Ferðalöngum sem nýta Flugstöðina sem svefnstað fjölgar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. ágúst 2015 10:36 Færst hefur í aukana að farþegar sofi í innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Myndin er úr safni. Vísir/Pjetur Í sumar hafa fleiri ferðamenn tekið upp á því að sofa í innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir flug en slíkt er óheimilt. Einnig hafa nokkrir tekið upp á því að leggja sig við komu til landsins áður en ferðalag um landið er hafið. Þetta staðfestir Gunnar K. Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia, í skriflegu svari til Vísis. „Það hefur alltaf borið eitthvað á því að fólk hafi gist í flugstöðinni, en samkvæmt húsreglum Flugstöðvarinnar er bannað að gista. Ástæðan er sú að margir hafa hreiðrað um sig þannig að farangur, svefnpokar og jafnvel tjöld og slíkt er fyrir öðrum farþegum, enda er ekki mikið pláss í innritunarsalnum í flugstöðinni,“ segir Gunnar. Hann segir vandamálið hafa aukist í samræmi við fjölgun ferðamanna og að það sé mest áberandi á sumrin.Komið hefur verið fyrir sérstökum hvíldarbekkjum fyrir farþega sem hafa þegar innritað sig í flug. Engar reglur meina farþegum að leggja sig þegar inn í flugstöðina er komið.Vísir/Aðsend„Einhverjir virðast vilja spara sér síðustu nóttina á hóteli og mæta því kvöldinu áður en þeir eiga að mæta snemma í morgunflug og ætla að sofa í flugstöðinni. Einnig virðist vera töluverð aukning í takt við aukningu á miðnæturflugi þar sem sumir ætla sér að leggja sig í flugstöðinni er þeir koma til Íslands áður en þeir byrja ferðalagið, til dæmis gangandi eða hjólandi.“ Öryggisverðir í flugstöðinni hafa beðið þá einstaklinga sem hafa lagst til hvílu í innritunarsal með sínar pjönkur og pakka að taka dótið sitt saman og færa sig. Gunnar segir flesta sýna reglum flugstöðvarinnar skilning „en í einhverjum tilfellum hefur þurft að margbiðja sömu farþegana um þetta sem hafa ekki sýnt þessu eins mikinn skilning.“ Hann tekur fram að starfsmenn Isavia leggi sig fram um að fara með málin af kurteisi. „En ég veit ekki til þess að við höfum lent í miklum vandræðum með þetta.“ Þrátt fyrir að bannað sé að sofa í innritunarsalnum í Keflavík þá hafa farþegar fullt leyfi til þess að leggja sig á meðan beðið er eftir flugi. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýjar öryggisleitarlínur meðal þess sem veldur löngum röðum á Keflavíkurflugvelli Farþegar sem eiga bókað flug eru áfram hvattir til að mæta tímanlega. 10. júlí 2015 16:24 Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Í sumar hafa fleiri ferðamenn tekið upp á því að sofa í innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir flug en slíkt er óheimilt. Einnig hafa nokkrir tekið upp á því að leggja sig við komu til landsins áður en ferðalag um landið er hafið. Þetta staðfestir Gunnar K. Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia, í skriflegu svari til Vísis. „Það hefur alltaf borið eitthvað á því að fólk hafi gist í flugstöðinni, en samkvæmt húsreglum Flugstöðvarinnar er bannað að gista. Ástæðan er sú að margir hafa hreiðrað um sig þannig að farangur, svefnpokar og jafnvel tjöld og slíkt er fyrir öðrum farþegum, enda er ekki mikið pláss í innritunarsalnum í flugstöðinni,“ segir Gunnar. Hann segir vandamálið hafa aukist í samræmi við fjölgun ferðamanna og að það sé mest áberandi á sumrin.Komið hefur verið fyrir sérstökum hvíldarbekkjum fyrir farþega sem hafa þegar innritað sig í flug. Engar reglur meina farþegum að leggja sig þegar inn í flugstöðina er komið.Vísir/Aðsend„Einhverjir virðast vilja spara sér síðustu nóttina á hóteli og mæta því kvöldinu áður en þeir eiga að mæta snemma í morgunflug og ætla að sofa í flugstöðinni. Einnig virðist vera töluverð aukning í takt við aukningu á miðnæturflugi þar sem sumir ætla sér að leggja sig í flugstöðinni er þeir koma til Íslands áður en þeir byrja ferðalagið, til dæmis gangandi eða hjólandi.“ Öryggisverðir í flugstöðinni hafa beðið þá einstaklinga sem hafa lagst til hvílu í innritunarsal með sínar pjönkur og pakka að taka dótið sitt saman og færa sig. Gunnar segir flesta sýna reglum flugstöðvarinnar skilning „en í einhverjum tilfellum hefur þurft að margbiðja sömu farþegana um þetta sem hafa ekki sýnt þessu eins mikinn skilning.“ Hann tekur fram að starfsmenn Isavia leggi sig fram um að fara með málin af kurteisi. „En ég veit ekki til þess að við höfum lent í miklum vandræðum með þetta.“ Þrátt fyrir að bannað sé að sofa í innritunarsalnum í Keflavík þá hafa farþegar fullt leyfi til þess að leggja sig á meðan beðið er eftir flugi.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýjar öryggisleitarlínur meðal þess sem veldur löngum röðum á Keflavíkurflugvelli Farþegar sem eiga bókað flug eru áfram hvattir til að mæta tímanlega. 10. júlí 2015 16:24 Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Nýjar öryggisleitarlínur meðal þess sem veldur löngum röðum á Keflavíkurflugvelli Farþegar sem eiga bókað flug eru áfram hvattir til að mæta tímanlega. 10. júlí 2015 16:24
Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46