Harkaleg átök og ásakanir á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 21. maí 2015 13:59 Forsætisráðherra gagnrýndi málþóf stjórnarandstöðunnar harðlega á Alþingi í morgun sem og ummæli einstakra þingmanna um aðra þingmenn á opinberum vettvangi. Stjórnarandstaðan sakar hins vegar stjórnarliða um vankunnáttu á málefnum rammaáætlunar og heldur áfram að ræða fundarstjórn forseta á Alþingi. Umræður um breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um virkjanakosti stóð til að verða klukkan tvö síðast liðna nótt og verður framhaldið fimmta daginn í röð í dag. Stjórnarandstaðan hefur teygt á umræðunni með löngum athugasemdum um fundarstjórn forseta og þannig hófst einnig þingfundur klukkan tíu í morgun. „Ég er ekki hrifin af aðgerðum eins og þessum. En þetta er eina leiðin sem við höfum og við verðum hérna áfram,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og lýsti vel stemmingunni í þingsalnum En ummæli utan ræðustóls Alþingis hafa einnig mikil áhrif á umræðuna, eins og þau ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í fjölmiðlum að virkjanamálin tengdust stöðunni á vinnumarkaðnum. Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi iðnaðarráðherra sagði forystumenn Samtaka atvinnulífsins og ASÍ ekki kannast við þetta. „Það hefði ekki einu sinni komið upp. Þannig að forsætisráðherra hæstvirtur sagði okkur ósatt hér í þingsal um ástæðuna fyrir því að þetta væri forgangsmál ríkisstjórnarinnar,“ sagði Katrín. Svandís Svavarsdóttir þingflokkasformaður Vinstri grænna sagði mikið óráð að halda umræðum um rammaáætlun áfram á þinginu og bað forseta að íhuga að taka málið af dagskrá. „Það hefur nú komið í ljós við umræðuna og umræður um fundarstjórn forseta undanfarna daga mjög víðtæk vanþekking stjórnarliða á bæði innihaldi, efnisþáttum og formi máls,“ sagði Svandís. Forsætisráðherra sakar þingmenn um ókurteisi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði stjórnarandstöðuna hafa slegið ýmis met í umræðunni. „Stjórnarandstaðan hefur í þessari umræðu, bara þessari umræðu, á rúmri viku haldið 783 ræður um fundarstjórn forseta. Annað eins hefur aldrei sést áður (fammíköll og kliður). Virðulegur forseti annað eins hefur aldrei sést áður,“ sagði Sigmundur Davíð. Og forsætisráðherra lýsti óánægju sinni með opinberar umræður þingmanna um veikindi eða meinta drykkju Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns Framsóknarflokksins, án þess þó að nefna hann á nafn, í alþjóðlegu flugi nýlega. En þingmaðurinn fór í veikindafrí frá þingstörfum í dag. „Hér eru menn auk þess farnir að brjóta ýmsar og flestar umgengnisvenjur sem tíðkast hafa hér á þinginu. Svo ekki sé minnst á almenna kurteisi virðurlegur forseti (fammíköll og kliður). Virðulegur forseti getur virðulegur forseti haft stjórn á fundinum? (Forseti reynir sitt besta í þeim efnum, svaraði Einar K. Guðfinnsson). Það má öllum vera ljóst í hvers konar óefni er komið þegar þingmaður er farinn að tjá sig við fjölmiðla um hversu oft eða hvort annar þingmaðurhafi farið á salernið á ferðalagi,“ sagði forsætisráðherra. Og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra reyndi einnig að blanda sér í umræðuna um fundarstjórn forseta. „Auðvitað stendur málið eins og það var afgreitt hér á síðasta kjörtímabili. Nú ætlar minnihlutinn (fammíköll og forseti biður um þögn í þingsalnum). Já, já, haldið bara áfram að tala. Ég skal ekki trufla frekari ræðuhöld hér um fundarstjórn forseta. Gjörið svo vel, ræðustóllinn er ykkar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Forsætisráðherra gagnrýndi málþóf stjórnarandstöðunnar harðlega á Alþingi í morgun sem og ummæli einstakra þingmanna um aðra þingmenn á opinberum vettvangi. Stjórnarandstaðan sakar hins vegar stjórnarliða um vankunnáttu á málefnum rammaáætlunar og heldur áfram að ræða fundarstjórn forseta á Alþingi. Umræður um breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um virkjanakosti stóð til að verða klukkan tvö síðast liðna nótt og verður framhaldið fimmta daginn í röð í dag. Stjórnarandstaðan hefur teygt á umræðunni með löngum athugasemdum um fundarstjórn forseta og þannig hófst einnig þingfundur klukkan tíu í morgun. „Ég er ekki hrifin af aðgerðum eins og þessum. En þetta er eina leiðin sem við höfum og við verðum hérna áfram,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og lýsti vel stemmingunni í þingsalnum En ummæli utan ræðustóls Alþingis hafa einnig mikil áhrif á umræðuna, eins og þau ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í fjölmiðlum að virkjanamálin tengdust stöðunni á vinnumarkaðnum. Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi iðnaðarráðherra sagði forystumenn Samtaka atvinnulífsins og ASÍ ekki kannast við þetta. „Það hefði ekki einu sinni komið upp. Þannig að forsætisráðherra hæstvirtur sagði okkur ósatt hér í þingsal um ástæðuna fyrir því að þetta væri forgangsmál ríkisstjórnarinnar,“ sagði Katrín. Svandís Svavarsdóttir þingflokkasformaður Vinstri grænna sagði mikið óráð að halda umræðum um rammaáætlun áfram á þinginu og bað forseta að íhuga að taka málið af dagskrá. „Það hefur nú komið í ljós við umræðuna og umræður um fundarstjórn forseta undanfarna daga mjög víðtæk vanþekking stjórnarliða á bæði innihaldi, efnisþáttum og formi máls,“ sagði Svandís. Forsætisráðherra sakar þingmenn um ókurteisi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði stjórnarandstöðuna hafa slegið ýmis met í umræðunni. „Stjórnarandstaðan hefur í þessari umræðu, bara þessari umræðu, á rúmri viku haldið 783 ræður um fundarstjórn forseta. Annað eins hefur aldrei sést áður (fammíköll og kliður). Virðulegur forseti annað eins hefur aldrei sést áður,“ sagði Sigmundur Davíð. Og forsætisráðherra lýsti óánægju sinni með opinberar umræður þingmanna um veikindi eða meinta drykkju Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns Framsóknarflokksins, án þess þó að nefna hann á nafn, í alþjóðlegu flugi nýlega. En þingmaðurinn fór í veikindafrí frá þingstörfum í dag. „Hér eru menn auk þess farnir að brjóta ýmsar og flestar umgengnisvenjur sem tíðkast hafa hér á þinginu. Svo ekki sé minnst á almenna kurteisi virðurlegur forseti (fammíköll og kliður). Virðulegur forseti getur virðulegur forseti haft stjórn á fundinum? (Forseti reynir sitt besta í þeim efnum, svaraði Einar K. Guðfinnsson). Það má öllum vera ljóst í hvers konar óefni er komið þegar þingmaður er farinn að tjá sig við fjölmiðla um hversu oft eða hvort annar þingmaðurhafi farið á salernið á ferðalagi,“ sagði forsætisráðherra. Og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra reyndi einnig að blanda sér í umræðuna um fundarstjórn forseta. „Auðvitað stendur málið eins og það var afgreitt hér á síðasta kjörtímabili. Nú ætlar minnihlutinn (fammíköll og forseti biður um þögn í þingsalnum). Já, já, haldið bara áfram að tala. Ég skal ekki trufla frekari ræðuhöld hér um fundarstjórn forseta. Gjörið svo vel, ræðustóllinn er ykkar,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira