Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. ágúst 2025 20:03 Keppnin fór fram í stórum drullupolli á Flúðum og var einstaklega skemmtileg og spennandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir voru ekkert að slaka á eða gefast upp ökumenn átta dráttarvéla, sem tóku þátt í traktorstorfæru á Flúðum um helgina í risa drullupolli. Margir þeirra fóru á bólakaf við aksturinn á meðan það drapst á vélunum hjá öðrum. Torfæran fór fram í gær þar sem ökumenn dráttarvélanna óku ákveðna braut á tíma í drullupollinum. Sumum gekk mjög vel á meðan aðrir lentu í vandræðum þegar það drapst á vélunum eða þegar þær spóluðu bara út í eitt. Traktorstorfæran er alltaf með vinsælustu viðburðum um verslunarmannahelgina á Flúðum. Traktorstorfæran tókst einstaklega vel enda var hún mjög spennandi og vel skipuögð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ótrúlegur viðburður þar sem vitleysingar úr sveitinni og reyndar af öllu landinu koma hérna saman á gömlum dráttarvélum og keppa í drullupolli og þetta hefur alveg gríðarlegt aðdráttarafl,” segir Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi „Flúðir um versló”. Tobias Már Ölvisson var einn af keppendunum en hann býr á bænum Grafarbakka í Hrunamannahreppi. Hvað er skemmtilegast við þetta? „Það er bara gamanið, það er einhvern vegin bara vesenið í kringum þetta og þetta reddast,” segir Tobias. Tobias Már Ölvisson keppandi frá Grafarbakka við Flúðir, sem stóð sig vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvor gerðin af dráttarvélum er betri, Massey Ferguson eða Zetor? „Það er Zetor alla leið,” segir hann hlæjandi. Og það var fallegt að sjá eina dráttarvélina merkta „Fyrir Víglund“, sem keppti til minningar og heiðurs um Víglund Þorsteinsson, 10 ára strák úr sveitinni, sem lést af slysförum í vor. Þetta er fallega gert hjá ykkur. „Takk fyrir það. Það var reynt að leggja mikið upp úr útliti vélarinnar enda hafði Víglundur mikinn áhuga á dráttarvélum og þessi vél er í „Jondy“ litunum en það var hann uppáhalds traktor,“ segir Benedikt Óskar Ásgeirsson frá Miðfelli við Flúðir, sem ók vélinni. Feðgarnir Siggeir Sölvi og Benedikt Óskar Ásgeirsson frá Miðfelli við Flúðir, sem voru allt í öllu á traktorstorfærunni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dráttarvélarnar til heiðurs og minningar um Víglund Þorsteinsson, 10 ára strák úr sveitinni, sem lést af slysförum í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Verslunarmannahelgin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Torfæran fór fram í gær þar sem ökumenn dráttarvélanna óku ákveðna braut á tíma í drullupollinum. Sumum gekk mjög vel á meðan aðrir lentu í vandræðum þegar það drapst á vélunum eða þegar þær spóluðu bara út í eitt. Traktorstorfæran er alltaf með vinsælustu viðburðum um verslunarmannahelgina á Flúðum. Traktorstorfæran tókst einstaklega vel enda var hún mjög spennandi og vel skipuögð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ótrúlegur viðburður þar sem vitleysingar úr sveitinni og reyndar af öllu landinu koma hérna saman á gömlum dráttarvélum og keppa í drullupolli og þetta hefur alveg gríðarlegt aðdráttarafl,” segir Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi „Flúðir um versló”. Tobias Már Ölvisson var einn af keppendunum en hann býr á bænum Grafarbakka í Hrunamannahreppi. Hvað er skemmtilegast við þetta? „Það er bara gamanið, það er einhvern vegin bara vesenið í kringum þetta og þetta reddast,” segir Tobias. Tobias Már Ölvisson keppandi frá Grafarbakka við Flúðir, sem stóð sig vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvor gerðin af dráttarvélum er betri, Massey Ferguson eða Zetor? „Það er Zetor alla leið,” segir hann hlæjandi. Og það var fallegt að sjá eina dráttarvélina merkta „Fyrir Víglund“, sem keppti til minningar og heiðurs um Víglund Þorsteinsson, 10 ára strák úr sveitinni, sem lést af slysförum í vor. Þetta er fallega gert hjá ykkur. „Takk fyrir það. Það var reynt að leggja mikið upp úr útliti vélarinnar enda hafði Víglundur mikinn áhuga á dráttarvélum og þessi vél er í „Jondy“ litunum en það var hann uppáhalds traktor,“ segir Benedikt Óskar Ásgeirsson frá Miðfelli við Flúðir, sem ók vélinni. Feðgarnir Siggeir Sölvi og Benedikt Óskar Ásgeirsson frá Miðfelli við Flúðir, sem voru allt í öllu á traktorstorfærunni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dráttarvélarnar til heiðurs og minningar um Víglund Þorsteinsson, 10 ára strák úr sveitinni, sem lést af slysförum í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Verslunarmannahelgin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira