Nash leggur skóna á hilluna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. mars 2015 23:15 Nash fór þrisvar sinnum með Phoenix Suns í úrslit Vesturdeildarinnar. vísir/getty Kanadíski körfuboltamaðurinn Steve Nash tilkynnti í dag að hann hefði lagt skóna á hilluna. Þar með lýkur 19 ára ferli þessa frábæra leikstjórnanda í NBA-deildinni. Fréttirnir koma ekki beint eins og þruma úr heiðskíru lofti en Nash, sem er 41 árs, hefur verið mikið frá vegna meiðsla á síðustu árum, eða allt frá því hann gekk til liðs við Los Angeles Lakers sumarið 2012. „Þetta er súrsæt tilfinning. Ég er þegar farinn að sakna leiksins, en ég er jafnframt spenntur fyrir að læra nýja hluti í lífinu,“ skrifaði Nash í bréfi á vefsíðunni The Players' Tribune þar sem hann tilkynnti um ákvörðun sína að draga sig í hlé. Bréfið í heild sinni má lesa með því að smella hér. Nash var um margra ára skeið einn af bestu leikmönnum NBA-deildarinnar. Hann lék lengst af með Phoenix Suns þar sem hann stjórnaði hröðum og skemmtilegum sóknarleik liðsins. Hann var valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar 2005 og 2006 og varð í 2. sæti á eftir Dirk Nowitzki í valinu 2007. Á árunum 2005-2007 var Nash ávallt valinn í fyrsta úrvalslið deildarinnar.Nash er 3. stoðsendingahæsti leikmaður í sögu NBA.vísir/nbaNash er í 3. sæti yfir stoðsendingahæstu leikmenn í sögu NBA, með 10.335 stoðsendingar, en aðeins John Stockton og Jason Kidd hafa gefið fleiri. Fimm sinnum gaf Nash flestar stoðsendingar að meðaltali í NBA; 2005 (11,5), 2006 (10,5), 2007 (11,6), 2010 (11,0) og 2011 (11,4). Nash dældi ekki einungis út stoðsendingum heldur er hann ein besta skytta í sögu deildarinnar. Af þeim leikmönnum sem hafa tekið a.m.k. 1200 vítaskot í sögu NBA er enginn með betri vítanýtingu en Nash, eða 90,42%. Hann komst fjórum sinnum í 50-40-90 klúbbinn svokallaða, þ.e. að vera með a.m.k. 50% skotnýtingu, 40% nýtingu í þriggja stiga skotum og 90% vítanýtingu. Enginn leikmaður í sögu deildarinnar hefur náð þessum áfanga jafn oft og Nash. Nash náði þó aldrei að vinna sjálfan meistaratitilinn. Hann komst fjórum sinnum í úrslit Vesturdeildarinnar, þrisvar með Phoenix og einu sinni með Dallas, en lið hans komust aldrei yfir þá hindrun. Þess má geta að Nash er mikill fótboltaáhugamaður en hann á hlut í kanadíska liðinu Vancouver Whitecaps, sem Teitur Þórðarson stýrði um skeið. Nash er einnig dyggur stuðningsmaður Tottenham Hotspur í enska boltanum.Tíu flottustu stoðsendingar Nash á ferlinum Nash fékk hlýjar kveðjur á Twitter í dag Retweet to join us in congratulating one of the all-time Suns greats, @SteveNash, on an MVP career! #ThankYouSteve pic.twitter.com/V11Y4SB4sv— Phoenix Suns (@Suns) March 21, 2015 Með magnaðri frammistöðum sem ég hef séð. @SteveNash eineygður á móti Spurs. https://t.co/ptFhT0I7GM #korfubolti— Brynjar Bjornsson (@Brynjarthorb) March 21, 2015 Congrats to @SteveNash on a great career, happy that we were a part of it! #greatness #dallasmavs pic.twitter.com/pYfQ0KDZCG— Dallas Mavericks (@dallasmavs) March 21, 2015 Huge congrats to @SteveNash on an amazing career. Thanks for inspiring us all. http://t.co/NQSAikhHMB— Blake Griffin (@blakegriffin32) March 21, 2015 Congrats @SteveNash for all you've done for the game of bball..It was worth fighting to resume my career to have the chance to play with you— grant hill (@realgranthill33) March 21, 2015 S/o to @SteveNash hanging it up for good! Inspired me to play the way I do and paved the way. Congrats on all your success and enjoy life!— Stephen Curry (@StephenCurry30) March 21, 2015 We wish #THFC fan @SteveNash a happy retirement after he revealed he's calling time on his basketball career. pic.twitter.com/ozUtgdwQTm— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) March 21, 2015 Congrats @SteveNash on an amazing career. It was a pleasure to compete against you so many times. Enjoy!— Manu Ginobili (@manuginobili) March 21, 2015 There has never been a better Canadian basketball player than @SteveNash. Congratulations on an incredible career. pic.twitter.com/x1cqZ8YPM3— Stephen Harper (@pmharper) March 21, 2015 It was an honor to play with you @SteveNash and I'm proud to have you as a friend! Thanks for what you taught me. #2xMVP #Legend— Boris Diaw (@theborisdiaw) March 21, 2015 Congrats on a great career @SteveNash. Learned a lot from watching you both on and off the court. @SteveNashFdn pic.twitter.com/6IbzKutAQi— Joakim Noah (@JoakimNoah) March 21, 2015 NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Kanadíski körfuboltamaðurinn Steve Nash tilkynnti í dag að hann hefði lagt skóna á hilluna. Þar með lýkur 19 ára ferli þessa frábæra leikstjórnanda í NBA-deildinni. Fréttirnir koma ekki beint eins og þruma úr heiðskíru lofti en Nash, sem er 41 árs, hefur verið mikið frá vegna meiðsla á síðustu árum, eða allt frá því hann gekk til liðs við Los Angeles Lakers sumarið 2012. „Þetta er súrsæt tilfinning. Ég er þegar farinn að sakna leiksins, en ég er jafnframt spenntur fyrir að læra nýja hluti í lífinu,“ skrifaði Nash í bréfi á vefsíðunni The Players' Tribune þar sem hann tilkynnti um ákvörðun sína að draga sig í hlé. Bréfið í heild sinni má lesa með því að smella hér. Nash var um margra ára skeið einn af bestu leikmönnum NBA-deildarinnar. Hann lék lengst af með Phoenix Suns þar sem hann stjórnaði hröðum og skemmtilegum sóknarleik liðsins. Hann var valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar 2005 og 2006 og varð í 2. sæti á eftir Dirk Nowitzki í valinu 2007. Á árunum 2005-2007 var Nash ávallt valinn í fyrsta úrvalslið deildarinnar.Nash er 3. stoðsendingahæsti leikmaður í sögu NBA.vísir/nbaNash er í 3. sæti yfir stoðsendingahæstu leikmenn í sögu NBA, með 10.335 stoðsendingar, en aðeins John Stockton og Jason Kidd hafa gefið fleiri. Fimm sinnum gaf Nash flestar stoðsendingar að meðaltali í NBA; 2005 (11,5), 2006 (10,5), 2007 (11,6), 2010 (11,0) og 2011 (11,4). Nash dældi ekki einungis út stoðsendingum heldur er hann ein besta skytta í sögu deildarinnar. Af þeim leikmönnum sem hafa tekið a.m.k. 1200 vítaskot í sögu NBA er enginn með betri vítanýtingu en Nash, eða 90,42%. Hann komst fjórum sinnum í 50-40-90 klúbbinn svokallaða, þ.e. að vera með a.m.k. 50% skotnýtingu, 40% nýtingu í þriggja stiga skotum og 90% vítanýtingu. Enginn leikmaður í sögu deildarinnar hefur náð þessum áfanga jafn oft og Nash. Nash náði þó aldrei að vinna sjálfan meistaratitilinn. Hann komst fjórum sinnum í úrslit Vesturdeildarinnar, þrisvar með Phoenix og einu sinni með Dallas, en lið hans komust aldrei yfir þá hindrun. Þess má geta að Nash er mikill fótboltaáhugamaður en hann á hlut í kanadíska liðinu Vancouver Whitecaps, sem Teitur Þórðarson stýrði um skeið. Nash er einnig dyggur stuðningsmaður Tottenham Hotspur í enska boltanum.Tíu flottustu stoðsendingar Nash á ferlinum Nash fékk hlýjar kveðjur á Twitter í dag Retweet to join us in congratulating one of the all-time Suns greats, @SteveNash, on an MVP career! #ThankYouSteve pic.twitter.com/V11Y4SB4sv— Phoenix Suns (@Suns) March 21, 2015 Með magnaðri frammistöðum sem ég hef séð. @SteveNash eineygður á móti Spurs. https://t.co/ptFhT0I7GM #korfubolti— Brynjar Bjornsson (@Brynjarthorb) March 21, 2015 Congrats to @SteveNash on a great career, happy that we were a part of it! #greatness #dallasmavs pic.twitter.com/pYfQ0KDZCG— Dallas Mavericks (@dallasmavs) March 21, 2015 Huge congrats to @SteveNash on an amazing career. Thanks for inspiring us all. http://t.co/NQSAikhHMB— Blake Griffin (@blakegriffin32) March 21, 2015 Congrats @SteveNash for all you've done for the game of bball..It was worth fighting to resume my career to have the chance to play with you— grant hill (@realgranthill33) March 21, 2015 S/o to @SteveNash hanging it up for good! Inspired me to play the way I do and paved the way. Congrats on all your success and enjoy life!— Stephen Curry (@StephenCurry30) March 21, 2015 We wish #THFC fan @SteveNash a happy retirement after he revealed he's calling time on his basketball career. pic.twitter.com/ozUtgdwQTm— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) March 21, 2015 Congrats @SteveNash on an amazing career. It was a pleasure to compete against you so many times. Enjoy!— Manu Ginobili (@manuginobili) March 21, 2015 There has never been a better Canadian basketball player than @SteveNash. Congratulations on an incredible career. pic.twitter.com/x1cqZ8YPM3— Stephen Harper (@pmharper) March 21, 2015 It was an honor to play with you @SteveNash and I'm proud to have you as a friend! Thanks for what you taught me. #2xMVP #Legend— Boris Diaw (@theborisdiaw) March 21, 2015 Congrats on a great career @SteveNash. Learned a lot from watching you both on and off the court. @SteveNashFdn pic.twitter.com/6IbzKutAQi— Joakim Noah (@JoakimNoah) March 21, 2015
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira