna saman yfir jólin að því að smíða nýtt app. Þessir sömu þrír nemendur hafa náð afburðaárangri við nám í deildinni og einkunnir þeirra eru yfir meðaltali annarra nemenda í nokkrum fögum. Ingis Ingason, kennslustjóri á Litla-Hrauni, segir afburðanemendur hafa ákaflega góð áhrif á skólasamfélagið og ryðja brautina fyrir þá sem á eftir koma. Skólastjórnendur leggi sig frekar fram um það að ná til nemenda sem standa sig vel. „Nú á þessari önn hófu þrír vistmenn hér nám í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Skólinn hefur nú ekki verið mjög öflugur í fjarnámi en í ár komu stjórnendur úr tölvunarfræðideild sérstaklega hingað austur, settu þessa nemendur inn í námið og funduðu með okkur hér á Litla-Hrauni. Þeir hafa sinnt þessum nemendum ákaflega vel. Enda hefur það skilað sér í góðum árangri þeirra,“ segir Ingis. Þá segir hann svo sem mega koma fram að ástæðan fyrir jákvæðni þessara manna sé nemandi sem var vistaður á Bitru um tíma en dvelji nú á Litla-Hrauni. „Þeir kynntust honum í gegnum námið og hans árangur varð til þess að þeir voru til í slaginn. Þessi nemandi vakti mikla athygli skólasamfélagsins þegar hann varð hæstur í erfiðu fagi innan skólans, Stærðfræðigreiningu A. Alls voru 97 nemendur enn skráðir þegar kom að prófi en aðeins 23 náðu prófinu og okkar maður hæstur þótt hann hefði aldrei sótt neina tíma. Þetta atvik varð til þess að menn tóku það til alvarlegrar skoðunar að þróa fjarnám til vistmanna hér.“ Námið á ekki hugann allan Einn dúxanna á Litla-Hrauni segir frá reynslu sinni í heimsókn blaðamanns þangað. Hann situr og lærir í herbergi því sem kennt er við Georg Bjarnfreðarson, merktu með blaði sem á stendur: Háskólinn á Litla-Hrauni. „Það er svolítið misjafnt hvernig mér gengur að einbeita mér en oftast nær gengur það ágætlega. Við þurfum að skila tölvunum klukkan hálf tíu á kvöldin. Maður hefur stundum fengið leyfi til að hafa þær aðeins lengur ef maður er að læra undir próf. Það er samt ekki að trufla mann þannig séð. Ég reyni þá frekar að skipuleggja tímann í kringum hömlur á tölvunotkun. Horfi á myndbönd tengd náminu í staðinn.“ Eins og Ingis hefur nefnt áður í viðtali við Fréttablaðið þá er það mesti misskilningur að fangar eigi gott með að einbeita sér innan múranna. Hugurinn er utan þeirra. „Námið á ekki hug minn allan, ég er svolítið að vinna í mínu máli og það truflar mig oft. Mér finnst þetta samt gera mér gott,“ segir hann frá. Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri stendur álengdar og fylgist með viðtalinu og leggur orð í belg. „Þetta er gjörbreyttur maður sem hefur rétt úr sér,“ segir hún. Hann jánkar. „Ég finn almennt fyrir meiri vellíðan. Ég var þjakaður af þunglyndi, átti erfitt með að sofa. Þegar manni líður örlítið betur þá fer maður að huga betur að öllu öðru í eigin fari.“ Mikill áhugi á námi á Litla-Hrauni Hann segir framtíðina óljósa. Hann fékk átta ára dóm og á eftir að afplána þrjú ár og getur því lokið námi sínu innan múranna. Framtíðin er óljós og ég reyni að hugsa ekki of mikið um hana. Ég hugsa um námið í staðinn. Ég hef hagað mér óaðfinnanlega og stefni að því að finna mér atvinnu við hæfi þegar ég losna. Ég hugsa um það þegar að því kemur.“ Hann segist taka eftir meiri áhuga á námi en áður. „Ég tek eftir því að menn í kringum mig hér tala meira um að fara í skóla en áður. Það er meiri áhugi fyrir námi en hefur verið.“ Nemandi tók 48 einingar á önn Í framhaldskólanámi við FSu rifjar Ingis upp þegar nemandi við skólann lauk 48 einingum á önn og 87 einingum á einu ári. Hann er stoltur af árangri nemenda sinna. Góður námsárangur vekur mikla athygli en eins og Ingis bendir á þá er kennsla á Litla-Hrauni mjög einstaklingsbundin. „Eðli málsins samkvæmt er kennsla mjög einstaklingsbundin þar sem nemendur eru komnir mislangt í einstökum greinum.“ Ingis segir góðan námsárangur alltaf gleðja, en það gleðji meira þegar menn átti sig á að þeir geti lært. Þegar þeir standast fyrsta prófið og fyllast metnaði. „Ágætur kollegi minn var með fjarkennslu núna í dönsku 102. Það voru sjö sem byrjuðu, tveir entust út önnina og þeir fengu 9 í einkunn. Hún sagðist vona innilega að þeir fari í dönsku 202 á næstu önn. Þetta er ekki bara ánægjulegt fyrir nemendur, þetta er líka ánægjulegt fyrir okkur sem störfum með nemendum. Gleðin sem fylgir því að kveikja áhuga er óblandin.“ Kennarar í sjálfboðastarfi Ingis nefnir að þeir kennarar sem starfa með nemendum fái ákaflega lítið greitt fyrir þessa vinnu og það eigi líka við um þá kennara sem komi og kenni nemendum frá Háskóla Íslands. „Ég hygg að þeir fái ekki greitt aukalega fyrir þá nemendur sem eru hér.“ Jóhann Pétur Malmquist, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, er einn þeirra kennara úr tölvunarfræðideild Háskólans sem hafa farið á Litla-Hraun að sinna kennslu. Það kom honum ekki á óvart hversu vel nemendur stóðu sig. „Nei, það kom mér ekki á óvart, ég sá hversu samviskusamlega þeir skiluðu öllum verkefnum. Ég bý ekki til væntingar um nemendur mínar. Það er svo ánægjulegt að finna fyrir áhuganum kvikna og sjá nemendur öðlast getu. Það var sigur fyrir nemendur að komast í gegnum próf hjá mér.“
Dúxar Tengdar fréttir Fangar í námi verða góðborgarar Ingis Ingason, kennslustjóri FSu á Litla-Hrauni, lætur af störfum um áramót eftir áratuga uppbyggingarstarf. Hann hefur horft á eftir hnarreistum mönnum ganga út úr fangelsinu og verða góðborgarar í samfélaginu og trúir því að nám sé besta betrunin. 18. desember 2014 07:00 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Fangar í námi verða góðborgarar Ingis Ingason, kennslustjóri FSu á Litla-Hrauni, lætur af störfum um áramót eftir áratuga uppbyggingarstarf. Hann hefur horft á eftir hnarreistum mönnum ganga út úr fangelsinu og verða góðborgarar í samfélaginu og trúir því að nám sé besta betrunin. 18. desember 2014 07:00