Tveir færustu plötusnúðar landsins berjast um titilinn DJ Íslands 5. júlí 2015 16:00 Maggi Legó og DJ Kári ætla að takast á af krafti í kvöld. Plötusnúðarnir DJ Kári og Maggi Legó eru íslenskum tónlistarunnendum góðu kunnir enda hafa þeir verið meðal fremstu plötusnúða landsins í áraraðir. Í kvöld ætla þessir þekktu plötusnúðar að mætast í einstöku einvígi þar sem þeir takast á um titilinn „DJ Íslands“. Einvígið fer fram á skemmtistaðnum Paloma og fer þannig fram að hvor keppandi fær ákveðinn tíma til að heilla áhorfendur með lagavali og samsetningu. Verður síðan dæmt eftir stemmningu og fagnaðarlátum viðstaddra.Plakat viðburðarins.„Í vinstra horninu er einn færasti og reyndasti snúður landsins, ósigraður í 31 ár, stofnandi T WORLD og GUS GUS, stundum kallaður Herb Legowitz eða jafnvel Buckmaster De La Cruz, en þeir sem þekkja kappan bezt kalla hann Magga Lego. Í hægra horninu er áskorandinn, Formaðurinn sjálfur, Dj Kári. Hann hefur verið að ógna stöðu Legowitz stöðugt um árabil og því má búast við hörðum átökum og taumlausri spilagleði þetta sunnudagskvöld,“ segir í tilkynningu frá Sunnudagsklúbbnum, sem stendur fyrir klúbbakvöldum með færustu plötusnúðum landsins alla sunnudaga í sumar. Aðstandendur búast við góðri aðsókn og frábærri stemmningu. Þessir tveir skífuknapar hafa barist um hylli dansþyrstra Íslendinga um áratuga skeið og því er þessi einstaki viðburður eitthvað sem þeir vilja ekki láta fram hjá sér fara. Húsið opnar klukkan 21. Skemmtistaðurinn Paloma er til húsa í Naustinni 1-3. Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Plötusnúðarnir DJ Kári og Maggi Legó eru íslenskum tónlistarunnendum góðu kunnir enda hafa þeir verið meðal fremstu plötusnúða landsins í áraraðir. Í kvöld ætla þessir þekktu plötusnúðar að mætast í einstöku einvígi þar sem þeir takast á um titilinn „DJ Íslands“. Einvígið fer fram á skemmtistaðnum Paloma og fer þannig fram að hvor keppandi fær ákveðinn tíma til að heilla áhorfendur með lagavali og samsetningu. Verður síðan dæmt eftir stemmningu og fagnaðarlátum viðstaddra.Plakat viðburðarins.„Í vinstra horninu er einn færasti og reyndasti snúður landsins, ósigraður í 31 ár, stofnandi T WORLD og GUS GUS, stundum kallaður Herb Legowitz eða jafnvel Buckmaster De La Cruz, en þeir sem þekkja kappan bezt kalla hann Magga Lego. Í hægra horninu er áskorandinn, Formaðurinn sjálfur, Dj Kári. Hann hefur verið að ógna stöðu Legowitz stöðugt um árabil og því má búast við hörðum átökum og taumlausri spilagleði þetta sunnudagskvöld,“ segir í tilkynningu frá Sunnudagsklúbbnum, sem stendur fyrir klúbbakvöldum með færustu plötusnúðum landsins alla sunnudaga í sumar. Aðstandendur búast við góðri aðsókn og frábærri stemmningu. Þessir tveir skífuknapar hafa barist um hylli dansþyrstra Íslendinga um áratuga skeið og því er þessi einstaki viðburður eitthvað sem þeir vilja ekki láta fram hjá sér fara. Húsið opnar klukkan 21. Skemmtistaðurinn Paloma er til húsa í Naustinni 1-3.
Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira