Marc hafði betur gegn Pau í bræðraslagnum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2015 07:30 Marc og Pau mættust einnig í stjörnuleiknum. vísir/getty Marc Gasol hafði betur gegn bróður sínum Pau Gasol í bræðraslagnum þegar Memphis Grizzlies vann Chicago Bulls, 101-91, í Chicago í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Bræðurnir hafa spilað hreint stórkostlega á tímabilinu en það var yngri bróðirinn Marc sem átti kvöldið. Staðan var 41-39 fyrir gestina í hálfleik, en þegar leikmenn gengu til búningsklefa sýndu þjálfarar Memphis leikmönnum liðsins að Marc væri alltaf laus undir körfunni. Hann þyrfti bara að fá boltann. Memphis-menn byrjuðu að dæla boltanum undir körfuna á Marc sem skoraði 15 af 23 stigum sínum í þriðja leikhlutanum og hitti úr tíu af 16 skotum sínum í leikhlutanum. Auk þess að skora 23 stig og vera stigahæstur Memphis-liðsins tók Marc 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Stóri bróðir hans, Pau, skoraði 13 stig og tók 11 fráköst fyrir Chicago. Gasol-bræður berjast: Atlanta Hawks, topplið austursins, og Golden State Warriors, topplið vestursins, unnu bæði leiki sína í nótt og urðu þar með fyrstu liðin á tímabilinu til að vinna 50 leiki. Atlanta lagði Sacramento Kings, 130-105, á heimavelli þar sem liðið lét gjörsamlega rigna þriggja stiga körfum. Heimamenn skoruðu settu félagsmet og skoruðu 20 þriggja stiga körfur úr 35 skotum sem gerir 55,6 prósent nýtingu fyrir utan teiginn. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Kyle Korver skoraði þær flestar fyrir Atlanta eða sex stykki úr átta skotum. Hann endaði stigahæstur ásamt DeMarre Carrol með 20 stig. Þriggja stiga regn Atlanta: Atlanta er búið að vinna 50 leiki en tapa 13 en Golden State vinna 50 leiki og tapa 12 og er því með besta árangurinn í deildinni. Golden State vann Phoenix Suns í nótt, 98-80. Eftir að vera frekar rólegur í síðasta leik skoraði Stephen Curry 36 stig í nótt. Hann hitti úr sjö af þrettán þriggja stiga skotum sínum og gaf að auki 5 stoðsendingar. Klay Thompson bætti við 25 stigum fyrir gestina en Eric Bledsoe var stigahæstur hjá heimamönnum með 19 stig.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Washington Wizards 69-95 Atlanta Hawks - Sacramento Kings 130-105 Miami Heat - Boston Celtics 90-100 Chicago Bulls - Memphis Grizzlies 91-101 Milwaukee Bucks - New Orleans Pelicans 103-114 Denver Nuggets - New York Knicks 106-78 Phoenix Suns - Golden State Warriors 80-98 LA Clippers - Minnesota Timberwolves 89-76Staðan í deildinni.Anthony Davis jafnaði persónulegt met með 43 stigum: Bosh þakkar stuðningsmönnum Miami stuðninginn: NBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Tatum með slitna hásin Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Sjá meira
Marc Gasol hafði betur gegn bróður sínum Pau Gasol í bræðraslagnum þegar Memphis Grizzlies vann Chicago Bulls, 101-91, í Chicago í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Bræðurnir hafa spilað hreint stórkostlega á tímabilinu en það var yngri bróðirinn Marc sem átti kvöldið. Staðan var 41-39 fyrir gestina í hálfleik, en þegar leikmenn gengu til búningsklefa sýndu þjálfarar Memphis leikmönnum liðsins að Marc væri alltaf laus undir körfunni. Hann þyrfti bara að fá boltann. Memphis-menn byrjuðu að dæla boltanum undir körfuna á Marc sem skoraði 15 af 23 stigum sínum í þriðja leikhlutanum og hitti úr tíu af 16 skotum sínum í leikhlutanum. Auk þess að skora 23 stig og vera stigahæstur Memphis-liðsins tók Marc 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Stóri bróðir hans, Pau, skoraði 13 stig og tók 11 fráköst fyrir Chicago. Gasol-bræður berjast: Atlanta Hawks, topplið austursins, og Golden State Warriors, topplið vestursins, unnu bæði leiki sína í nótt og urðu þar með fyrstu liðin á tímabilinu til að vinna 50 leiki. Atlanta lagði Sacramento Kings, 130-105, á heimavelli þar sem liðið lét gjörsamlega rigna þriggja stiga körfum. Heimamenn skoruðu settu félagsmet og skoruðu 20 þriggja stiga körfur úr 35 skotum sem gerir 55,6 prósent nýtingu fyrir utan teiginn. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Kyle Korver skoraði þær flestar fyrir Atlanta eða sex stykki úr átta skotum. Hann endaði stigahæstur ásamt DeMarre Carrol með 20 stig. Þriggja stiga regn Atlanta: Atlanta er búið að vinna 50 leiki en tapa 13 en Golden State vinna 50 leiki og tapa 12 og er því með besta árangurinn í deildinni. Golden State vann Phoenix Suns í nótt, 98-80. Eftir að vera frekar rólegur í síðasta leik skoraði Stephen Curry 36 stig í nótt. Hann hitti úr sjö af þrettán þriggja stiga skotum sínum og gaf að auki 5 stoðsendingar. Klay Thompson bætti við 25 stigum fyrir gestina en Eric Bledsoe var stigahæstur hjá heimamönnum með 19 stig.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Washington Wizards 69-95 Atlanta Hawks - Sacramento Kings 130-105 Miami Heat - Boston Celtics 90-100 Chicago Bulls - Memphis Grizzlies 91-101 Milwaukee Bucks - New Orleans Pelicans 103-114 Denver Nuggets - New York Knicks 106-78 Phoenix Suns - Golden State Warriors 80-98 LA Clippers - Minnesota Timberwolves 89-76Staðan í deildinni.Anthony Davis jafnaði persónulegt met með 43 stigum: Bosh þakkar stuðningsmönnum Miami stuðninginn:
NBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Tatum með slitna hásin Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn