Lag frá nýjum listamanni: "Það kannast allir við þessar aðstæður“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. apríl 2015 12:53 Björn Þór Ingason „Ég hef verið að semja síðan ég var þrettán ára og það hefur alltaf verið stefnan að gefa eitthvað út,“ segir Björn Þór Ingason, 29 ára Vesturbæingur uppalinn í Kópavogi. Hann gefur í dag út lagið It Goes Something Like This. „Eftir að ég kláraði viðskiptafræðina var alltaf planið að gefa eitthvað út en það var ekki auðvelt að koma nýr inn strax eftir hurn. Loksins er komið að því að láta á þetta reyna og vonandi fellur þetta vel í kramið hjá fólki.“ Björn Þór hefur frá blautu barnsbeini haft gaman af því að syngja og man ekki eftir sér öðruvísi en syngjandi. Við þrettán ára aldurinn kenndi hann sér sjálfur á gítar sem mamma hans átti og þá var ekki aftur snúið. Það var síðan í Verzló sem að tónlistaráhuginn fór á fullt. Björn Þór tók þátt í þremur uppfærslum af söngleikjum sem nemendamót Verzlunarskólans setti upp og tók einnig þátt í söngkeppni og tónsmíðakeppni skólans. „Texti lagsins er ekkert hrikalega djúpur. Það fjallar um einstakling sem heyrir lag sem honum þykir gott en gengur illa að finna út hvaða lag þetta er. Á endanum fer hann að velta fyrir sér hvort lagið gæti verið hans eigið og hvað það gæti haft í för með sér. Flestir gætu kannast við þessar aðstæður en nú í dag eru að vísu til öpp til að leysa slík vandamál,“ segir Björn Þór.Lagið má heyra hér að neðan. Tónlist Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég hef verið að semja síðan ég var þrettán ára og það hefur alltaf verið stefnan að gefa eitthvað út,“ segir Björn Þór Ingason, 29 ára Vesturbæingur uppalinn í Kópavogi. Hann gefur í dag út lagið It Goes Something Like This. „Eftir að ég kláraði viðskiptafræðina var alltaf planið að gefa eitthvað út en það var ekki auðvelt að koma nýr inn strax eftir hurn. Loksins er komið að því að láta á þetta reyna og vonandi fellur þetta vel í kramið hjá fólki.“ Björn Þór hefur frá blautu barnsbeini haft gaman af því að syngja og man ekki eftir sér öðruvísi en syngjandi. Við þrettán ára aldurinn kenndi hann sér sjálfur á gítar sem mamma hans átti og þá var ekki aftur snúið. Það var síðan í Verzló sem að tónlistaráhuginn fór á fullt. Björn Þór tók þátt í þremur uppfærslum af söngleikjum sem nemendamót Verzlunarskólans setti upp og tók einnig þátt í söngkeppni og tónsmíðakeppni skólans. „Texti lagsins er ekkert hrikalega djúpur. Það fjallar um einstakling sem heyrir lag sem honum þykir gott en gengur illa að finna út hvaða lag þetta er. Á endanum fer hann að velta fyrir sér hvort lagið gæti verið hans eigið og hvað það gæti haft í för með sér. Flestir gætu kannast við þessar aðstæður en nú í dag eru að vísu til öpp til að leysa slík vandamál,“ segir Björn Þór.Lagið má heyra hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira