Samið að bjargbrúninni að mati formanns SA Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2015 20:13 Frá samningaundirrituninni í dag. Vísir/Vilhelm Formaður Samtaka atvinnulífsins segir farið að brúninni með þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru í dag við félög hátt í sjötíu þúsund launamanna. Samningarnir eiga að tryggja þrjátíu og tveggja prósenta hækkun lágmarkslauna sem verkalýðshreyfingin leggur mikla áherslu á að ekki verði hleypt út í verðlagið. Til stóð að undirrita kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við Flóabandalagið, fimmtán stéttarfélög Starfsgrenasambandsins, VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna klukkan tvö í dag en um hádegið höfðu æðstu stofnanir stéttarfélaganna samþykkt samningana fyrir sitt leyti. Það var ys og þys í Karphúsinu í dag og viss spenna í loftinu á síðustu metrunum. Undirskriftin dróst og menn úr öllum fylkingum drógu hver annan til hliðar og inn í herbergi til að annað hvort fínpússa hlutina eða þrefa dálítið um síðustu atriðin áður en þessir kjarasamningar til þriggja ára yrðu staðreynd. Að lokum komu samningarnir svo glóðvolgir úr prentaranum og undirskriftir hófust. Samningarnir fela í sér blöndu krónutölu- og prósentuhækkana, sem fara stiglækkandi hjá þeim sem eru með laun sem eru hærri en taxtalaun næstu þrjú árin.Eru þetta sögulegir samningar?„Já ég trúi því. Þetta er búið að vera erfiður tími, mikil átök. Við náum lausn sem ég trúi að við getum unnið úr þannig að við náum aukningu kaupmáttar og stöðugleikinn ekki settur í hættu,“ segir Björgólfur Jóhannsson formaður Samtaka atvinnulífsins.Það var talað um í þessari lotu að það væri hætta á að allt færi til andskotans ef gengið yrði að kröfunum. Er búið að koma í veg fyrir að allt fari til andskotans?„Það getur auðvitað gerst. Við erum við getum sagt alveg á brúninni hvað það varðar. En við alla vega trúum því að það sé hægt að vinna úr þessu þannig að það verði öllum til góðs,“ segir Björgólfur.Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, gæddi sér á vöfflum í dag í tilefni af undirrituninni.Vísir/VilhelmVerkalýðsleiðtogar sáttir við niðurstöðunaSigurður Bessason formaður Eflingar og Flóabandalagsins telur markmiðið um að hífa upp lægstu launin hafi náðst. „Við erum alla vega nokkuð vissir um það að við höfum ekki gert svona háar launabreytingar í langan tíma þótt farið væri langt, langt afturábak. Það er vissulega þannig að það var mikil þörf á að hækka lægstu laun og þau eru að hækka um 32% á þessum þremur árum,“ segir Sigurður. „Já ég verð að segja að ég er sátt við þennan samning. En við verðum auðvitað alltaf að meta stöðuna í lokin þegar hann fer í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki. Því það er jú félagsmaðurinn sem á endanum hefur orðið og vonandi verður hann sáttur við þetta,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR.Óttast þú að atvinulífið hleypi þessum hækkunum út í verðlagið?„Við skulum vona að það geri það ekki. Vegna þess að það eru ákvæði í þessum samningum sem segja að ef hlutirnir fara af stað sé hægt að segja þeim upp. Þannig að ég held að það sé þá verkefni allra núna að reyna að láta þá standa,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Og svo var venju samkvæmt slett í vöfflur með rjóma þar sem Elísabet S. Ólafsdóttir og Magnús Jónsson starfsmenn Ríkissáttasemjara sáu um baksturinn. Magnús sagðist ekki frá því að hæfileikar hans í vöfflubakstri hafi verið ástæða þess að ríkissáttasemjari réð hann til aðstoðar við sig á sínum tíma.Starfsmenn ríkissáttasemjara sjá um að baka vöfflurnar. Vísir/Vilhelm Verkfall 2016 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Formaður Samtaka atvinnulífsins segir farið að brúninni með þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru í dag við félög hátt í sjötíu þúsund launamanna. Samningarnir eiga að tryggja þrjátíu og tveggja prósenta hækkun lágmarkslauna sem verkalýðshreyfingin leggur mikla áherslu á að ekki verði hleypt út í verðlagið. Til stóð að undirrita kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við Flóabandalagið, fimmtán stéttarfélög Starfsgrenasambandsins, VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna klukkan tvö í dag en um hádegið höfðu æðstu stofnanir stéttarfélaganna samþykkt samningana fyrir sitt leyti. Það var ys og þys í Karphúsinu í dag og viss spenna í loftinu á síðustu metrunum. Undirskriftin dróst og menn úr öllum fylkingum drógu hver annan til hliðar og inn í herbergi til að annað hvort fínpússa hlutina eða þrefa dálítið um síðustu atriðin áður en þessir kjarasamningar til þriggja ára yrðu staðreynd. Að lokum komu samningarnir svo glóðvolgir úr prentaranum og undirskriftir hófust. Samningarnir fela í sér blöndu krónutölu- og prósentuhækkana, sem fara stiglækkandi hjá þeim sem eru með laun sem eru hærri en taxtalaun næstu þrjú árin.Eru þetta sögulegir samningar?„Já ég trúi því. Þetta er búið að vera erfiður tími, mikil átök. Við náum lausn sem ég trúi að við getum unnið úr þannig að við náum aukningu kaupmáttar og stöðugleikinn ekki settur í hættu,“ segir Björgólfur Jóhannsson formaður Samtaka atvinnulífsins.Það var talað um í þessari lotu að það væri hætta á að allt færi til andskotans ef gengið yrði að kröfunum. Er búið að koma í veg fyrir að allt fari til andskotans?„Það getur auðvitað gerst. Við erum við getum sagt alveg á brúninni hvað það varðar. En við alla vega trúum því að það sé hægt að vinna úr þessu þannig að það verði öllum til góðs,“ segir Björgólfur.Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, gæddi sér á vöfflum í dag í tilefni af undirrituninni.Vísir/VilhelmVerkalýðsleiðtogar sáttir við niðurstöðunaSigurður Bessason formaður Eflingar og Flóabandalagsins telur markmiðið um að hífa upp lægstu launin hafi náðst. „Við erum alla vega nokkuð vissir um það að við höfum ekki gert svona háar launabreytingar í langan tíma þótt farið væri langt, langt afturábak. Það er vissulega þannig að það var mikil þörf á að hækka lægstu laun og þau eru að hækka um 32% á þessum þremur árum,“ segir Sigurður. „Já ég verð að segja að ég er sátt við þennan samning. En við verðum auðvitað alltaf að meta stöðuna í lokin þegar hann fer í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki. Því það er jú félagsmaðurinn sem á endanum hefur orðið og vonandi verður hann sáttur við þetta,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR.Óttast þú að atvinulífið hleypi þessum hækkunum út í verðlagið?„Við skulum vona að það geri það ekki. Vegna þess að það eru ákvæði í þessum samningum sem segja að ef hlutirnir fara af stað sé hægt að segja þeim upp. Þannig að ég held að það sé þá verkefni allra núna að reyna að láta þá standa,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Og svo var venju samkvæmt slett í vöfflur með rjóma þar sem Elísabet S. Ólafsdóttir og Magnús Jónsson starfsmenn Ríkissáttasemjara sáu um baksturinn. Magnús sagðist ekki frá því að hæfileikar hans í vöfflubakstri hafi verið ástæða þess að ríkissáttasemjari réð hann til aðstoðar við sig á sínum tíma.Starfsmenn ríkissáttasemjara sjá um að baka vöfflurnar. Vísir/Vilhelm
Verkfall 2016 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?