Dirk Nowitzki kallaður inn í Stjörnuleikinn á síðustu stundu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2015 19:15 Dirk Nowitzki. Vísir/Getty Dirk Nowitzki, framherji Dallas Mavericks, verður með í Stjörnuleik NBA-deildarinnar á sunnudagskvöldið þrátt fyrir að hvorki áhugafólkið eða þjálfararnir hafi valið hann. Anthony Davis, framherji New Orleans Pelicans, getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, valdi Dirk Nowitzki í hans stað. Þetta verður þrettándi Stjörnuleikurinn hjá Dirk Nowitzki á ferlinum en þýski framherjinn sem er orðinn 36 ára gamall er með 18,3 stig og 5,9 fráköst að meðaltali í leik. Þetta er annað árið í röð sem hann er með í leiknum en hann var búinn að taka þátt í ellefu Stjörnuleikjum í röð þegar hann var ekki valinn árið 2013. Steve Kerr, þjálfari Vesturdeildarinnar, hefur einnig tilkynnt um hvaða leikmenn koma inn í byrjunarliðið fyrir þá Kobe Bryant og Blake Griffin. Bryant og Griffin voru kosnir í byrjunarliðið en geta ekki spilað vegna meiðsla. Adam Silver hafði áður valið þá DeMarcus Cousins hjá Sacramento Kings og Damian Lillard hjá Portland Trail Blazers til að taka sæti þeirra Kobe Bryant og Blake Griffin í liði Vesturdeildarinnar. Kerr ákvað að þeir Klay Thompson hjá Golden State Warriors og James Harden hjá Houston Rockets byrji leikinn í þeirra stað en báðir hafa þeir átt frábært tímabil með liðum sínum. Harden er meðal annars stigahæsti leikmaður deildarinnar með 27,7 stig í leik og Thompson er með 22,1 stig í leik og 44 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Steve Kerr á enn eftir að velja hvaða leikmaður kemur inn í byrjunarliðið fyrir Anthony Davis en nú eru bara eftir tveir leikmenn í byrjunarliðinu sem voru kosnir þangað af almenningi en það eru þeir Stephen Curry hjá Golden State Warriors og Marc Gasol hjá Memphis Grizzlies. NBA Tengdar fréttir Cousins inn fyrir Kobe DaMarcus Cousins tekur sæti Kobe Bryant í Stjörnuliði Vesturdeildarinnar. 31. janúar 2015 23:30 Skvettubræður og Kyle Korver í þriggja stiga keppninni í ár Þriggja stiga skotkeppnin á Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar í körfubolta verður stjörnum prýdd en nú er orðið ljóst hvaða leikmenn ætla að taka þátt að þessu sinni. 6. febrúar 2015 23:15 Allt byrjunarlið Atlanta Hawks valið „leikmaður" mánaðarins Atlanta Hawks varð í janúar fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta til að vinna alla sautján leiki sína í einum mánuði og í gær skrifaði liðið einnig nýjan kafla í söguna þegar NBA-deildin valdi alla fimm byrjunarliðsleikmenn liðsins besta leikmenn Austurdeildarinnar í mánuðinum. 5. febrúar 2015 12:45 Hvernig getur þessi ekki verið Stjörnuleikmaður í NBA? | Myndband Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, mætti reiður til leiks í nótt og átti eina svakalega troðslu yfir einn af risunum í NBA-deildinni í körfubolta. 4. febrúar 2015 23:00 NBA: Þrír leikmenn Atlanta Hawks valdir í Stjörnuleikinn NBA-deildin tilkynnti í nótt hvaða 24 leikmenn mun spila Stjörnuleikinn sem fer fram í New York 15. febrúar næstkomandi en viku fyrr kom í ljós hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í kosningunni og byrja því leikinn. 30. janúar 2015 10:00 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Sjá meira
Dirk Nowitzki, framherji Dallas Mavericks, verður með í Stjörnuleik NBA-deildarinnar á sunnudagskvöldið þrátt fyrir að hvorki áhugafólkið eða þjálfararnir hafi valið hann. Anthony Davis, framherji New Orleans Pelicans, getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, valdi Dirk Nowitzki í hans stað. Þetta verður þrettándi Stjörnuleikurinn hjá Dirk Nowitzki á ferlinum en þýski framherjinn sem er orðinn 36 ára gamall er með 18,3 stig og 5,9 fráköst að meðaltali í leik. Þetta er annað árið í röð sem hann er með í leiknum en hann var búinn að taka þátt í ellefu Stjörnuleikjum í röð þegar hann var ekki valinn árið 2013. Steve Kerr, þjálfari Vesturdeildarinnar, hefur einnig tilkynnt um hvaða leikmenn koma inn í byrjunarliðið fyrir þá Kobe Bryant og Blake Griffin. Bryant og Griffin voru kosnir í byrjunarliðið en geta ekki spilað vegna meiðsla. Adam Silver hafði áður valið þá DeMarcus Cousins hjá Sacramento Kings og Damian Lillard hjá Portland Trail Blazers til að taka sæti þeirra Kobe Bryant og Blake Griffin í liði Vesturdeildarinnar. Kerr ákvað að þeir Klay Thompson hjá Golden State Warriors og James Harden hjá Houston Rockets byrji leikinn í þeirra stað en báðir hafa þeir átt frábært tímabil með liðum sínum. Harden er meðal annars stigahæsti leikmaður deildarinnar með 27,7 stig í leik og Thompson er með 22,1 stig í leik og 44 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Steve Kerr á enn eftir að velja hvaða leikmaður kemur inn í byrjunarliðið fyrir Anthony Davis en nú eru bara eftir tveir leikmenn í byrjunarliðinu sem voru kosnir þangað af almenningi en það eru þeir Stephen Curry hjá Golden State Warriors og Marc Gasol hjá Memphis Grizzlies.
NBA Tengdar fréttir Cousins inn fyrir Kobe DaMarcus Cousins tekur sæti Kobe Bryant í Stjörnuliði Vesturdeildarinnar. 31. janúar 2015 23:30 Skvettubræður og Kyle Korver í þriggja stiga keppninni í ár Þriggja stiga skotkeppnin á Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar í körfubolta verður stjörnum prýdd en nú er orðið ljóst hvaða leikmenn ætla að taka þátt að þessu sinni. 6. febrúar 2015 23:15 Allt byrjunarlið Atlanta Hawks valið „leikmaður" mánaðarins Atlanta Hawks varð í janúar fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta til að vinna alla sautján leiki sína í einum mánuði og í gær skrifaði liðið einnig nýjan kafla í söguna þegar NBA-deildin valdi alla fimm byrjunarliðsleikmenn liðsins besta leikmenn Austurdeildarinnar í mánuðinum. 5. febrúar 2015 12:45 Hvernig getur þessi ekki verið Stjörnuleikmaður í NBA? | Myndband Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, mætti reiður til leiks í nótt og átti eina svakalega troðslu yfir einn af risunum í NBA-deildinni í körfubolta. 4. febrúar 2015 23:00 NBA: Þrír leikmenn Atlanta Hawks valdir í Stjörnuleikinn NBA-deildin tilkynnti í nótt hvaða 24 leikmenn mun spila Stjörnuleikinn sem fer fram í New York 15. febrúar næstkomandi en viku fyrr kom í ljós hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í kosningunni og byrja því leikinn. 30. janúar 2015 10:00 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Sjá meira
Cousins inn fyrir Kobe DaMarcus Cousins tekur sæti Kobe Bryant í Stjörnuliði Vesturdeildarinnar. 31. janúar 2015 23:30
Skvettubræður og Kyle Korver í þriggja stiga keppninni í ár Þriggja stiga skotkeppnin á Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar í körfubolta verður stjörnum prýdd en nú er orðið ljóst hvaða leikmenn ætla að taka þátt að þessu sinni. 6. febrúar 2015 23:15
Allt byrjunarlið Atlanta Hawks valið „leikmaður" mánaðarins Atlanta Hawks varð í janúar fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta til að vinna alla sautján leiki sína í einum mánuði og í gær skrifaði liðið einnig nýjan kafla í söguna þegar NBA-deildin valdi alla fimm byrjunarliðsleikmenn liðsins besta leikmenn Austurdeildarinnar í mánuðinum. 5. febrúar 2015 12:45
Hvernig getur þessi ekki verið Stjörnuleikmaður í NBA? | Myndband Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, mætti reiður til leiks í nótt og átti eina svakalega troðslu yfir einn af risunum í NBA-deildinni í körfubolta. 4. febrúar 2015 23:00
NBA: Þrír leikmenn Atlanta Hawks valdir í Stjörnuleikinn NBA-deildin tilkynnti í nótt hvaða 24 leikmenn mun spila Stjörnuleikinn sem fer fram í New York 15. febrúar næstkomandi en viku fyrr kom í ljós hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í kosningunni og byrja því leikinn. 30. janúar 2015 10:00
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn