Þriðja tap meistaranna í röð | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2015 09:05 Tum Duncan virðist hafa forðað sér upp í stúku í leiknum í nótt. Vísir/AP Meistararnir í San Antonio Spurs hafa tapað öllum þremur leikjum sínum eftir stjörnuleik NBA-deildarinnar á dögunum. Í nótt tapaði liðið fyrir Utah á útivelli, 90-81. Trey Burke skoraði 23 stig fyrir Utah en það var fyrst og fremst varnarleikur liðsins sem skóp sigurinn. San Antonio tapaði boltanum 22 sinnum í leiknum sem er met á tímabilinu. Utah hefur haldið síðustu fimm andstæðingum sínum undir 100 stigum en miðherjinn Rudy Gobert gaf tóninn með því að verja tvö skot Tim Duncan strax í fyrsta leikhluta. Hann endaði með sjö stig, fjórtán fráköst, þrjá varða bolta og tvo stolna. Duncan var með fjórtán stig og tíu fráköst. Utah er þó nokkuð á eftir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í ellefta sæti hinnar geysisterku vesturdeildar, tíu sigrum á eftir Oklahoma City sem er í áttunda sæti. San Antonio er skrefi á undan Oklahoma City í sjöunda sætinu. Houston, sem er í þriðja sæti vesturdeildarinnar, vann botnlið Minnesota á heimavelli, 113-102. James Harden var með sína aðra þrefalda tvennu á tímabilinu - 31 stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar. Hann klikkaði þó á fyrstu sjö skotunum sínum í leiknum. LA Clippers, sem hafði unnið fjóra leiki í röð, tapaði í nótt fyrir Mepmhis á heimavelli, 90-87. Mike Conley skoraði átján stig fyrir Memphis og Jeff Green sextán. Miami Heat vann Philadelphia, 119-108. Luol Deng var með 29 stig og nýtti ellefu af fjórtán skotum sínum í leiknum og Goran Dragic bætti við 23 stigum og tíu stoðsendingum. Dwayne Wade var með átján stig fyrir Miami sem er í sjöunda sætinu í austrinu. Mikil barátta er um síðustu tvö sætin í úrslitakeppninni austanmegin. Miami og Brooklyn standa þar best að vígi nú en Detroit, Indiana, Charlotte og Boston eru ekki langt undan og eiga enn möguleika á að koma sér í úrslitakeppnina.Staðan í deildinni.Úrslit næturinnar: Miami - Philadelphia 119-108 Chicago - Milwaukee 87-71 Houston - Minnesota 113-102 New Orleans - Toronto 100-97 Denver - Brooklyn 82-110 Phoenix - Boston 110-115 Utah - San Antonio 90-81 LA Clippers - Memphis 87-90 NBA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Meistararnir í San Antonio Spurs hafa tapað öllum þremur leikjum sínum eftir stjörnuleik NBA-deildarinnar á dögunum. Í nótt tapaði liðið fyrir Utah á útivelli, 90-81. Trey Burke skoraði 23 stig fyrir Utah en það var fyrst og fremst varnarleikur liðsins sem skóp sigurinn. San Antonio tapaði boltanum 22 sinnum í leiknum sem er met á tímabilinu. Utah hefur haldið síðustu fimm andstæðingum sínum undir 100 stigum en miðherjinn Rudy Gobert gaf tóninn með því að verja tvö skot Tim Duncan strax í fyrsta leikhluta. Hann endaði með sjö stig, fjórtán fráköst, þrjá varða bolta og tvo stolna. Duncan var með fjórtán stig og tíu fráköst. Utah er þó nokkuð á eftir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í ellefta sæti hinnar geysisterku vesturdeildar, tíu sigrum á eftir Oklahoma City sem er í áttunda sæti. San Antonio er skrefi á undan Oklahoma City í sjöunda sætinu. Houston, sem er í þriðja sæti vesturdeildarinnar, vann botnlið Minnesota á heimavelli, 113-102. James Harden var með sína aðra þrefalda tvennu á tímabilinu - 31 stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar. Hann klikkaði þó á fyrstu sjö skotunum sínum í leiknum. LA Clippers, sem hafði unnið fjóra leiki í röð, tapaði í nótt fyrir Mepmhis á heimavelli, 90-87. Mike Conley skoraði átján stig fyrir Memphis og Jeff Green sextán. Miami Heat vann Philadelphia, 119-108. Luol Deng var með 29 stig og nýtti ellefu af fjórtán skotum sínum í leiknum og Goran Dragic bætti við 23 stigum og tíu stoðsendingum. Dwayne Wade var með átján stig fyrir Miami sem er í sjöunda sætinu í austrinu. Mikil barátta er um síðustu tvö sætin í úrslitakeppninni austanmegin. Miami og Brooklyn standa þar best að vígi nú en Detroit, Indiana, Charlotte og Boston eru ekki langt undan og eiga enn möguleika á að koma sér í úrslitakeppnina.Staðan í deildinni.Úrslit næturinnar: Miami - Philadelphia 119-108 Chicago - Milwaukee 87-71 Houston - Minnesota 113-102 New Orleans - Toronto 100-97 Denver - Brooklyn 82-110 Phoenix - Boston 110-115 Utah - San Antonio 90-81 LA Clippers - Memphis 87-90
NBA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti