Sigríður Björk: Það er ekki mitt að vera alls staðar miðpunkturinn Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 23. ágúst 2015 18:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir var í Föstudagsviðtalinu þessa vikuna. Þar ræddi hún aðkomu sína að lekamálinu, breytingar á starfsháttum lögreglunnar og ýmislegt fleira. Hún sat í embætti Lögreglustjóra á Suðurnesjum frá 2009 til 2014. Hún hlaut mikið lof fyrir starfið sem hún vann þar ásamt samstarfsfólki sínu, ekki síst fyrir átakið í heimilisofbeldinu sem gaf góða raun. Svipað átak í heimilisofbeldi var sett af stað á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. „Við breyttum miklu. Ég er svona þjónandi leiðtogi, mitt hlutverk er ekki að vera allsstaðar miðpunkturinn heldur fyrst og fremst að styrkja fólkið mitt og leyfa þeim að njóta sín. Búa til leiðtoga, finna styrki fólksins. Þannig að það er ekki hægt að eigna mér þetta allt saman, nema bara að hafa búið til umgjörðina þannig að starfsmennirnir náður alltaf lengra og lengra.” Embættið vann með svokallaða LEAN verkefnastjórnun. „Það þýddi að í okkar kerfi þar sem er skýr ábyrgð og stjórnunarlagið er mjög skýrt, afmarkað, þá verður sá sem fær verkefni, þróunarverkefni, að hafa raunverulegt umboð til þess að koma með sínar tillögur. Það er oft fólk sem er næst verkefninu en getur verið hvar sem er í starfseminni. Þannig að með LEAN ertu orðinn ábyrgðarmaður og hefur umboðið þó þú hafir kannski ekki flestar stjörnurnar á öxlunum. Það er þessi menning sem við erum að reyna að breyta.” Sigríði gekk vel á Suðurnesjum, eins og áður segir. „Það varð gríðarleg menningarbreyting. Traustið á yfirstjórn var orðið meira.” Embættið fékk verðlaun fyrir að vera fjölskylduvænn vinnustaður, var tilnefnt til nýsköpunarverðlaun. „Þetta voru svona ytri merki um að væri vellíðan. Það sem gerir þetta aðeins flóknara á höfuðborgarsvæðinu er að þar eru 360 manns, en ekki 110. Það er erfiðara að ná til allra og það eru dreifðari starfsstöðvar og allir á frjálsu vaktakerfi. Þetta mun taka lengri tíma. En það þarf bara að breyta menningunni, ala upp fleiri leiðtoga, leyfa fólki að blómstra og þá held ég að við komust hraðar úr sporunum.” Föstudagsviðtalið Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir var í Föstudagsviðtalinu þessa vikuna. Þar ræddi hún aðkomu sína að lekamálinu, breytingar á starfsháttum lögreglunnar og ýmislegt fleira. Hún sat í embætti Lögreglustjóra á Suðurnesjum frá 2009 til 2014. Hún hlaut mikið lof fyrir starfið sem hún vann þar ásamt samstarfsfólki sínu, ekki síst fyrir átakið í heimilisofbeldinu sem gaf góða raun. Svipað átak í heimilisofbeldi var sett af stað á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. „Við breyttum miklu. Ég er svona þjónandi leiðtogi, mitt hlutverk er ekki að vera allsstaðar miðpunkturinn heldur fyrst og fremst að styrkja fólkið mitt og leyfa þeim að njóta sín. Búa til leiðtoga, finna styrki fólksins. Þannig að það er ekki hægt að eigna mér þetta allt saman, nema bara að hafa búið til umgjörðina þannig að starfsmennirnir náður alltaf lengra og lengra.” Embættið vann með svokallaða LEAN verkefnastjórnun. „Það þýddi að í okkar kerfi þar sem er skýr ábyrgð og stjórnunarlagið er mjög skýrt, afmarkað, þá verður sá sem fær verkefni, þróunarverkefni, að hafa raunverulegt umboð til þess að koma með sínar tillögur. Það er oft fólk sem er næst verkefninu en getur verið hvar sem er í starfseminni. Þannig að með LEAN ertu orðinn ábyrgðarmaður og hefur umboðið þó þú hafir kannski ekki flestar stjörnurnar á öxlunum. Það er þessi menning sem við erum að reyna að breyta.” Sigríði gekk vel á Suðurnesjum, eins og áður segir. „Það varð gríðarleg menningarbreyting. Traustið á yfirstjórn var orðið meira.” Embættið fékk verðlaun fyrir að vera fjölskylduvænn vinnustaður, var tilnefnt til nýsköpunarverðlaun. „Þetta voru svona ytri merki um að væri vellíðan. Það sem gerir þetta aðeins flóknara á höfuðborgarsvæðinu er að þar eru 360 manns, en ekki 110. Það er erfiðara að ná til allra og það eru dreifðari starfsstöðvar og allir á frjálsu vaktakerfi. Þetta mun taka lengri tíma. En það þarf bara að breyta menningunni, ala upp fleiri leiðtoga, leyfa fólki að blómstra og þá held ég að við komust hraðar úr sporunum.”
Föstudagsviðtalið Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira