Nær Gustafsson að tryggja sér titilbardaga gegn Jones? Pétur Marinó Jónsson skrifar 24. janúar 2015 20:00 Gustafsson og Johnson í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Risabardagi fer fram í kvöld þegar þeir Alexander Gustafsson og Anthony Johnson mætast. Sigurvegarinn í kvöld fær titilbardaga gegn núverandi meistara í léttþungavigtinni, Jon Jones. Bardagakvöldið fer fram í Tele2 Arena í Stokkhólmi en höllin tekur um 30.000 manns í sæti. Þetta verður því næst fjölmennasti UFC viðburður sögunnar og sá stærsti í Evrópu. Svíinn Alexander Gustafsson verður á heimavelli en hann er einn fremsti bardagamaður heims um þessar mundir. Gustafsson er sá sem hefur komist næst því að sigra ríkjandi léttþungavigtarmeistara Jon Jones. Þeir Jones og Gustafsson áttust við í september 2013 og voru fáir sem reiknuðu með öðru en auðveldum sigri Jones. Gustafsson kom öllum að óvörum með frábærri frammistöðu en áður en úrslitin voru kunngjörð var alls óvíst hvor færi með sigur af hólmi. Jones sigraði eftir dómaraákvörðun en margir töldu að Gustafsson hefði átt sigurinn skilinn. Þeir áttu að mætast aftur í september áður en Gustafsson meiddist og kom Daniel Cormier í hans stað. Með sigri í kvöld tryggir hann sér annað tækifæri á beltinu. Andstæðingur hans, Anthony Johnson, hefur fundið sig í nýjum þyngdarflokki eftir að hafa barist tveimur þyngdarflokkum neðar. Johnson barðist áður í veltivigt (77 kg) og var sá stærsti í þyngdarflokknum. Niðurskurðurinn var eðlilega gríðarlega erfiður og náði hann ekki þyngd í nokkur skipti. UFC skipaði honum að færa sig upp í millivigt (84 kg) en eftir að hafa mistekist að ná þyngd þar líka var hann rekinn úr UFC með skömm. Johnon var gerður að atlægi í MMA heiminum og ákvað loksins að færa sig upp í léttþungavigt (93 kg). Þar hefur honum gengið frábærlega og sigrað alla bardaga sína. Hann er nú í réttum þyngdarflokki og virðist loksins vera að ná að nýta hæfileika sína. Eins og áður segir fer bardaginn fram í Svíþjóð en bardagakvöldið miðast þó við bandarískan sjónvarpstíma. Aðalhluti bardagakvöldsins mun því hefjast kl 2 að nóttu til í Stokkhólmi. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 1 hér heima og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fjórir bardagar verða á dagskrá. Léttþungavigt: Alexander Gustafsson gegn Anthony Johnson Millivigt: Gegard Mousasi gegn Dan Henderson Léttþungavigt: Ryan Bader gegn Phil Davis Fjaðurvigt: Akira Corassani gegn Sam Sicilia MMA Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Risabardagi fer fram í kvöld þegar þeir Alexander Gustafsson og Anthony Johnson mætast. Sigurvegarinn í kvöld fær titilbardaga gegn núverandi meistara í léttþungavigtinni, Jon Jones. Bardagakvöldið fer fram í Tele2 Arena í Stokkhólmi en höllin tekur um 30.000 manns í sæti. Þetta verður því næst fjölmennasti UFC viðburður sögunnar og sá stærsti í Evrópu. Svíinn Alexander Gustafsson verður á heimavelli en hann er einn fremsti bardagamaður heims um þessar mundir. Gustafsson er sá sem hefur komist næst því að sigra ríkjandi léttþungavigtarmeistara Jon Jones. Þeir Jones og Gustafsson áttust við í september 2013 og voru fáir sem reiknuðu með öðru en auðveldum sigri Jones. Gustafsson kom öllum að óvörum með frábærri frammistöðu en áður en úrslitin voru kunngjörð var alls óvíst hvor færi með sigur af hólmi. Jones sigraði eftir dómaraákvörðun en margir töldu að Gustafsson hefði átt sigurinn skilinn. Þeir áttu að mætast aftur í september áður en Gustafsson meiddist og kom Daniel Cormier í hans stað. Með sigri í kvöld tryggir hann sér annað tækifæri á beltinu. Andstæðingur hans, Anthony Johnson, hefur fundið sig í nýjum þyngdarflokki eftir að hafa barist tveimur þyngdarflokkum neðar. Johnson barðist áður í veltivigt (77 kg) og var sá stærsti í þyngdarflokknum. Niðurskurðurinn var eðlilega gríðarlega erfiður og náði hann ekki þyngd í nokkur skipti. UFC skipaði honum að færa sig upp í millivigt (84 kg) en eftir að hafa mistekist að ná þyngd þar líka var hann rekinn úr UFC með skömm. Johnon var gerður að atlægi í MMA heiminum og ákvað loksins að færa sig upp í léttþungavigt (93 kg). Þar hefur honum gengið frábærlega og sigrað alla bardaga sína. Hann er nú í réttum þyngdarflokki og virðist loksins vera að ná að nýta hæfileika sína. Eins og áður segir fer bardaginn fram í Svíþjóð en bardagakvöldið miðast þó við bandarískan sjónvarpstíma. Aðalhluti bardagakvöldsins mun því hefjast kl 2 að nóttu til í Stokkhólmi. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 1 hér heima og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fjórir bardagar verða á dagskrá. Léttþungavigt: Alexander Gustafsson gegn Anthony Johnson Millivigt: Gegard Mousasi gegn Dan Henderson Léttþungavigt: Ryan Bader gegn Phil Davis Fjaðurvigt: Akira Corassani gegn Sam Sicilia
MMA Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira