Hálendisvaktin aðstoðar þúsundir ferðamanna á ári hverju Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júlí 2015 22:12 Hálendisvaktin sinnti um 2000 verkefnum í fyrrasumar. vísir/vilhelm Hálendisvakt Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hefst á morgun og verður starfandi út ágúst. Þetta er tíunda sumarið í röð sem vaktin starfar. Um 200 sjálfboðaliðar koma að verkefninu hver hópur tekur viku í senn á hálendinu. „Megintilgangur verkefnisins er að vera með skjótara viðbragð ef það koma upp slys á hálendinu. Þegar við byrjuðum með hálendisvaktina sáum við að verkefnum á hálendinu var að fjölga og það var erfitt og dýrt að kalla sjálfboðaliðana út. Verkefnið hefur þó gjörbreyst frá því sem var þegar við byrjuðum þó að tilgangurinn sé auðvitað sá sami, þar sem ferðamönnum hefur fjölgað mikið,“ segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna hjá Landsbjörgu. Hann bendir á að í fyrrasumar hafi hálendisvaktin sinnt um 2000 verkefnum en þar af voru um 500 sem Landsbjörg flokkar sem alvarleg útköll. Af þessum 500 útköllum voru tæplega 100 slys en til samanburðar sinnti hálendisvaktin 50 slysum árið áður. Jónas segir að á þeim tíma frá því að hálendisvaktin hafi tekið til starfa hafi nokkrum mannslífum verið bjargað. „Ég held að það alveg hægt að fullyrða að það hefði farið mun verr í einhverjum tilfellum ef við hefðum ekki verið svona nálægt því það munar svo miklu að vera með skjótan viðbragðstíma.“ Aðspurður segir Jónas að Landsbjörg hafi aðstoðað á bilinu 6000-8000 ferðamenn á ári seinustu fjögur ár. Hálendisvaktin aðstoðar meirihluta þeirra ferðamanna á þeim tveimur mánuðum sem hún starfar, eða um 4000 ferðamenn á ári að sögn Jónasar. Ástandið á hálendinu er nokkuð óvenjulegt núna en mikið er um snjó og krap þar núna. Jónas segir að það komi fólki kannski á óvart en að þetta hafi ekki verið svo óvenjulegt ástand fyrir 10-20 árum síðan. „En það er miklu meiri snjór núna en verið hefur síðan ferðamannabólan sprakk fyrir nokkrum árum. Á gönguleiðinni yfir Laugaveginn ertu til dæmis ennþá góðan þriðjung leiðarinnar í snjó og það er auðvitað erfiðara að labba í snjó heldur en ekki.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Örmagna ferðamaðurinn sóttur með þyrlu Björgunarsveitir töldu enga skynsemi í að flytja manninn landleiðina frá Þjófadölum til Reykjavíkur. 2. júlí 2015 12:43 Björgunarsveitir sækja örmagna ferðamann á hálendið Aðstæður sagðar með erfiðara móti. 2. júlí 2015 08:58 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Hálendisvakt Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hefst á morgun og verður starfandi út ágúst. Þetta er tíunda sumarið í röð sem vaktin starfar. Um 200 sjálfboðaliðar koma að verkefninu hver hópur tekur viku í senn á hálendinu. „Megintilgangur verkefnisins er að vera með skjótara viðbragð ef það koma upp slys á hálendinu. Þegar við byrjuðum með hálendisvaktina sáum við að verkefnum á hálendinu var að fjölga og það var erfitt og dýrt að kalla sjálfboðaliðana út. Verkefnið hefur þó gjörbreyst frá því sem var þegar við byrjuðum þó að tilgangurinn sé auðvitað sá sami, þar sem ferðamönnum hefur fjölgað mikið,“ segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna hjá Landsbjörgu. Hann bendir á að í fyrrasumar hafi hálendisvaktin sinnt um 2000 verkefnum en þar af voru um 500 sem Landsbjörg flokkar sem alvarleg útköll. Af þessum 500 útköllum voru tæplega 100 slys en til samanburðar sinnti hálendisvaktin 50 slysum árið áður. Jónas segir að á þeim tíma frá því að hálendisvaktin hafi tekið til starfa hafi nokkrum mannslífum verið bjargað. „Ég held að það alveg hægt að fullyrða að það hefði farið mun verr í einhverjum tilfellum ef við hefðum ekki verið svona nálægt því það munar svo miklu að vera með skjótan viðbragðstíma.“ Aðspurður segir Jónas að Landsbjörg hafi aðstoðað á bilinu 6000-8000 ferðamenn á ári seinustu fjögur ár. Hálendisvaktin aðstoðar meirihluta þeirra ferðamanna á þeim tveimur mánuðum sem hún starfar, eða um 4000 ferðamenn á ári að sögn Jónasar. Ástandið á hálendinu er nokkuð óvenjulegt núna en mikið er um snjó og krap þar núna. Jónas segir að það komi fólki kannski á óvart en að þetta hafi ekki verið svo óvenjulegt ástand fyrir 10-20 árum síðan. „En það er miklu meiri snjór núna en verið hefur síðan ferðamannabólan sprakk fyrir nokkrum árum. Á gönguleiðinni yfir Laugaveginn ertu til dæmis ennþá góðan þriðjung leiðarinnar í snjó og það er auðvitað erfiðara að labba í snjó heldur en ekki.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Örmagna ferðamaðurinn sóttur með þyrlu Björgunarsveitir töldu enga skynsemi í að flytja manninn landleiðina frá Þjófadölum til Reykjavíkur. 2. júlí 2015 12:43 Björgunarsveitir sækja örmagna ferðamann á hálendið Aðstæður sagðar með erfiðara móti. 2. júlí 2015 08:58 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Örmagna ferðamaðurinn sóttur með þyrlu Björgunarsveitir töldu enga skynsemi í að flytja manninn landleiðina frá Þjófadölum til Reykjavíkur. 2. júlí 2015 12:43
Björgunarsveitir sækja örmagna ferðamann á hálendið Aðstæður sagðar með erfiðara móti. 2. júlí 2015 08:58