Frumsýna kvikmynd í sýndarveruleika Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2015 10:45 Vísir/Getty Fyrirtækið Oculus VR, sem vinnur að þróun sýndarveruleikagleraugna mun frumsýna í dag, teiknimynd sem horfa á með sýndarveruleikagleraugum fyrirtækisins. Þannig munu áhorfendur myndanna standa í miðju kvikmyndanna og upplifa sig sem þátttakenda. Teiknimyndin Lost er um fimm mínútur að lengd og verður sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í dag. Brendan Iribe, forstjóri Oculus segir Forbes að hugmyndin hafi fyrst komið upp þegar fyrirtækið sýndi þekktum leikstjóra sýndarveruleikagleraugu fyrirtækisins. Þegar leikstjórinn tók af sér gleraugun sagði hann: „Brendan, gerum kvikmynd. Hvernig gerum við það?“ Iribe segist ekki hafa getað svarað spurningu leikstjórans og því hafi verið farið í að finna svör. Oculus VR stofnaði kvikmyndafyrirtækið Story Studio, sem ætlað er að framleiða kvikmyndir fyrir sýndarveruleika. Síðasta árið hefur fyrirtækið ráðið til sín vana menn frá Pixar og öðrum framleiðendum til að þróa tæknina áfram og ýta undir áhuga annarra kvikmyndargerðarmanna á tækninni. Hugmyndin að kvikmyndafyrirtækinu kom upp áður en Facebook keypti Oculus í fyrra, en haft er eftir Irbe á vef TechCrunch að stærð Facebook hafi hjálpað mjög við uppsetningu Story Studio. Þrátt fyrir að myndin sé einungis fimm mínútur að lengd getur áhorfandinn stöðvað hana hvenær sem er til að skoða betur einstök atriði. Þá getur umhverfið brugðist við áhorfandanum. Á vef Forbes segir að þrátt fyrir að Lost sé fyrsta mynd Oculus, þá sé hún ekki sú fyrsta sinnar tegundar. Einstaklingar sem og önnur fyrirtæki hafa tekið upp myndir og gert teiknimyndir sem gerðar eru fyrir sýndarveruleika. Tengdar fréttir Upplifa Ísland í sýndarveruleika Sýndarveruleikaframleiðandinn Verge hefur nú gefið út tölvuleikinn Iceland, sem hægt er að spila með sýndarveruleikabúnaðinum Oculus Rift. 6. janúar 2015 11:30 Er sýndarveruleiki framtíð tölvuleikja, aftur? Tæknifyrirtæki hafa sett mikið fjármagn í þróun sýndarveruleikabúnaðar á undanförnum árum. Leikir eru þó einungis byrjunin og stefnt er að því að innleiða sýndarveruleika í daglegt líf fólks. 8. nóvember 2014 11:00 Helstu tæki ársins 2014 Vísir fer yfir nokkur af helstu raftækjunum sem litu dagsins ljós á árinu. 19. desember 2014 14:51 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Fleiri fréttir Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fyrirtækið Oculus VR, sem vinnur að þróun sýndarveruleikagleraugna mun frumsýna í dag, teiknimynd sem horfa á með sýndarveruleikagleraugum fyrirtækisins. Þannig munu áhorfendur myndanna standa í miðju kvikmyndanna og upplifa sig sem þátttakenda. Teiknimyndin Lost er um fimm mínútur að lengd og verður sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í dag. Brendan Iribe, forstjóri Oculus segir Forbes að hugmyndin hafi fyrst komið upp þegar fyrirtækið sýndi þekktum leikstjóra sýndarveruleikagleraugu fyrirtækisins. Þegar leikstjórinn tók af sér gleraugun sagði hann: „Brendan, gerum kvikmynd. Hvernig gerum við það?“ Iribe segist ekki hafa getað svarað spurningu leikstjórans og því hafi verið farið í að finna svör. Oculus VR stofnaði kvikmyndafyrirtækið Story Studio, sem ætlað er að framleiða kvikmyndir fyrir sýndarveruleika. Síðasta árið hefur fyrirtækið ráðið til sín vana menn frá Pixar og öðrum framleiðendum til að þróa tæknina áfram og ýta undir áhuga annarra kvikmyndargerðarmanna á tækninni. Hugmyndin að kvikmyndafyrirtækinu kom upp áður en Facebook keypti Oculus í fyrra, en haft er eftir Irbe á vef TechCrunch að stærð Facebook hafi hjálpað mjög við uppsetningu Story Studio. Þrátt fyrir að myndin sé einungis fimm mínútur að lengd getur áhorfandinn stöðvað hana hvenær sem er til að skoða betur einstök atriði. Þá getur umhverfið brugðist við áhorfandanum. Á vef Forbes segir að þrátt fyrir að Lost sé fyrsta mynd Oculus, þá sé hún ekki sú fyrsta sinnar tegundar. Einstaklingar sem og önnur fyrirtæki hafa tekið upp myndir og gert teiknimyndir sem gerðar eru fyrir sýndarveruleika.
Tengdar fréttir Upplifa Ísland í sýndarveruleika Sýndarveruleikaframleiðandinn Verge hefur nú gefið út tölvuleikinn Iceland, sem hægt er að spila með sýndarveruleikabúnaðinum Oculus Rift. 6. janúar 2015 11:30 Er sýndarveruleiki framtíð tölvuleikja, aftur? Tæknifyrirtæki hafa sett mikið fjármagn í þróun sýndarveruleikabúnaðar á undanförnum árum. Leikir eru þó einungis byrjunin og stefnt er að því að innleiða sýndarveruleika í daglegt líf fólks. 8. nóvember 2014 11:00 Helstu tæki ársins 2014 Vísir fer yfir nokkur af helstu raftækjunum sem litu dagsins ljós á árinu. 19. desember 2014 14:51 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Fleiri fréttir Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Upplifa Ísland í sýndarveruleika Sýndarveruleikaframleiðandinn Verge hefur nú gefið út tölvuleikinn Iceland, sem hægt er að spila með sýndarveruleikabúnaðinum Oculus Rift. 6. janúar 2015 11:30
Er sýndarveruleiki framtíð tölvuleikja, aftur? Tæknifyrirtæki hafa sett mikið fjármagn í þróun sýndarveruleikabúnaðar á undanförnum árum. Leikir eru þó einungis byrjunin og stefnt er að því að innleiða sýndarveruleika í daglegt líf fólks. 8. nóvember 2014 11:00
Helstu tæki ársins 2014 Vísir fer yfir nokkur af helstu raftækjunum sem litu dagsins ljós á árinu. 19. desember 2014 14:51