Freyr: Líður mjög illa yfir þessu ráni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. ágúst 2015 21:04 Vísir „Mér líður mjög illa yfir þessu ráni. Ég hefði ekki dæmt víti á þetta,“ sagði Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, eftir 1-1 jafnteflið gegn Víkingum í kvöld. Leiknir komst yfir á 88. mínútu en Víkingur jafnaði metin úr umdeildri vítaspyrnu sem var dæmd á þriðju mínútu uppbótartíma leiksins. „Þetta var barningur inni í teig. Við vorum lengi að koma boltanum frá og hann berst fyrir framan Dofra. Þetta var bara barátta um boltann - 50/50 barátta og mögulega átti að koma horn úr þessu. Ekki víti en hann dæmdi það.“ Freyr vildi ekkert meira ræða um dómgæslu Þórodds Hjaltalíns í leiknum. „Ég hvet ykkur og sérfræðinga Pepsi-markanna að skoða atvikin okkar. Þið vitið um hvað ég er að tala. Þetta sást langar leiðir og ég vil ekki tala um þetta.“ Danny Schreurs fékk dauðafæri í fyrri hálfleik sem hann nýtti ekki og Freyr segir það óásættanlegt. „Hann er inni í markteig og markvörðurinn liggur. Ég er gríðarlega ósáttur við þá ákvörðun sem hann tekur þar. Það var óásættanlegt.“ Leiknir gerði tvöfalda skiptingi á 65. mínútu og setti tvo menn fram í sókn. Eftir það tóku Víkingar völdin í leiknum þar til að Breiðhyltingar náðu að jafna metin á 88. mínútu. „Tíu mínútum áður en við gerum breytinguna missum við tökin á miðjunni. Við settum tvo framherja inn og breyttum um stíl. Það gekk, við komumst í 1-0 og því gekk þetta vel. En því miður endaði þetta í 1-1.“ Hann segir það svekkjandi að upplifa mótlæti í hverjum leik og segir ljóst að Leiknir þurfi að safna fleiri stigum. „Við þurfum líklega að ná 22 stigum til að halda okkur uppi. Hér áttum við að fá þrjú stig en fengum ekki. Baráttan verður erfið en við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera til að ná því. Við trúum því líka að það muni eitthvað að falla með okkur. Við getum ekki vælt yfir þessu stanslaust og verðum að trúa því að réttlætið sigri á endanum.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 17. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
„Mér líður mjög illa yfir þessu ráni. Ég hefði ekki dæmt víti á þetta,“ sagði Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, eftir 1-1 jafnteflið gegn Víkingum í kvöld. Leiknir komst yfir á 88. mínútu en Víkingur jafnaði metin úr umdeildri vítaspyrnu sem var dæmd á þriðju mínútu uppbótartíma leiksins. „Þetta var barningur inni í teig. Við vorum lengi að koma boltanum frá og hann berst fyrir framan Dofra. Þetta var bara barátta um boltann - 50/50 barátta og mögulega átti að koma horn úr þessu. Ekki víti en hann dæmdi það.“ Freyr vildi ekkert meira ræða um dómgæslu Þórodds Hjaltalíns í leiknum. „Ég hvet ykkur og sérfræðinga Pepsi-markanna að skoða atvikin okkar. Þið vitið um hvað ég er að tala. Þetta sást langar leiðir og ég vil ekki tala um þetta.“ Danny Schreurs fékk dauðafæri í fyrri hálfleik sem hann nýtti ekki og Freyr segir það óásættanlegt. „Hann er inni í markteig og markvörðurinn liggur. Ég er gríðarlega ósáttur við þá ákvörðun sem hann tekur þar. Það var óásættanlegt.“ Leiknir gerði tvöfalda skiptingi á 65. mínútu og setti tvo menn fram í sókn. Eftir það tóku Víkingar völdin í leiknum þar til að Breiðhyltingar náðu að jafna metin á 88. mínútu. „Tíu mínútum áður en við gerum breytinguna missum við tökin á miðjunni. Við settum tvo framherja inn og breyttum um stíl. Það gekk, við komumst í 1-0 og því gekk þetta vel. En því miður endaði þetta í 1-1.“ Hann segir það svekkjandi að upplifa mótlæti í hverjum leik og segir ljóst að Leiknir þurfi að safna fleiri stigum. „Við þurfum líklega að ná 22 stigum til að halda okkur uppi. Hér áttum við að fá þrjú stig en fengum ekki. Baráttan verður erfið en við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera til að ná því. Við trúum því líka að það muni eitthvað að falla með okkur. Við getum ekki vælt yfir þessu stanslaust og verðum að trúa því að réttlætið sigri á endanum.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 17. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 17. ágúst 2015 21:30