Baltasar Kormákur: Það eru fleiri Hollywoodmyndir teknar á Íslandi en í Hollywood Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 25. júlí 2015 12:00 Baltasar Kormákur var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. Þar ræddi hann kynjakvóta sem hann vill setja á úthlutanir úr kvikmyndasjóði, Hofsósi, ástina sem hann fann í Lilju og að hann kunni ekkert sérstaklega vel við sig á staðnum Hollywood. Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.„Ég kann ekkert sérstaklega vel við mig á staðnum Hollywood. Hollywood er náttúrulega mjög sérstakt fyrirbæri. Hollywood er ekki neitt, bara hugmynd," segir Baltasar.„Einhverntíma í gamla daga ákváðu allir að það væri svo gott að taka kvikmyndir í Hollywood því það var svo mikil sól þar fyrir vélarnar sem voru notaðar. Mesta sólmagnið var í Kaliforníu og allir sem voru að gera bíómyndir þurftu að fara þangað að vinna fyrir stúdjóin. Þannig byggist þessa kvikmyndaiðnaður upp. Þeir gátu bara opnað þökin og fengið sól inn," útskýrir hann en bætir við að í dag sé öldin önnur.„Þessi tilgangur Hollywood sem upptökustaður er ekki lengur. Ég hef aldrei tekið mynd þarna. En það tekur enginn lengur í Hollywood og það hefur með skattaumhverfi og fleira að gera. Ég meina, það eru fleiri Hollywoodmyndir teknar á Íslandi en í Hollywood," segir Balti og hlær.„Hollywood er bara dreifikerfi yfir bíómyndir og það er enginn sem er á móti því að bíómyndirnar þeirra séu sýndar víða oð að komast inn í þetta dreifi- og fjármagnskerfi. Ég er til dæmis að gera Everest sem hefur ekkert með Bandaríkin einu sinni að gera, hún gerist í Nepal og fjallar aðallega um Ástrala og Nýsjálendinga, reyndar einn kana. Þetta eru allra þjóða kvikindi." Working titles er breskt framleiðslufyrirtæki sem stendur á bakvið Everest. „En þetta er Hollywood mynd. Af hverju er þetta Hollywood mynd? Þetta er bara bresk-íslensk biómynd, en af því að hún er fjármögnuð og henni dreift í gegnum Universal, er hún kölluð Hollywood mynd," heldur Baltasar áfram. „Það er ekkert svona hlið: Velkominn til Hollywood. Hvað get ég gert fyrir þig? Ég held að fólk úti um allan heim hafi óljósa hugmynd um hvað Hollywood er." Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Baltasar Kormákur var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. Þar ræddi hann kynjakvóta sem hann vill setja á úthlutanir úr kvikmyndasjóði, Hofsósi, ástina sem hann fann í Lilju og að hann kunni ekkert sérstaklega vel við sig á staðnum Hollywood. Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.„Ég kann ekkert sérstaklega vel við mig á staðnum Hollywood. Hollywood er náttúrulega mjög sérstakt fyrirbæri. Hollywood er ekki neitt, bara hugmynd," segir Baltasar.„Einhverntíma í gamla daga ákváðu allir að það væri svo gott að taka kvikmyndir í Hollywood því það var svo mikil sól þar fyrir vélarnar sem voru notaðar. Mesta sólmagnið var í Kaliforníu og allir sem voru að gera bíómyndir þurftu að fara þangað að vinna fyrir stúdjóin. Þannig byggist þessa kvikmyndaiðnaður upp. Þeir gátu bara opnað þökin og fengið sól inn," útskýrir hann en bætir við að í dag sé öldin önnur.„Þessi tilgangur Hollywood sem upptökustaður er ekki lengur. Ég hef aldrei tekið mynd þarna. En það tekur enginn lengur í Hollywood og það hefur með skattaumhverfi og fleira að gera. Ég meina, það eru fleiri Hollywoodmyndir teknar á Íslandi en í Hollywood," segir Balti og hlær.„Hollywood er bara dreifikerfi yfir bíómyndir og það er enginn sem er á móti því að bíómyndirnar þeirra séu sýndar víða oð að komast inn í þetta dreifi- og fjármagnskerfi. Ég er til dæmis að gera Everest sem hefur ekkert með Bandaríkin einu sinni að gera, hún gerist í Nepal og fjallar aðallega um Ástrala og Nýsjálendinga, reyndar einn kana. Þetta eru allra þjóða kvikindi." Working titles er breskt framleiðslufyrirtæki sem stendur á bakvið Everest. „En þetta er Hollywood mynd. Af hverju er þetta Hollywood mynd? Þetta er bara bresk-íslensk biómynd, en af því að hún er fjármögnuð og henni dreift í gegnum Universal, er hún kölluð Hollywood mynd," heldur Baltasar áfram. „Það er ekkert svona hlið: Velkominn til Hollywood. Hvað get ég gert fyrir þig? Ég held að fólk úti um allan heim hafi óljósa hugmynd um hvað Hollywood er."
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira