Bréf Kaylu Jean Mueller til fjölskyldu sinnar: „Ekki hafa áhyggjur af mér“ Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2015 23:15 Kayla Jean Mueller var rænt í Aleppo í ágúst 2013. Vísir/AFP Fjölskylda bandaríska hjálparstarfsmannsins Kayla Jean Mueller hefur birt bréf sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar síðasta vor. Mueller var rænt af liðsmönnum ISIS í Aleppo í ágúst 2013 og er nú látin. Barack Obama Bandaríkjaforseti staðfesti þetta fyrr í dag. Tilkynningin kemur fjórum dögum eftir að talsmenn hryðjuverkasamtakanna fullyrtu að Mueller hefði látist í loftárás Jórdaníuhers. Að sögn talsmanns Bandaríkjastjórnar fékk fjölskylda Muellers sendar upplýsingar frá gíslatökumönnunum um síðustu helgi. „Þegar upplýsingarnar voru síðar sannreyndar af leyniþjónustunni var dregin sú ályktun að hún væri látin,“ segir Bernadette Meehan, talsmaður Hvíta hússins. Mueller hélt að landamærum Tyrklands og Sýrlands árið 2012 til að aðstoða fólk á flótta, en var svo rænt í borginni Aleppo í ágústmánuði 2013. Fjölskylda Kayla Jean Mueller hafði áður lýst því yfir að þau vonuðust til að Kayla væri á lífi, en í dag sendu foreldrar hennar svo frá sér yfirlýsingu um að hún væri látin. „Við erum miður okkar að þurfa að greina frá því að okkur hafa borist upplýsingar um að Kayla Jean Mueller sé látin. Við erum stolt af því hvaða konu Kayla hafði að geyma og það sem hún gerði á meðan hún var enn á meðal okkar. Hún lifði lífi með tilgang,“ sögðu Carl og Marsha Mueller.Fengu bréf frá KayluForeldrar Mueller birtu einnig bréf frá henni sem hún hafði sent með aðstoð fanga sem hafði verið sleppt á síðasta ári. „Ef ykkur berst þetta bréf í hendur þá er mér enn haldið fanginni, en samföngum mínum hefur verið sleppt. Ég hef beðið þá um að hafa samband við ykkur og senda þetta bréf. Ég veit ekki hvað ég á að skrifa. En þið skuluð þó vita að ég er örugg, er ómeidd og við góða heilsu (ég hef raunar þyngst),“ segir í bréfinu. Mueller segir ennfremur að hún geti einungis skrifað lítið í einu þar sem heimþrá hennar geri það að verkum að hún bresti í grát. „Ég sakna ykkar og líður eins og heill áratugur sé liðinn síðan ég sá ykkur síðast. Ég hef haft mikinn tíma til að hugsa og hef ímyndað mér hvað ég kem til með að gera þegar ég kem aftur heim, fyrstu útileguna okkar, hvernig verður þegar við hittumst á flugvellinum.“ Mueller skrifar einnig að hún vilji ekki að fjölskylda hennar eigi að þurfa að semja um lausn hennar og bendir á fólk sem þau gætu haft samband við. „Enginn okkar hefði trúað því að ég yrði svo lengi í haldi en ég held áfram að berjast á þann hátt sem ég kann. Ég bý enn yfir krafti og mun ekki brotna. Ég mun ekki gefast upp, óháð því hvað þetta tekur langan tíma. Ég veit að þið mynduð vilja að ég væri sterk, og það er nákvæmlega það sem ég er. Ekki hafa áhyggjur af mér, haldið áfram að biðja, og með vilja guðs verðum við brátt saman á ný.“ Vísir/AFP Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Fjölskylda bandaríska hjálparstarfsmannsins Kayla Jean Mueller hefur birt bréf sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar síðasta vor. Mueller var rænt af liðsmönnum ISIS í Aleppo í ágúst 2013 og er nú látin. Barack Obama Bandaríkjaforseti staðfesti þetta fyrr í dag. Tilkynningin kemur fjórum dögum eftir að talsmenn hryðjuverkasamtakanna fullyrtu að Mueller hefði látist í loftárás Jórdaníuhers. Að sögn talsmanns Bandaríkjastjórnar fékk fjölskylda Muellers sendar upplýsingar frá gíslatökumönnunum um síðustu helgi. „Þegar upplýsingarnar voru síðar sannreyndar af leyniþjónustunni var dregin sú ályktun að hún væri látin,“ segir Bernadette Meehan, talsmaður Hvíta hússins. Mueller hélt að landamærum Tyrklands og Sýrlands árið 2012 til að aðstoða fólk á flótta, en var svo rænt í borginni Aleppo í ágústmánuði 2013. Fjölskylda Kayla Jean Mueller hafði áður lýst því yfir að þau vonuðust til að Kayla væri á lífi, en í dag sendu foreldrar hennar svo frá sér yfirlýsingu um að hún væri látin. „Við erum miður okkar að þurfa að greina frá því að okkur hafa borist upplýsingar um að Kayla Jean Mueller sé látin. Við erum stolt af því hvaða konu Kayla hafði að geyma og það sem hún gerði á meðan hún var enn á meðal okkar. Hún lifði lífi með tilgang,“ sögðu Carl og Marsha Mueller.Fengu bréf frá KayluForeldrar Mueller birtu einnig bréf frá henni sem hún hafði sent með aðstoð fanga sem hafði verið sleppt á síðasta ári. „Ef ykkur berst þetta bréf í hendur þá er mér enn haldið fanginni, en samföngum mínum hefur verið sleppt. Ég hef beðið þá um að hafa samband við ykkur og senda þetta bréf. Ég veit ekki hvað ég á að skrifa. En þið skuluð þó vita að ég er örugg, er ómeidd og við góða heilsu (ég hef raunar þyngst),“ segir í bréfinu. Mueller segir ennfremur að hún geti einungis skrifað lítið í einu þar sem heimþrá hennar geri það að verkum að hún bresti í grát. „Ég sakna ykkar og líður eins og heill áratugur sé liðinn síðan ég sá ykkur síðast. Ég hef haft mikinn tíma til að hugsa og hef ímyndað mér hvað ég kem til með að gera þegar ég kem aftur heim, fyrstu útileguna okkar, hvernig verður þegar við hittumst á flugvellinum.“ Mueller skrifar einnig að hún vilji ekki að fjölskylda hennar eigi að þurfa að semja um lausn hennar og bendir á fólk sem þau gætu haft samband við. „Enginn okkar hefði trúað því að ég yrði svo lengi í haldi en ég held áfram að berjast á þann hátt sem ég kann. Ég bý enn yfir krafti og mun ekki brotna. Ég mun ekki gefast upp, óháð því hvað þetta tekur langan tíma. Ég veit að þið mynduð vilja að ég væri sterk, og það er nákvæmlega það sem ég er. Ekki hafa áhyggjur af mér, haldið áfram að biðja, og með vilja guðs verðum við brátt saman á ný.“ Vísir/AFP
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15