Láta hugann reika frá jólastressi Þórður Ingi Jónsson skrifar 19. desember 2014 10:00 Prins Póló segist vera þokkalegt jólabarn. Vísir/gva „Ég er bara á leiðinni í bæinn, er að nálgast Vík í Mýrdal á góðu svelli og hér er fínasta færð,“ segir tónlistarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem Prins Póló, en hann treður upp í Iðnó í kvöld ásamt þeim dj. flugvél & geimskipi og Dr. Gunna. „Svo erum við búin að ná samningum við mjög jólalegan leynigest. Hann er eldheitur og við erum mjög spennt fyrir honum. Hann ætlar að troða upp og taka einhverja syrpu með okkur,“ segir Svavar en Hugleikur Dagsson mun líma kvöldið saman. Að sögn Svavars verður jólaleg stemning yfir mönnum í kvöld. „Við ætlum bara að kaupa mikið af jólaseríum, skreyta salinn og sviðið og vera í dálitlum fíling. Fólk getur sleppt fram af sér beislinu rétt fyrir jól og látið hugann reika frá þessu hefðbundna jólastressi,“ segir Svavar, sem er sjálfur þokkalegt jólabarn. „Mér þykir voða vænt um jólin og stemninguna svo lengi sem það verður ekki yfirgengilegt. Ég hlusta mikið á Hauk Morthens fyrir jólin því hann kemur mér í jólafíling.“ Tónlist Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég er bara á leiðinni í bæinn, er að nálgast Vík í Mýrdal á góðu svelli og hér er fínasta færð,“ segir tónlistarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem Prins Póló, en hann treður upp í Iðnó í kvöld ásamt þeim dj. flugvél & geimskipi og Dr. Gunna. „Svo erum við búin að ná samningum við mjög jólalegan leynigest. Hann er eldheitur og við erum mjög spennt fyrir honum. Hann ætlar að troða upp og taka einhverja syrpu með okkur,“ segir Svavar en Hugleikur Dagsson mun líma kvöldið saman. Að sögn Svavars verður jólaleg stemning yfir mönnum í kvöld. „Við ætlum bara að kaupa mikið af jólaseríum, skreyta salinn og sviðið og vera í dálitlum fíling. Fólk getur sleppt fram af sér beislinu rétt fyrir jól og látið hugann reika frá þessu hefðbundna jólastressi,“ segir Svavar, sem er sjálfur þokkalegt jólabarn. „Mér þykir voða vænt um jólin og stemninguna svo lengi sem það verður ekki yfirgengilegt. Ég hlusta mikið á Hauk Morthens fyrir jólin því hann kemur mér í jólafíling.“
Tónlist Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira