"Fyrir 48 stundum var enn nálykt í nefinu á mér“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júlí 2015 17:02 Gísli Ólafsson sinnti hjálparstarfi í Nepal og sagði sögu sína á TEDxReykjavík viðburðinum í lok maí. Vísir/Roman Gerasymenko Gísli Ólafsson hefur sinnt hjálparstarfi víðsvegar um heiminn. Hann fór meðal annars til Afríku þegar e-bóla tók að breiðast út á ógnarhraða í Líbíu og til Nepal eftir að jarðskjálfti rétt fyrir utan Katmandú tók líf tíu þúsund einstaklinga. Hann segir að það sem hjálpi honum að halda áfram mannúðarstarfi ár eftir ár sé að líta á hvert það litla skref í áttina að því að hjálpa manneskju í neyð sem framför og að taka hverja litla jákvæða tilfinningu sem hlýst af því að aðstoða og geyma í hjarta sínu. Þetta kom fram í TEDxReykjavík fyrirlestri Gísla nú í maí. Fyrirlesturinn má sjá hér að neðan en óhætt er að segja að saga Gísla setji hlutina í samhengi.Vill koma fólki í skilning um hvað felst í hjálparstarfi „Fyrir 48 stundum var ég á stórslysasvæði. Fyrir 48 stundum andaði ég enn að mér rykinu eftir jarðskjálfta sem varð tíuþúsund manns að bana. Fyrir 48 stundum var enn nálykt í nefinu á mér. Fyrir 48 stundum var jörðin undir fótum mér enn titrandi eftir eftirskjálfta.“ Gísli hóf fyrirlesturinn á þessum áhrifaríku orðum. Hann sagðist vilja fræða áheyrendur um raunveruleika þess sem helgar lífi sínu hjálparstarfi þar sem ótalmargir hefðu lýst því yfir við hann að þeir myndu elska að gera það sem hann gerir. Gísli lýsir því í fyrirlestrinum hvernig erfitt sé að koma fólkinu sem hann elskar í skilning um upplifun sína af hjálparstarfi á landsvæðum þar sem hörmungar hafa dunið yfir og af hverju hann geri það sem hann gerir. „Fyrir 48 stundum var ég í allt öðrum heimi,“ segir Gísli. „Svo kem ég heim til fæðingarlands míns og heyri allar þessar umkvartanir um fyrstu heims vandamál.“ Hann segir erfitt að útskýra sárafátækt fyrir manneskju sem býr í landi þar sem öll helstu gæði eru við höndina.Lausnin í litlu hlutunum En Gísli gefur áheyrendum líka lausnina að því að sinna starfi hans. „Hvert skref sem ég tek er skref í áttina að því að lina þjáningar einhvers,“ útskýrir hann. Hann bendir á að mikilvægt sé að einblína á það sem hægt sé að gera í stað alls þess sem ekki er hægt að koma í veg fyrir eða láðist að koma í veg fyrir. „Við getum ekki bjargað heiminum,“ segir hann en að það sé svo margt sem við getum gert. Fyrirlestur Gísla má sjá í myndbandinu hér að neðan. Ein ummæli eru undir myndbandinu en þau lýsa vel fyrirlestri Gísla. Í ummælunum stendur: „Powerful.“ Eða „Áhrifamikið.“ Ebóla Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Þakklátastur fyrir að hafa lent í fangelsi „Venjur okkar eru svo vel forritaðar í móðurtölvuna okkar að við efumst sjaldan um þær.“ 25. júní 2015 12:10 „Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00 Vinstri og hægri pólitík úr sögunni að mati þekkingarfræðings Fólk mun skiptast í upp- og niðursinnaða. 3. júlí 2015 16:31 „Mest af lýðræði okkar er orðið einræði“ Formaður flokksins sem mælist stærstur í skoðanakönnunum um þessar mundir segir kerfið sem við búum við úrelt, þjóna sjálfu sér og að hver og einn geti breytt samfélaginu. 19. júní 2015 16:29 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Gísli Ólafsson hefur sinnt hjálparstarfi víðsvegar um heiminn. Hann fór meðal annars til Afríku þegar e-bóla tók að breiðast út á ógnarhraða í Líbíu og til Nepal eftir að jarðskjálfti rétt fyrir utan Katmandú tók líf tíu þúsund einstaklinga. Hann segir að það sem hjálpi honum að halda áfram mannúðarstarfi ár eftir ár sé að líta á hvert það litla skref í áttina að því að hjálpa manneskju í neyð sem framför og að taka hverja litla jákvæða tilfinningu sem hlýst af því að aðstoða og geyma í hjarta sínu. Þetta kom fram í TEDxReykjavík fyrirlestri Gísla nú í maí. Fyrirlesturinn má sjá hér að neðan en óhætt er að segja að saga Gísla setji hlutina í samhengi.Vill koma fólki í skilning um hvað felst í hjálparstarfi „Fyrir 48 stundum var ég á stórslysasvæði. Fyrir 48 stundum andaði ég enn að mér rykinu eftir jarðskjálfta sem varð tíuþúsund manns að bana. Fyrir 48 stundum var enn nálykt í nefinu á mér. Fyrir 48 stundum var jörðin undir fótum mér enn titrandi eftir eftirskjálfta.“ Gísli hóf fyrirlesturinn á þessum áhrifaríku orðum. Hann sagðist vilja fræða áheyrendur um raunveruleika þess sem helgar lífi sínu hjálparstarfi þar sem ótalmargir hefðu lýst því yfir við hann að þeir myndu elska að gera það sem hann gerir. Gísli lýsir því í fyrirlestrinum hvernig erfitt sé að koma fólkinu sem hann elskar í skilning um upplifun sína af hjálparstarfi á landsvæðum þar sem hörmungar hafa dunið yfir og af hverju hann geri það sem hann gerir. „Fyrir 48 stundum var ég í allt öðrum heimi,“ segir Gísli. „Svo kem ég heim til fæðingarlands míns og heyri allar þessar umkvartanir um fyrstu heims vandamál.“ Hann segir erfitt að útskýra sárafátækt fyrir manneskju sem býr í landi þar sem öll helstu gæði eru við höndina.Lausnin í litlu hlutunum En Gísli gefur áheyrendum líka lausnina að því að sinna starfi hans. „Hvert skref sem ég tek er skref í áttina að því að lina þjáningar einhvers,“ útskýrir hann. Hann bendir á að mikilvægt sé að einblína á það sem hægt sé að gera í stað alls þess sem ekki er hægt að koma í veg fyrir eða láðist að koma í veg fyrir. „Við getum ekki bjargað heiminum,“ segir hann en að það sé svo margt sem við getum gert. Fyrirlestur Gísla má sjá í myndbandinu hér að neðan. Ein ummæli eru undir myndbandinu en þau lýsa vel fyrirlestri Gísla. Í ummælunum stendur: „Powerful.“ Eða „Áhrifamikið.“
Ebóla Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Þakklátastur fyrir að hafa lent í fangelsi „Venjur okkar eru svo vel forritaðar í móðurtölvuna okkar að við efumst sjaldan um þær.“ 25. júní 2015 12:10 „Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00 Vinstri og hægri pólitík úr sögunni að mati þekkingarfræðings Fólk mun skiptast í upp- og niðursinnaða. 3. júlí 2015 16:31 „Mest af lýðræði okkar er orðið einræði“ Formaður flokksins sem mælist stærstur í skoðanakönnunum um þessar mundir segir kerfið sem við búum við úrelt, þjóna sjálfu sér og að hver og einn geti breytt samfélaginu. 19. júní 2015 16:29 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þakklátastur fyrir að hafa lent í fangelsi „Venjur okkar eru svo vel forritaðar í móðurtölvuna okkar að við efumst sjaldan um þær.“ 25. júní 2015 12:10
„Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00
Vinstri og hægri pólitík úr sögunni að mati þekkingarfræðings Fólk mun skiptast í upp- og niðursinnaða. 3. júlí 2015 16:31
„Mest af lýðræði okkar er orðið einræði“ Formaður flokksins sem mælist stærstur í skoðanakönnunum um þessar mundir segir kerfið sem við búum við úrelt, þjóna sjálfu sér og að hver og einn geti breytt samfélaginu. 19. júní 2015 16:29