Forstöðumaður Fjölskyldugarðsins vill geta sleppt dýrum eins og kópnum sem var drepinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2015 11:15 Selkópurinn sem var lógað. Vísir/Andri Marinó Tómas Ó. Guðjónsson, líffræðingur og forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, vill að lög um dýravernd verði lagfærð til þess að leyfilegt verði að sleppa dýrum sem alast upp hjá mönnum. Hann segir engan faglegan ágreining ríkja um að selkópar eigi vissulega afkomu von þegar þeim sé sleppt. Ein sorglegasta saga sumarsins er sú af selkópnum í Fjölskyldugarðinum sem flúði úr garðinum og kom sér með lækjum í Laugardalnum á tjaldstæðið þar sem hann náðist. Ferð kópsins vakti mikla athygli en ekki síður fréttir sem bárust daginn eftir að hann hefði verið aflífaður. Í sjónvarpsfréttinni hér að neðan má sjá leið kópsins úr garðinum og á tjaldstæðið. Hilmar Össurarson, settur yfirdýrahirðir, segir að kópnum hafi verið lógað líkt og gert sé við alla þá kópa sem ekki eigi að halda. „Á haustin og seinni part sumars er öllum kópum lógað vegna plássleysis,“ segir Hilmar. Enginn faglegur ágreiningur Tómas mætti á fund Íþrótta- og tómstundaráðs fyrir helgi og upplýsti stjórnarmenn um „kópamálið“. Lagði hann fram beiðni til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis um fyrrnefnda breytingu á lögum um dýravernd svo hægt verði að veita undanþágu frá 23. grein laganna. Í henni er kveðið á um að ekki sé leyfilegt að sleppa dýrum sem alast upp hjá mönnum. ÍTR tók undir beiðni Tómasar og vísað er til þess að enginn faglegur ágreiningur ríki um að selkópar eigi vissulega afkomu von þegar þeim er sleppt. Töluverð reiði braust út meðal fólks þegar fréttist af því að kópurinn hefði verið aflífaður. Var meðal annars stofnaður Facebook-hópur sem vildu þyrma lífi hans. Boltinn er því hjá ráðuneytinu en sem gera þarf breytingar á lögum um dýravernd til þess að garðurinn eigi þess kost að sleppa kópum og öðrum dýrum út í náttúruna. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Reykjavík Tengdar fréttir Dýralæknir um mál selkópsins í Laugardal: „Fólk að rugla saman húsdýrum og villtum dýrum“ Sif Traustadóttir Rossi segir að það gleymist í umræðunni að selir eru ekki húsdýr. 8. ágúst 2015 13:30 Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum fer í refafóður. 4. ágúst 2015 16:15 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Tómas Ó. Guðjónsson, líffræðingur og forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, vill að lög um dýravernd verði lagfærð til þess að leyfilegt verði að sleppa dýrum sem alast upp hjá mönnum. Hann segir engan faglegan ágreining ríkja um að selkópar eigi vissulega afkomu von þegar þeim sé sleppt. Ein sorglegasta saga sumarsins er sú af selkópnum í Fjölskyldugarðinum sem flúði úr garðinum og kom sér með lækjum í Laugardalnum á tjaldstæðið þar sem hann náðist. Ferð kópsins vakti mikla athygli en ekki síður fréttir sem bárust daginn eftir að hann hefði verið aflífaður. Í sjónvarpsfréttinni hér að neðan má sjá leið kópsins úr garðinum og á tjaldstæðið. Hilmar Össurarson, settur yfirdýrahirðir, segir að kópnum hafi verið lógað líkt og gert sé við alla þá kópa sem ekki eigi að halda. „Á haustin og seinni part sumars er öllum kópum lógað vegna plássleysis,“ segir Hilmar. Enginn faglegur ágreiningur Tómas mætti á fund Íþrótta- og tómstundaráðs fyrir helgi og upplýsti stjórnarmenn um „kópamálið“. Lagði hann fram beiðni til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis um fyrrnefnda breytingu á lögum um dýravernd svo hægt verði að veita undanþágu frá 23. grein laganna. Í henni er kveðið á um að ekki sé leyfilegt að sleppa dýrum sem alast upp hjá mönnum. ÍTR tók undir beiðni Tómasar og vísað er til þess að enginn faglegur ágreiningur ríki um að selkópar eigi vissulega afkomu von þegar þeim er sleppt. Töluverð reiði braust út meðal fólks þegar fréttist af því að kópurinn hefði verið aflífaður. Var meðal annars stofnaður Facebook-hópur sem vildu þyrma lífi hans. Boltinn er því hjá ráðuneytinu en sem gera þarf breytingar á lögum um dýravernd til þess að garðurinn eigi þess kost að sleppa kópum og öðrum dýrum út í náttúruna.
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Reykjavík Tengdar fréttir Dýralæknir um mál selkópsins í Laugardal: „Fólk að rugla saman húsdýrum og villtum dýrum“ Sif Traustadóttir Rossi segir að það gleymist í umræðunni að selir eru ekki húsdýr. 8. ágúst 2015 13:30 Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum fer í refafóður. 4. ágúst 2015 16:15 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Dýralæknir um mál selkópsins í Laugardal: „Fólk að rugla saman húsdýrum og villtum dýrum“ Sif Traustadóttir Rossi segir að það gleymist í umræðunni að selir eru ekki húsdýr. 8. ágúst 2015 13:30
Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13
Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum fer í refafóður. 4. ágúst 2015 16:15