Sókndjarfur stórmeistari heiðursborgari í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2015 19:27 Friðrik Ólafsson stórmeistari var í dag útnefndur heiðursborgari Reykjavíkur. Borgarstjóri sagði við það tækifæri að Friðrik væri hógvær heiðursmaður af gamla skólanum sem átt hefði stóran þátt í að koma Reykjavík á kortið út í hinum stóra heimi. Reykjavíkurborg er mjög spör á heiðursborgaratitilinn. En Friðrik Ólafsson er aðeins sjötti maðurinn til að hljóta þennan titil frá því Reykjavík öðlaðist kaupstaðarréttindi árið 1786. Áður höfðu Séra Bjarni Jónsson, Kristján Sveinsson augnlæknir, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, myndlistarmaðurinn Erró og listakonan Yoko Ono hlotnast þessi heiður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór stuttlega yfir feril Friðriks í Höfða í dag og sagði árangur hans í skáklistinni og tengsl inn í skákheiminn hafa komið Reykjavík á kortið en stórmeistarinn kann líka að slá á létta strengi. Því þegar Dagur sagði í ræðu sinni að hann hefði verið sókndjarfur skákmaður, bætti hinn áttræði skákmaður því við „að hann væri það enn.“ En Friðrik varð áttræður síðast liðinn mánudag en ætlar að tefla með B-liði Íslands á næsta Reykjavíkurskákmóti. Til staðfestingar þess að hann væri nú orðinn heiðursborgari fékk Friðrik heiðursskjal og blómvönd ásamt gjöf frá borginni. En það var einnig tilkynnt við athöfnina að hann hefði verið útnefndur heiðirsfélagi Alþjóða skáksambandsins. Friðrik telfdi níu sinnum við Bobby Fisher, fyrst árið 1958. Hann sagði brosandi að kannski ætti hann ekkert að vera að rifja upp skákir þeirra. En Friðrik vann tvær og tapaði sjö skákum og bætti við að hann hefði verið með svart í öllum ksákunum, sem væri talið verra. En hann er borginni þakklátur fyrir heiðursborgaratitilinn sem bætist við fjölmarga titla hans út skákheiminum. „Þetta er eitthvað sem mér þykir innilgea vænt um og er þakklátur fyrir þennan heiður og ég vona að ég standi undir honum,“ sagði Friðrik Ólafsson í Höfða í dag. Reykjavík Skák Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Friðrik Ólafsson stórmeistari var í dag útnefndur heiðursborgari Reykjavíkur. Borgarstjóri sagði við það tækifæri að Friðrik væri hógvær heiðursmaður af gamla skólanum sem átt hefði stóran þátt í að koma Reykjavík á kortið út í hinum stóra heimi. Reykjavíkurborg er mjög spör á heiðursborgaratitilinn. En Friðrik Ólafsson er aðeins sjötti maðurinn til að hljóta þennan titil frá því Reykjavík öðlaðist kaupstaðarréttindi árið 1786. Áður höfðu Séra Bjarni Jónsson, Kristján Sveinsson augnlæknir, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, myndlistarmaðurinn Erró og listakonan Yoko Ono hlotnast þessi heiður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór stuttlega yfir feril Friðriks í Höfða í dag og sagði árangur hans í skáklistinni og tengsl inn í skákheiminn hafa komið Reykjavík á kortið en stórmeistarinn kann líka að slá á létta strengi. Því þegar Dagur sagði í ræðu sinni að hann hefði verið sókndjarfur skákmaður, bætti hinn áttræði skákmaður því við „að hann væri það enn.“ En Friðrik varð áttræður síðast liðinn mánudag en ætlar að tefla með B-liði Íslands á næsta Reykjavíkurskákmóti. Til staðfestingar þess að hann væri nú orðinn heiðursborgari fékk Friðrik heiðursskjal og blómvönd ásamt gjöf frá borginni. En það var einnig tilkynnt við athöfnina að hann hefði verið útnefndur heiðirsfélagi Alþjóða skáksambandsins. Friðrik telfdi níu sinnum við Bobby Fisher, fyrst árið 1958. Hann sagði brosandi að kannski ætti hann ekkert að vera að rifja upp skákir þeirra. En Friðrik vann tvær og tapaði sjö skákum og bætti við að hann hefði verið með svart í öllum ksákunum, sem væri talið verra. En hann er borginni þakklátur fyrir heiðursborgaratitilinn sem bætist við fjölmarga titla hans út skákheiminum. „Þetta er eitthvað sem mér þykir innilgea vænt um og er þakklátur fyrir þennan heiður og ég vona að ég standi undir honum,“ sagði Friðrik Ólafsson í Höfða í dag.
Reykjavík Skák Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira