Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Agnar Már Másson skrifar 4. ágúst 2025 18:18 Sigurður Björnsson óperusöngvari var þekktur á Íslandi en einnig í Þýskalandi og Austurríki. Hann varð 93 ára. Sigurður Björnsson, tenór og einn þekktasti óperusöngvari landsins, er látinn níutíu og þriggja ára að aldri. Bergþór Pálsson barítónsöngvari greinir frá andlátinu í færslu á Facebook. Sigurður lætur eftir sig tvö börn og þrjú barnabörn. Sigurður fæddist 19. mars 1932 og ólst upp í Hafnarfirði en bjó og starfaði lengi erlendis en sín síðustu ár bjó hann á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann hóf tónlistarnám ungur og vakti fyrst athygli 1953, þá 21 árs, þegar hann söng einsöng með karlakórnum Fóstbræðum. Sigurður lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík fyrstur söngnema árið 1956 og fluttist þá til München í Þýskalandi þar sem hann lagði stund á söngnám. Í fríum söng hann þó á Íslandi og jafnvel á tónleikaferðalögum Fóstbræðra á Norðurlöndum. Aðeins ein hljómplata kom út í nafni Sigurðar og var það fjögurra laga jólaplata sem Íslenzkir tónar gáfu út árið 1960 og bar titilinn Jólasálmar. Þegar hann lauk námi í Þýskalandi 1962 ætlaði Sigurður að halda heim til Íslands en þá bauðst honum að ganga til liðs við ríkisóperuna í Stuttgart, sem hann þáði. Hann söng með Suttgartóperunni í hálfan áratug. Í Þýskalandi kynntist hann eiginkonu sinni, óperusöngkonunni Sieglinde Elisabeth Kahmann Björnsson (1931 - 2023), en árið 1968 fluttist hann til Kassel. Síðan fluttust hjónin til Graz í Austurríki árið 1972 þar sem þau bjuggu í þrjú ár, en þar gekk Sigurður til liðs við óperuna þar um stund. Hjónin voru svo bæði ráðin til óperunnar í München og bjuggu þar uns þau fluttust til Íslands. Öll þau rúmlega tuttugu og fimm ár sem Sigurður bjó erlendis heimsótti hann reglulega Ísland og söng meðal annars með kórum og fór með hlutverk í óperum í Þjóðleikhúsinu, þar á meðal Leðurblökunni eftir Johann Strauss. Þau hjónin fluttust til Íslands árið 1977 og þá tók Sigurður strax við stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sieglinde hóf kennslu við Söngskólann, og síðar Tónlistarskólann í Reykjavík, en kenndi einnig við tónlistarskólana í Garðabæ og Reykjanesbæ. Sigurður gerðist síðar deildarstjóri á Skólaskrifstofu Reykjavíkurborgar árið 1990. Það sama ár héldu þau hjónin í tónleikaferðir til Japans, Hong Kong og Taívans. Sigurður gerðist síðan leiðsögumaður fyrir þýska ferðamenn á Íslandi árið 1992. Hjónin hættu bæði að syngja opinberlega 1997 eftir síðustu sýningu á Kátu ekkjunni á Íslandi. Sigurður sat síðar í stjórn Listahátíðar í Reykjavík og var formaður hennar um tíma. Sigurður var árið 1991 sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar fyrir störf sín að tónlistarmálum. Sigurður hefur einnig verið sæmdur Hinum austurríska heiðurskrossi fyrir vísindi og hinum þýska Verðlaunakrossi (Verdienskreuz). „Siggi og Sieglinde voru heimsborgarar, smekkvís og fáguð í framgöngu og lífskúnstinni, í hugann koma kerti, túlípanar, koníaksdreitill, Käsekuchen, allt svo smart í kringum þau,“ skrifar Bergþór Pálsson, sem er sá, er fyrr segir, sem greinir frá andlátinu. „Þau höfðu mikil áhrif á mig og mikilsvert var að hafa þessa reynslubolta sér til halds og trausts allt frá fyrstu skrefunum á sviðinu. Nú er komið að leiðarlokum og ég votta fjölskyldunni innilega samúð.“ Hjónin skilja eftir sig tvö börn, Daníel, sem er arkitekt og býr í Berlín, og Guðfinnu, sem er leiðbeinandi og býr í Svíþjóð. Barnabörn þeirra eru þrjú. Þó aðeins eina útgefna plötu sé að finna undir nafni Sigurðar má heyra söngrödd tenórsins á fjölda söngplatna, meðal annars á plötum Einsöngvarakvartettsins og Karlakórs Reykjavíkur. Hér að neðan má heyra hann syngja lagið Ég bið að heilsa ásamt Kristni Hallssyni (1926-2007) og Ólafi Vigni Albertssyni (1936-). Glatkistan: Sigurður Björnsson Andlát Tónlist Íslenska óperan Listahátíð í Reykjavík Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Sjá meira
Bergþór Pálsson barítónsöngvari greinir frá andlátinu í færslu á Facebook. Sigurður lætur eftir sig tvö börn og þrjú barnabörn. Sigurður fæddist 19. mars 1932 og ólst upp í Hafnarfirði en bjó og starfaði lengi erlendis en sín síðustu ár bjó hann á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann hóf tónlistarnám ungur og vakti fyrst athygli 1953, þá 21 árs, þegar hann söng einsöng með karlakórnum Fóstbræðum. Sigurður lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík fyrstur söngnema árið 1956 og fluttist þá til München í Þýskalandi þar sem hann lagði stund á söngnám. Í fríum söng hann þó á Íslandi og jafnvel á tónleikaferðalögum Fóstbræðra á Norðurlöndum. Aðeins ein hljómplata kom út í nafni Sigurðar og var það fjögurra laga jólaplata sem Íslenzkir tónar gáfu út árið 1960 og bar titilinn Jólasálmar. Þegar hann lauk námi í Þýskalandi 1962 ætlaði Sigurður að halda heim til Íslands en þá bauðst honum að ganga til liðs við ríkisóperuna í Stuttgart, sem hann þáði. Hann söng með Suttgartóperunni í hálfan áratug. Í Þýskalandi kynntist hann eiginkonu sinni, óperusöngkonunni Sieglinde Elisabeth Kahmann Björnsson (1931 - 2023), en árið 1968 fluttist hann til Kassel. Síðan fluttust hjónin til Graz í Austurríki árið 1972 þar sem þau bjuggu í þrjú ár, en þar gekk Sigurður til liðs við óperuna þar um stund. Hjónin voru svo bæði ráðin til óperunnar í München og bjuggu þar uns þau fluttust til Íslands. Öll þau rúmlega tuttugu og fimm ár sem Sigurður bjó erlendis heimsótti hann reglulega Ísland og söng meðal annars með kórum og fór með hlutverk í óperum í Þjóðleikhúsinu, þar á meðal Leðurblökunni eftir Johann Strauss. Þau hjónin fluttust til Íslands árið 1977 og þá tók Sigurður strax við stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sieglinde hóf kennslu við Söngskólann, og síðar Tónlistarskólann í Reykjavík, en kenndi einnig við tónlistarskólana í Garðabæ og Reykjanesbæ. Sigurður gerðist síðar deildarstjóri á Skólaskrifstofu Reykjavíkurborgar árið 1990. Það sama ár héldu þau hjónin í tónleikaferðir til Japans, Hong Kong og Taívans. Sigurður gerðist síðan leiðsögumaður fyrir þýska ferðamenn á Íslandi árið 1992. Hjónin hættu bæði að syngja opinberlega 1997 eftir síðustu sýningu á Kátu ekkjunni á Íslandi. Sigurður sat síðar í stjórn Listahátíðar í Reykjavík og var formaður hennar um tíma. Sigurður var árið 1991 sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar fyrir störf sín að tónlistarmálum. Sigurður hefur einnig verið sæmdur Hinum austurríska heiðurskrossi fyrir vísindi og hinum þýska Verðlaunakrossi (Verdienskreuz). „Siggi og Sieglinde voru heimsborgarar, smekkvís og fáguð í framgöngu og lífskúnstinni, í hugann koma kerti, túlípanar, koníaksdreitill, Käsekuchen, allt svo smart í kringum þau,“ skrifar Bergþór Pálsson, sem er sá, er fyrr segir, sem greinir frá andlátinu. „Þau höfðu mikil áhrif á mig og mikilsvert var að hafa þessa reynslubolta sér til halds og trausts allt frá fyrstu skrefunum á sviðinu. Nú er komið að leiðarlokum og ég votta fjölskyldunni innilega samúð.“ Hjónin skilja eftir sig tvö börn, Daníel, sem er arkitekt og býr í Berlín, og Guðfinnu, sem er leiðbeinandi og býr í Svíþjóð. Barnabörn þeirra eru þrjú. Þó aðeins eina útgefna plötu sé að finna undir nafni Sigurðar má heyra söngrödd tenórsins á fjölda söngplatna, meðal annars á plötum Einsöngvarakvartettsins og Karlakórs Reykjavíkur. Hér að neðan má heyra hann syngja lagið Ég bið að heilsa ásamt Kristni Hallssyni (1926-2007) og Ólafi Vigni Albertssyni (1936-). Glatkistan: Sigurður Björnsson
Andlát Tónlist Íslenska óperan Listahátíð í Reykjavík Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Sjá meira