Baltasar Kormákur: Það eru fleiri Hollywoodmyndir teknar á Íslandi en í Hollywood Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 25. júlí 2015 12:00 Baltasar Kormákur var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. Þar ræddi hann kynjakvóta sem hann vill setja á úthlutanir úr kvikmyndasjóði, Hofsósi, ástina sem hann fann í Lilju og að hann kunni ekkert sérstaklega vel við sig á staðnum Hollywood. Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.„Ég kann ekkert sérstaklega vel við mig á staðnum Hollywood. Hollywood er náttúrulega mjög sérstakt fyrirbæri. Hollywood er ekki neitt, bara hugmynd," segir Baltasar.„Einhverntíma í gamla daga ákváðu allir að það væri svo gott að taka kvikmyndir í Hollywood því það var svo mikil sól þar fyrir vélarnar sem voru notaðar. Mesta sólmagnið var í Kaliforníu og allir sem voru að gera bíómyndir þurftu að fara þangað að vinna fyrir stúdjóin. Þannig byggist þessa kvikmyndaiðnaður upp. Þeir gátu bara opnað þökin og fengið sól inn," útskýrir hann en bætir við að í dag sé öldin önnur.„Þessi tilgangur Hollywood sem upptökustaður er ekki lengur. Ég hef aldrei tekið mynd þarna. En það tekur enginn lengur í Hollywood og það hefur með skattaumhverfi og fleira að gera. Ég meina, það eru fleiri Hollywoodmyndir teknar á Íslandi en í Hollywood," segir Balti og hlær.„Hollywood er bara dreifikerfi yfir bíómyndir og það er enginn sem er á móti því að bíómyndirnar þeirra séu sýndar víða oð að komast inn í þetta dreifi- og fjármagnskerfi. Ég er til dæmis að gera Everest sem hefur ekkert með Bandaríkin einu sinni að gera, hún gerist í Nepal og fjallar aðallega um Ástrala og Nýsjálendinga, reyndar einn kana. Þetta eru allra þjóða kvikindi." Working titles er breskt framleiðslufyrirtæki sem stendur á bakvið Everest. „En þetta er Hollywood mynd. Af hverju er þetta Hollywood mynd? Þetta er bara bresk-íslensk biómynd, en af því að hún er fjármögnuð og henni dreift í gegnum Universal, er hún kölluð Hollywood mynd," heldur Baltasar áfram. „Það er ekkert svona hlið: Velkominn til Hollywood. Hvað get ég gert fyrir þig? Ég held að fólk úti um allan heim hafi óljósa hugmynd um hvað Hollywood er." Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira
Baltasar Kormákur var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. Þar ræddi hann kynjakvóta sem hann vill setja á úthlutanir úr kvikmyndasjóði, Hofsósi, ástina sem hann fann í Lilju og að hann kunni ekkert sérstaklega vel við sig á staðnum Hollywood. Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.„Ég kann ekkert sérstaklega vel við mig á staðnum Hollywood. Hollywood er náttúrulega mjög sérstakt fyrirbæri. Hollywood er ekki neitt, bara hugmynd," segir Baltasar.„Einhverntíma í gamla daga ákváðu allir að það væri svo gott að taka kvikmyndir í Hollywood því það var svo mikil sól þar fyrir vélarnar sem voru notaðar. Mesta sólmagnið var í Kaliforníu og allir sem voru að gera bíómyndir þurftu að fara þangað að vinna fyrir stúdjóin. Þannig byggist þessa kvikmyndaiðnaður upp. Þeir gátu bara opnað þökin og fengið sól inn," útskýrir hann en bætir við að í dag sé öldin önnur.„Þessi tilgangur Hollywood sem upptökustaður er ekki lengur. Ég hef aldrei tekið mynd þarna. En það tekur enginn lengur í Hollywood og það hefur með skattaumhverfi og fleira að gera. Ég meina, það eru fleiri Hollywoodmyndir teknar á Íslandi en í Hollywood," segir Balti og hlær.„Hollywood er bara dreifikerfi yfir bíómyndir og það er enginn sem er á móti því að bíómyndirnar þeirra séu sýndar víða oð að komast inn í þetta dreifi- og fjármagnskerfi. Ég er til dæmis að gera Everest sem hefur ekkert með Bandaríkin einu sinni að gera, hún gerist í Nepal og fjallar aðallega um Ástrala og Nýsjálendinga, reyndar einn kana. Þetta eru allra þjóða kvikindi." Working titles er breskt framleiðslufyrirtæki sem stendur á bakvið Everest. „En þetta er Hollywood mynd. Af hverju er þetta Hollywood mynd? Þetta er bara bresk-íslensk biómynd, en af því að hún er fjármögnuð og henni dreift í gegnum Universal, er hún kölluð Hollywood mynd," heldur Baltasar áfram. „Það er ekkert svona hlið: Velkominn til Hollywood. Hvað get ég gert fyrir þig? Ég held að fólk úti um allan heim hafi óljósa hugmynd um hvað Hollywood er."
Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira