Gista áfram á hótelinu en fæðispeningar falla niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2015 15:21 María Ólafsdóttir og félagar hafa skemmt landanum undanfarna daga og vikur í tengslum við Eurovision. Vísir/GVA Fulltrúar Íslands í Eurovision og starfsmenn RÚV munu ekki njóta dagpeninga síðustu tvo dagana í Vín. Um tuttugu manns, 12-13 listamenn og aðstoðarfólk auk starfsmanna RÚV, eru í Vín og ætla að njóta verunnar ytra fram á sunnudag og sumir lengur. Hera Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri söngvakeppninnar, sagði í viðtali á Vísi fyrr í dag, aðspurð um réttindi til dagpeninga úti í Vín eftir að Ísland datt út, að það væri samkomulag milli RÚV og hópsins. „Greiðslur til þeirra eru bara á milli okkar,“ sagði Hera.Sjá einnig:María segir mikið stress hafa verið í gangi Fréttastofa hafði aftur samband við Heru vegna þessa svars og sagði Hera að ekki væri um neitt feimnismál að ræða. „Það er svo sem ekkert feimnismál að fólk fær dagpeninga, eða fæðispeninga, á meðan það er hér,“ segir Hera. Fólki hafi staðið til boða að halda heim í dag. Hefði það verið ósk einhvers hefði verið gengið í það en svo er ekki. Fólk ætli að vera áfram.Hópurinn aldrei jafn fjölmennur og stemning góð Hera upplýsir að tuttugu manna hópurinn fái ekki fæðispeninga á laugardag og sunnudag. Fæðispeningarnir, um 17.500 krónur á dag skv. upplýsingum á vef Fjármálaráðuneytisins, miðist við það að dagurinn í dag hefði verið ferðadagur heim. Fulltrúar Íslands þurfa því að greiða fyrir mat og drykka úr eigin vasa laugardag og sunnudag. Hópurinn fær þó að dvelja áfram á hótelinu á kostnað RÚV. Fólkið er með miða á úrslitakvöldið á morgun og ætli að skemmta sér vel.Sjá einnig:Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Aðspurð hvort búið hafi verið að ganga frá greiðslum við hótelið fram á sunnudag og því sjálfsagt að nýta það segir Hera að líklega hefði eitthvað fengist til baka væri hópurinn á heimleið í dag. Hins vegar sé bara um að ræða tvo daga til viðbótar. Um allt annað dæmi hefði verið að ræða hefði Ísland keppt á þriðjudeginum. Hópurinn heldur svo heim að stærstum hluta á sunnudag að undanskildum nokkrum sem ætla að nota ferðina og dvelja lengur ytra með fjölskyldum sínum. Hera segir stemninguna í hópnum afar góða. Hópur Íslendinga, fyrrnefnd tuttugu auk um 35 maka og fylgihluta, hafi aldrei verið jafnfjölmennur og í kvöld ætli allir að hittast og skemmta sér saman. Eurovision Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Fulltrúar Íslands í Eurovision og starfsmenn RÚV munu ekki njóta dagpeninga síðustu tvo dagana í Vín. Um tuttugu manns, 12-13 listamenn og aðstoðarfólk auk starfsmanna RÚV, eru í Vín og ætla að njóta verunnar ytra fram á sunnudag og sumir lengur. Hera Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri söngvakeppninnar, sagði í viðtali á Vísi fyrr í dag, aðspurð um réttindi til dagpeninga úti í Vín eftir að Ísland datt út, að það væri samkomulag milli RÚV og hópsins. „Greiðslur til þeirra eru bara á milli okkar,“ sagði Hera.Sjá einnig:María segir mikið stress hafa verið í gangi Fréttastofa hafði aftur samband við Heru vegna þessa svars og sagði Hera að ekki væri um neitt feimnismál að ræða. „Það er svo sem ekkert feimnismál að fólk fær dagpeninga, eða fæðispeninga, á meðan það er hér,“ segir Hera. Fólki hafi staðið til boða að halda heim í dag. Hefði það verið ósk einhvers hefði verið gengið í það en svo er ekki. Fólk ætli að vera áfram.Hópurinn aldrei jafn fjölmennur og stemning góð Hera upplýsir að tuttugu manna hópurinn fái ekki fæðispeninga á laugardag og sunnudag. Fæðispeningarnir, um 17.500 krónur á dag skv. upplýsingum á vef Fjármálaráðuneytisins, miðist við það að dagurinn í dag hefði verið ferðadagur heim. Fulltrúar Íslands þurfa því að greiða fyrir mat og drykka úr eigin vasa laugardag og sunnudag. Hópurinn fær þó að dvelja áfram á hótelinu á kostnað RÚV. Fólkið er með miða á úrslitakvöldið á morgun og ætli að skemmta sér vel.Sjá einnig:Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Aðspurð hvort búið hafi verið að ganga frá greiðslum við hótelið fram á sunnudag og því sjálfsagt að nýta það segir Hera að líklega hefði eitthvað fengist til baka væri hópurinn á heimleið í dag. Hins vegar sé bara um að ræða tvo daga til viðbótar. Um allt annað dæmi hefði verið að ræða hefði Ísland keppt á þriðjudeginum. Hópurinn heldur svo heim að stærstum hluta á sunnudag að undanskildum nokkrum sem ætla að nota ferðina og dvelja lengur ytra með fjölskyldum sínum. Hera segir stemninguna í hópnum afar góða. Hópur Íslendinga, fyrrnefnd tuttugu auk um 35 maka og fylgihluta, hafi aldrei verið jafnfjölmennur og í kvöld ætli allir að hittast og skemmta sér saman.
Eurovision Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira