Sigríður Björk: Það er ekki mitt að vera alls staðar miðpunkturinn Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 23. ágúst 2015 18:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir var í Föstudagsviðtalinu þessa vikuna. Þar ræddi hún aðkomu sína að lekamálinu, breytingar á starfsháttum lögreglunnar og ýmislegt fleira. Hún sat í embætti Lögreglustjóra á Suðurnesjum frá 2009 til 2014. Hún hlaut mikið lof fyrir starfið sem hún vann þar ásamt samstarfsfólki sínu, ekki síst fyrir átakið í heimilisofbeldinu sem gaf góða raun. Svipað átak í heimilisofbeldi var sett af stað á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. „Við breyttum miklu. Ég er svona þjónandi leiðtogi, mitt hlutverk er ekki að vera allsstaðar miðpunkturinn heldur fyrst og fremst að styrkja fólkið mitt og leyfa þeim að njóta sín. Búa til leiðtoga, finna styrki fólksins. Þannig að það er ekki hægt að eigna mér þetta allt saman, nema bara að hafa búið til umgjörðina þannig að starfsmennirnir náður alltaf lengra og lengra.” Embættið vann með svokallaða LEAN verkefnastjórnun. „Það þýddi að í okkar kerfi þar sem er skýr ábyrgð og stjórnunarlagið er mjög skýrt, afmarkað, þá verður sá sem fær verkefni, þróunarverkefni, að hafa raunverulegt umboð til þess að koma með sínar tillögur. Það er oft fólk sem er næst verkefninu en getur verið hvar sem er í starfseminni. Þannig að með LEAN ertu orðinn ábyrgðarmaður og hefur umboðið þó þú hafir kannski ekki flestar stjörnurnar á öxlunum. Það er þessi menning sem við erum að reyna að breyta.” Sigríði gekk vel á Suðurnesjum, eins og áður segir. „Það varð gríðarleg menningarbreyting. Traustið á yfirstjórn var orðið meira.” Embættið fékk verðlaun fyrir að vera fjölskylduvænn vinnustaður, var tilnefnt til nýsköpunarverðlaun. „Þetta voru svona ytri merki um að væri vellíðan. Það sem gerir þetta aðeins flóknara á höfuðborgarsvæðinu er að þar eru 360 manns, en ekki 110. Það er erfiðara að ná til allra og það eru dreifðari starfsstöðvar og allir á frjálsu vaktakerfi. Þetta mun taka lengri tíma. En það þarf bara að breyta menningunni, ala upp fleiri leiðtoga, leyfa fólki að blómstra og þá held ég að við komust hraðar úr sporunum.” Föstudagsviðtalið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir var í Föstudagsviðtalinu þessa vikuna. Þar ræddi hún aðkomu sína að lekamálinu, breytingar á starfsháttum lögreglunnar og ýmislegt fleira. Hún sat í embætti Lögreglustjóra á Suðurnesjum frá 2009 til 2014. Hún hlaut mikið lof fyrir starfið sem hún vann þar ásamt samstarfsfólki sínu, ekki síst fyrir átakið í heimilisofbeldinu sem gaf góða raun. Svipað átak í heimilisofbeldi var sett af stað á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. „Við breyttum miklu. Ég er svona þjónandi leiðtogi, mitt hlutverk er ekki að vera allsstaðar miðpunkturinn heldur fyrst og fremst að styrkja fólkið mitt og leyfa þeim að njóta sín. Búa til leiðtoga, finna styrki fólksins. Þannig að það er ekki hægt að eigna mér þetta allt saman, nema bara að hafa búið til umgjörðina þannig að starfsmennirnir náður alltaf lengra og lengra.” Embættið vann með svokallaða LEAN verkefnastjórnun. „Það þýddi að í okkar kerfi þar sem er skýr ábyrgð og stjórnunarlagið er mjög skýrt, afmarkað, þá verður sá sem fær verkefni, þróunarverkefni, að hafa raunverulegt umboð til þess að koma með sínar tillögur. Það er oft fólk sem er næst verkefninu en getur verið hvar sem er í starfseminni. Þannig að með LEAN ertu orðinn ábyrgðarmaður og hefur umboðið þó þú hafir kannski ekki flestar stjörnurnar á öxlunum. Það er þessi menning sem við erum að reyna að breyta.” Sigríði gekk vel á Suðurnesjum, eins og áður segir. „Það varð gríðarleg menningarbreyting. Traustið á yfirstjórn var orðið meira.” Embættið fékk verðlaun fyrir að vera fjölskylduvænn vinnustaður, var tilnefnt til nýsköpunarverðlaun. „Þetta voru svona ytri merki um að væri vellíðan. Það sem gerir þetta aðeins flóknara á höfuðborgarsvæðinu er að þar eru 360 manns, en ekki 110. Það er erfiðara að ná til allra og það eru dreifðari starfsstöðvar og allir á frjálsu vaktakerfi. Þetta mun taka lengri tíma. En það þarf bara að breyta menningunni, ala upp fleiri leiðtoga, leyfa fólki að blómstra og þá held ég að við komust hraðar úr sporunum.”
Föstudagsviðtalið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira