Það á enginn að þurfa vera einn á aðfangadagskvöld Viktoría Hermannsdóttir skrifar 23. desember 2014 07:45 Þessi mynd er tekin í Hjálpræðishernum á aðfangadagskvöld í fyrra. „Það þarf enginn að vera einn á jólunum, hingað geta allir komið,“ segir Rannvá Olsen, forstöðukona Hjálpræðishersins. Líkt og undanfarin ár verður Hjálpræðisherinn með hátíðarkvöldverð á aðfangadagskvöld fyrir þá sem eiga ekki í önnur hús að venda eða vilja ekki vera einir. Fjölmargir hafa skráð sig í kvöldverðinn en undanfarin ár hafa verið um 130-150 manns í kvöldverðinum ásamt sjálfboðaliðum. Sú nýbreytni verður í ár að kvöldverðurinn verður haldinn í Tapashúsinu en hingað til hefur hann verið haldinn í húsnæði Hjálpræðishersins. Eigandi staðarins lánaði Hernum staðinn en hann verður einnig sjálfboðaliði þar um kvöldið. „Það hafa svo rosalega margir bæst við hópinn og húsnæðið okkar eiginlega orðið of lítið,“ segir Rannvá og tekur fram að það hafi því verið kærkomið að fá lánaðan stað undir kvöldverðinn.Konukot Kristín Helga, verkefnastjóri Konukots, segir allt gert til þess að skapa heimilislega og notalega stemmingu á jólunum í Konukoti. Fréttablaðið/Stefán Hún segist ekki vita nákvæmlega hve margir munu vera hjá þeim í ár en hins vegar hafi metfjöldi sjálfboðaliða skráð sig. Meðal þeirra sem sækja kvöldverðinn eru einstæðingar og útigangsfólk. Þar er boðið upp á jólamat og eftir matinn er farið í húsnæði Hersins þar sem verður haldin kvöldvaka. Sungnir eru jólasöngvar, gengið í kringum jólatréð og allir fá gjafir. „Á kvöldvökunni er boðið upp á heitt kakó og smákökur. Það er æðisleg stemming. Mikil eftirvænting og skemmtilegt andrúmsloft,“ segir Rannvá. Í Konukoti, sem er næturathvarf fyrir heimilislausar konur, hafa undanfarin ár verið 5-6 heimilislausar konur á aðfangadagskvöld. „Við vitum samt aldrei fyrr en á síðustu stundu hvað þær verða margar en við erum með pláss fyrir átta konur þannig við erum tilbúnar með pakka fyrir þann fjölda,“ segir Kristín Helga Guðmundsdóttir, verkefnastjóri athvarfsins. Kokkur í sjálfboðastarfi sér um eldamennskuna líkt og undanfarin tíu ár og konurnar fá allar gjafir. „Þær fá allar pakka með nýrri bók, konfekti, snyrtivörum og einhverju fatakyns, það er ekkert afgangs dót heldur pössum við að þetta sé allt nýtt,“ segir Kristín. Opnunartími athvarfsins er lengdur yfir hátíðarnar og ekki lokað yfir daginn líkt og vanalega. „Flestir frá okkur borða hjá Hjálpræðishernum,“ segir Tryggvi Magnússon, umsjónarmaður Gistiskýlisins, sem er athvarf fyrir heimilislausa karla. Opnunartími er ekki lengdur yfir jólin líkt og í Konukoti. „Ég vil samt taka það fram að mér finnst hafa verið villandi umræða í fjölmiðlum undanfarið. Hér er enginn rekinn út á morgnana, húsið bara lokar klukkan 10 og þá verða allir að fara út.“ Hann segir skjólstæðinga Gistiskýlisins geta þá farið á Kaffistofu Samhjálpar sem verður opin yfir daginn og einnig í Dagsetrið á Eyjaslóð þar sem opið verður frá 10-16 alla dagana en Gistiskýlið er opnað klukkan 17 á daginn. Jólafréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Sjá meira
„Það þarf enginn að vera einn á jólunum, hingað geta allir komið,“ segir Rannvá Olsen, forstöðukona Hjálpræðishersins. Líkt og undanfarin ár verður Hjálpræðisherinn með hátíðarkvöldverð á aðfangadagskvöld fyrir þá sem eiga ekki í önnur hús að venda eða vilja ekki vera einir. Fjölmargir hafa skráð sig í kvöldverðinn en undanfarin ár hafa verið um 130-150 manns í kvöldverðinum ásamt sjálfboðaliðum. Sú nýbreytni verður í ár að kvöldverðurinn verður haldinn í Tapashúsinu en hingað til hefur hann verið haldinn í húsnæði Hjálpræðishersins. Eigandi staðarins lánaði Hernum staðinn en hann verður einnig sjálfboðaliði þar um kvöldið. „Það hafa svo rosalega margir bæst við hópinn og húsnæðið okkar eiginlega orðið of lítið,“ segir Rannvá og tekur fram að það hafi því verið kærkomið að fá lánaðan stað undir kvöldverðinn.Konukot Kristín Helga, verkefnastjóri Konukots, segir allt gert til þess að skapa heimilislega og notalega stemmingu á jólunum í Konukoti. Fréttablaðið/Stefán Hún segist ekki vita nákvæmlega hve margir munu vera hjá þeim í ár en hins vegar hafi metfjöldi sjálfboðaliða skráð sig. Meðal þeirra sem sækja kvöldverðinn eru einstæðingar og útigangsfólk. Þar er boðið upp á jólamat og eftir matinn er farið í húsnæði Hersins þar sem verður haldin kvöldvaka. Sungnir eru jólasöngvar, gengið í kringum jólatréð og allir fá gjafir. „Á kvöldvökunni er boðið upp á heitt kakó og smákökur. Það er æðisleg stemming. Mikil eftirvænting og skemmtilegt andrúmsloft,“ segir Rannvá. Í Konukoti, sem er næturathvarf fyrir heimilislausar konur, hafa undanfarin ár verið 5-6 heimilislausar konur á aðfangadagskvöld. „Við vitum samt aldrei fyrr en á síðustu stundu hvað þær verða margar en við erum með pláss fyrir átta konur þannig við erum tilbúnar með pakka fyrir þann fjölda,“ segir Kristín Helga Guðmundsdóttir, verkefnastjóri athvarfsins. Kokkur í sjálfboðastarfi sér um eldamennskuna líkt og undanfarin tíu ár og konurnar fá allar gjafir. „Þær fá allar pakka með nýrri bók, konfekti, snyrtivörum og einhverju fatakyns, það er ekkert afgangs dót heldur pössum við að þetta sé allt nýtt,“ segir Kristín. Opnunartími athvarfsins er lengdur yfir hátíðarnar og ekki lokað yfir daginn líkt og vanalega. „Flestir frá okkur borða hjá Hjálpræðishernum,“ segir Tryggvi Magnússon, umsjónarmaður Gistiskýlisins, sem er athvarf fyrir heimilislausa karla. Opnunartími er ekki lengdur yfir jólin líkt og í Konukoti. „Ég vil samt taka það fram að mér finnst hafa verið villandi umræða í fjölmiðlum undanfarið. Hér er enginn rekinn út á morgnana, húsið bara lokar klukkan 10 og þá verða allir að fara út.“ Hann segir skjólstæðinga Gistiskýlisins geta þá farið á Kaffistofu Samhjálpar sem verður opin yfir daginn og einnig í Dagsetrið á Eyjaslóð þar sem opið verður frá 10-16 alla dagana en Gistiskýlið er opnað klukkan 17 á daginn.
Jólafréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Sjá meira