Seðlabankinn dæmdur til að veita Samherja upplýsingar Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2015 17:15 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Seðlabanki Íslands hefur verið dæmdur til að veita Samherja hf. upplýsingar um stöðu máls Seðlabankans gegn Samherja. Það var Samherji sem stefndi Seðlabanka Íslands fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og krafðist þess að ógilt yrði ákvörðun Seðlabankans að synja Samherja um afhendingu gagna. Málið má rekja til þess að Seðlabanki Íslands gerði húsleit í starfsstöðvum Samherja og Þekkingar-Tristan hf. í mars árið 2012 vegna meintra brota Samhera og annarra félaga á lögum um gjaldeyrismál og reglum settum á grundvelli þeirra laga.Sjá einnig: Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfiHúsleit hjá Samherja árið 2012.Vísir/PjeturÍ apríl árið 2013 beindi Seðlabankinn kæru til embættis sérstaks saksóknara vegna meintra brota Samherja og annarra félaga á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Rannsókn málsins var hætt hjá embætti sérstaks saksóknara og var kæra endursend Seðalabankanum ásamt gögnum í ágúst árið 2013 þar sem mál yrði ekki höfðað á hendur Samherja. Seðlabankinn sendi nýja kæru til embættis sérstaks saksóknara í september árið 2013. Sú kæra laut að meintum brotum einstaklinga. Þremur dögum síðar krafði Samherji embætti sérstaks saksóknara um upplýsingar og gögn málsins sem lokið var hjá embættinu og krafði Seðlabankann um upplýsingar og gögn stjórnsýslumálsins sem leiddi til kærunnar til embættis sérstaks saksóknara. Ríkissaksóknari lagði fyrir embætti sérstaks saksóknara í nóvember sama ár að veita Samherja aðgang að gögnum málsins sem lokið var. Í desember 2013 krafði Samherji annars vegar embættis sérstaks saksóknara og Seðlabanka Íslands um aðgang að gögnum málsins. Áréttað var að einnig væri krafist aðgangs að þeim gögnum sem sneru að samskiptum milli Seðlabankans og embættis sérstaks saksóknara vegna meðferðar kærunnar og málsins að öðru leyti. Embætti sérstaks saksóknara afhenti Samherja gögn þann 12. desember árið 2013 og ítrekaði Samherji beiðni sína til Seðlabankans sem sagði að þau gögn sem lagt hefði verið hald á við húsleit hjá Samherja hefðu verið send embætti sérstaks saksóknara og því væri ekki á færi bankans að veita Samherja aðgang að þeim gögnum. Taldi Seðlabankinn að embætti sérstaks saksóknara hefði séð um afhendingu gagnanna en Samherji mótmælti því að hafa fengið aðgang að öllum gögnum málsins.Sjá einnig: Samherji fær ekki afhend gögn úr húsleitSeðlabankinn skal veita Samherja upplýsingar um stöðu málsins gegn Samherja.Vísir/PjeturBankinn sýknaður í tveimur hlutum kröfuliðar Vísaði Samherji til þess að fyrirtækið hefði ekki fengið afrit að beiðni Seðlabankans um haldlagningu gagna auk gagna um tilurð málsins og samskipti við önnur stjórnvöld. Til að tryggja að Samherji gæti gengið úr skugga um að öll gögn vegna málsins yrðu afhent var gerð krafa um að látið yrði í té afrit af eða skoðunaraðgangur að þeirri eða þeim skrám úr skjalavistunarkerfi Seðlabankans þar sem haldið hefði verið utan um gögn og samskipti varðandi málið. Einnig var óskað eftir því að Seðalbankinn afhenti eða veitti aðgang að skráningum stöðubreytinga málsins í málaskrá bankans. Seðlabankinn hafnaði beiðni Samherja um aðgang umfram þau gögn sem þegar hefðu verið synjað en Seðlabankinn taldi þá ákvörðun brjóta gegn skýlausum rétti til að fá aðgang að upplýsingunum. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi þann dóm í málinu að Seðlabanki Íslands skuli veita Samherja upplýsingar um stöðu málsins í málaskrá bankans og upplýsingar um það hvort og þá hvenær breytingar hafa orðið á stöðu málsins. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af kröfu Seðlabankans um afhendingu afrita af þeim skrám úr skjalavistunarkerfi bankans þar sem haldið hefur verið utan um gögn og samskipti í stjórnsýslumáli Samherja hjá bankanum. Þá var Seðlabankinn sýknaður af þeim hluta kröfuliðar Samherja sem lýtur að afhendingu afmáðra verðupplýsinga frá öðrum aðilum, í gögnum sem Samherji hefur þegar fengið afhent. Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Samherji fær ekki afhend gögn úr húsleit Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Samherja og tengdra aðila um að gögnum úr húsleit verði skilað. 30. júní 2014 16:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur verið dæmdur til að veita Samherja hf. upplýsingar um stöðu máls Seðlabankans gegn Samherja. Það var Samherji sem stefndi Seðlabanka Íslands fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og krafðist þess að ógilt yrði ákvörðun Seðlabankans að synja Samherja um afhendingu gagna. Málið má rekja til þess að Seðlabanki Íslands gerði húsleit í starfsstöðvum Samherja og Þekkingar-Tristan hf. í mars árið 2012 vegna meintra brota Samhera og annarra félaga á lögum um gjaldeyrismál og reglum settum á grundvelli þeirra laga.Sjá einnig: Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfiHúsleit hjá Samherja árið 2012.Vísir/PjeturÍ apríl árið 2013 beindi Seðlabankinn kæru til embættis sérstaks saksóknara vegna meintra brota Samherja og annarra félaga á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Rannsókn málsins var hætt hjá embætti sérstaks saksóknara og var kæra endursend Seðalabankanum ásamt gögnum í ágúst árið 2013 þar sem mál yrði ekki höfðað á hendur Samherja. Seðlabankinn sendi nýja kæru til embættis sérstaks saksóknara í september árið 2013. Sú kæra laut að meintum brotum einstaklinga. Þremur dögum síðar krafði Samherji embætti sérstaks saksóknara um upplýsingar og gögn málsins sem lokið var hjá embættinu og krafði Seðlabankann um upplýsingar og gögn stjórnsýslumálsins sem leiddi til kærunnar til embættis sérstaks saksóknara. Ríkissaksóknari lagði fyrir embætti sérstaks saksóknara í nóvember sama ár að veita Samherja aðgang að gögnum málsins sem lokið var. Í desember 2013 krafði Samherji annars vegar embættis sérstaks saksóknara og Seðlabanka Íslands um aðgang að gögnum málsins. Áréttað var að einnig væri krafist aðgangs að þeim gögnum sem sneru að samskiptum milli Seðlabankans og embættis sérstaks saksóknara vegna meðferðar kærunnar og málsins að öðru leyti. Embætti sérstaks saksóknara afhenti Samherja gögn þann 12. desember árið 2013 og ítrekaði Samherji beiðni sína til Seðlabankans sem sagði að þau gögn sem lagt hefði verið hald á við húsleit hjá Samherja hefðu verið send embætti sérstaks saksóknara og því væri ekki á færi bankans að veita Samherja aðgang að þeim gögnum. Taldi Seðlabankinn að embætti sérstaks saksóknara hefði séð um afhendingu gagnanna en Samherji mótmælti því að hafa fengið aðgang að öllum gögnum málsins.Sjá einnig: Samherji fær ekki afhend gögn úr húsleitSeðlabankinn skal veita Samherja upplýsingar um stöðu málsins gegn Samherja.Vísir/PjeturBankinn sýknaður í tveimur hlutum kröfuliðar Vísaði Samherji til þess að fyrirtækið hefði ekki fengið afrit að beiðni Seðlabankans um haldlagningu gagna auk gagna um tilurð málsins og samskipti við önnur stjórnvöld. Til að tryggja að Samherji gæti gengið úr skugga um að öll gögn vegna málsins yrðu afhent var gerð krafa um að látið yrði í té afrit af eða skoðunaraðgangur að þeirri eða þeim skrám úr skjalavistunarkerfi Seðlabankans þar sem haldið hefði verið utan um gögn og samskipti varðandi málið. Einnig var óskað eftir því að Seðalbankinn afhenti eða veitti aðgang að skráningum stöðubreytinga málsins í málaskrá bankans. Seðlabankinn hafnaði beiðni Samherja um aðgang umfram þau gögn sem þegar hefðu verið synjað en Seðlabankinn taldi þá ákvörðun brjóta gegn skýlausum rétti til að fá aðgang að upplýsingunum. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi þann dóm í málinu að Seðlabanki Íslands skuli veita Samherja upplýsingar um stöðu málsins í málaskrá bankans og upplýsingar um það hvort og þá hvenær breytingar hafa orðið á stöðu málsins. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af kröfu Seðlabankans um afhendingu afrita af þeim skrám úr skjalavistunarkerfi bankans þar sem haldið hefur verið utan um gögn og samskipti í stjórnsýslumáli Samherja hjá bankanum. Þá var Seðlabankinn sýknaður af þeim hluta kröfuliðar Samherja sem lýtur að afhendingu afmáðra verðupplýsinga frá öðrum aðilum, í gögnum sem Samherji hefur þegar fengið afhent.
Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Samherji fær ekki afhend gögn úr húsleit Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Samherja og tengdra aðila um að gögnum úr húsleit verði skilað. 30. júní 2014 16:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Samherji fær ekki afhend gögn úr húsleit Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Samherja og tengdra aðila um að gögnum úr húsleit verði skilað. 30. júní 2014 16:30