Sverrir Bergmann syngur titillag kvikmyndarinnar Albatross Stefán Árni Pálsson skrifar 15. júní 2015 16:00 Albatross er nýtt lag frá Sverri Bergmann og er það titillag kvikmyndarinnar Albatross sem frumsýnd verður 19. júní. Lagið er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni og er tekið upp í hljóðveri Fjallabræðra en forsprakki þeirra, Halldór, sá einnig um að semja tónlist fyrir myndina. Samstarf Halldórs Gunnars og Sverris undanfarin ár hefur verið gjöfult og sungu þeir sig inn í hjörtu margra með þjóðhátíðarlaginu Þar sem hjartað slær. Myndin Albatross fjallar um ungan mann að nafni Tómas sem verður ástfanginn og ákveður að leggja framtíðarplönin á hilluna til að elta kærustu sína vestur á firði þar sem hann ræður sig í sumarvinnu hjá Golfklúbbi Bolungarvíkur. Ekki beint það sem hann hafði hugsað sér eftir háskólanám en ástin spyr hvorki um stað né stund. Þar kynnist hann ansi skrautlegum samstarfsmönnum og virkilega metnaðarfullum yfirmanni sem þráir ekkert heitara en að fá stórmót á golfvöllinn í Bolungarvík og líst Tómasi ekki beint á blikuna. Allt gerir hann þetta þó fyrir hina einu sönnu en svo dynja áföllin yfir. Þannig er söguþráður gamanmyndarinnar Albatros sem tekin var upp af upprennandi kvikmyndagerðarfólki sem lagði af stað í afar metnaðarfullt verkefni sem er á lokametrunum. Hlutverk Tómasar er í höndum Ævars Arnar Jóhannssonar en með önnur helstu hlutverk myndarinnar fara Finnbogi Dagur Sigurðsson, Gunnar Kristinsson, og Birna Hjaltalín Pálmadóttir. Faðir hennar, Pálmi Gestsson, fer með hlutverk hins ofur metnaðarfulla yfirmanns Tómasar, Kjartans hins alíslenska smákóngs, sem hatar ekkert meira en Ísfirðinga og þá sérstaklega formann Golklúbbs Ísafjarðar, Þránd, sem leikinn er af Guðmundi Magnúsi Kristjánssyni. Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Albatross er nýtt lag frá Sverri Bergmann og er það titillag kvikmyndarinnar Albatross sem frumsýnd verður 19. júní. Lagið er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni og er tekið upp í hljóðveri Fjallabræðra en forsprakki þeirra, Halldór, sá einnig um að semja tónlist fyrir myndina. Samstarf Halldórs Gunnars og Sverris undanfarin ár hefur verið gjöfult og sungu þeir sig inn í hjörtu margra með þjóðhátíðarlaginu Þar sem hjartað slær. Myndin Albatross fjallar um ungan mann að nafni Tómas sem verður ástfanginn og ákveður að leggja framtíðarplönin á hilluna til að elta kærustu sína vestur á firði þar sem hann ræður sig í sumarvinnu hjá Golfklúbbi Bolungarvíkur. Ekki beint það sem hann hafði hugsað sér eftir háskólanám en ástin spyr hvorki um stað né stund. Þar kynnist hann ansi skrautlegum samstarfsmönnum og virkilega metnaðarfullum yfirmanni sem þráir ekkert heitara en að fá stórmót á golfvöllinn í Bolungarvík og líst Tómasi ekki beint á blikuna. Allt gerir hann þetta þó fyrir hina einu sönnu en svo dynja áföllin yfir. Þannig er söguþráður gamanmyndarinnar Albatros sem tekin var upp af upprennandi kvikmyndagerðarfólki sem lagði af stað í afar metnaðarfullt verkefni sem er á lokametrunum. Hlutverk Tómasar er í höndum Ævars Arnar Jóhannssonar en með önnur helstu hlutverk myndarinnar fara Finnbogi Dagur Sigurðsson, Gunnar Kristinsson, og Birna Hjaltalín Pálmadóttir. Faðir hennar, Pálmi Gestsson, fer með hlutverk hins ofur metnaðarfulla yfirmanns Tómasar, Kjartans hins alíslenska smákóngs, sem hatar ekkert meira en Ísfirðinga og þá sérstaklega formann Golklúbbs Ísafjarðar, Þránd, sem leikinn er af Guðmundi Magnúsi Kristjánssyni.
Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira