Golden State NBA-meistari en Curry var ekki valinn bestur | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 10:50 Leikmenn Golden State Warriors um leið og lokaflautið gall. Vísir/Getty Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Golden State Warriors vann þá 105-97 sigur á heimavelli Cleveland Cavaliers en Golden State liðið vann þrjá síðustu leiki sína eftir að hafa skipt um leikstíl og spilað með lávaxnara en jafnframt hreyfanlegra lið. Stephen Curry var með 25 stig og 8 stoðsendingar í leiknum en var þó ekki valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Þau verðlaun fékk Andre Iguodala sem kom einmitt inn í byrjunarlið Warriors-liðsins þegar liðið var 2-1 undir í úrslitaeinvíginu. Andre Iguodala skoraði 25 stig í leiknum í nótt eins og Curry en liðsfélagi þeirra, Draymond Green, var með þrennu, skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Andre Iguodala spilaði frábæra vörn í einvíginu og var án vafa X-faktorinn í einvíginu enda leikmaður sem tókst á flug í sókninni þegar Steve Kerr setti hann inn í byrjunarliðið. Iguodala var með 20,3 stig að meðaltali í síðustu þremur leikjunum. LeBron James bætti við magnaða tölfræði sína í úrslitaeinvíginu með því að skora 32 stig, taka 18 fráköst og gefa 9 stoðsendingar en það var ekki nóg. Hann og félagar hans í liðinu virkuðu bensínslausir stóran hluta leiksins en tókst þó að kalla fram smá spennu í lokin með smá spretti þegar þetta var nánast orðið vonlaust. Matthew Dellavedova skoraði bara eitt stig í leiknum og J.R. Smith setti ekki skotin sín niður fyrr en það var orðið of seint. LeBron og félagar voru bara hjálparlitlir á móti breidd og samvinnu Golden State liðsins í lokaleikjunum. „Þetta er sérstakur hópur. Við settum tóninn strax í byrjun með því að leggja mikið á okkur og vinna þetta saman. Við munum minnast þessa kvölds lengi," sagði Stephen Curry eftir leikinn. Steve Kerr gerði Golden State Warriors því að NBA-meisturum á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í deildinni. Hann þakkað mönnum eins og þeim Andre Iguodala og David (Lee) sérstaklega fyrir í leikslok en þeir sættu sig báðir við að fara úr byrjunarliðinu og koma inn af bekknum. Golden State Warriors vann alls 83 leiki á tímabilinu og það eru aðeins Chicago Bulls liðin frá 1995-96 og 1996-97 sem hafa unnið fleiri á einu tímabili. Steve Kerr var einmitt leikmaður með báðum þeim liðum. Bið Cleveland borgar eftir titli lengist því enn en atvinnumannaliðin þrjú í borginni, Cavs, Browns (amerískur) Indians (hafnarbolti) hafa nú spilað samtals 144 tímabil í röð án þess að vinna titil. NBA Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Golden State Warriors vann þá 105-97 sigur á heimavelli Cleveland Cavaliers en Golden State liðið vann þrjá síðustu leiki sína eftir að hafa skipt um leikstíl og spilað með lávaxnara en jafnframt hreyfanlegra lið. Stephen Curry var með 25 stig og 8 stoðsendingar í leiknum en var þó ekki valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Þau verðlaun fékk Andre Iguodala sem kom einmitt inn í byrjunarlið Warriors-liðsins þegar liðið var 2-1 undir í úrslitaeinvíginu. Andre Iguodala skoraði 25 stig í leiknum í nótt eins og Curry en liðsfélagi þeirra, Draymond Green, var með þrennu, skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Andre Iguodala spilaði frábæra vörn í einvíginu og var án vafa X-faktorinn í einvíginu enda leikmaður sem tókst á flug í sókninni þegar Steve Kerr setti hann inn í byrjunarliðið. Iguodala var með 20,3 stig að meðaltali í síðustu þremur leikjunum. LeBron James bætti við magnaða tölfræði sína í úrslitaeinvíginu með því að skora 32 stig, taka 18 fráköst og gefa 9 stoðsendingar en það var ekki nóg. Hann og félagar hans í liðinu virkuðu bensínslausir stóran hluta leiksins en tókst þó að kalla fram smá spennu í lokin með smá spretti þegar þetta var nánast orðið vonlaust. Matthew Dellavedova skoraði bara eitt stig í leiknum og J.R. Smith setti ekki skotin sín niður fyrr en það var orðið of seint. LeBron og félagar voru bara hjálparlitlir á móti breidd og samvinnu Golden State liðsins í lokaleikjunum. „Þetta er sérstakur hópur. Við settum tóninn strax í byrjun með því að leggja mikið á okkur og vinna þetta saman. Við munum minnast þessa kvölds lengi," sagði Stephen Curry eftir leikinn. Steve Kerr gerði Golden State Warriors því að NBA-meisturum á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í deildinni. Hann þakkað mönnum eins og þeim Andre Iguodala og David (Lee) sérstaklega fyrir í leikslok en þeir sættu sig báðir við að fara úr byrjunarliðinu og koma inn af bekknum. Golden State Warriors vann alls 83 leiki á tímabilinu og það eru aðeins Chicago Bulls liðin frá 1995-96 og 1996-97 sem hafa unnið fleiri á einu tímabili. Steve Kerr var einmitt leikmaður með báðum þeim liðum. Bið Cleveland borgar eftir titli lengist því enn en atvinnumannaliðin þrjú í borginni, Cavs, Browns (amerískur) Indians (hafnarbolti) hafa nú spilað samtals 144 tímabil í röð án þess að vinna titil.
NBA Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira