Viðburðinum "Kæra Eygló“ lokið: „Miðjarðarhafið er ekki kastalasíki fyrir aðra til að drukkna í“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. september 2015 22:34 Bryndís Björgvinsdóttir er stofnandi síðunnar. Vísir Bryndís Björgvinsdóttir batt enda á viðburðinn Kæra Eygló klukkan átta í kvöld. Hún segir árangurinn sýnilegan og telur að tilganginum hafi verið náð. Næstu skref eru að vinna úr upplýsingunum sem fram komu á viðburðinum. „Upphaflega hugmyndin var að gefa fólki tækifæri á að leggja til hugmyndir um hvernig við getum hjálpað flóttamönnum frá Sýrlandi og sýnt fram á að fólk hér á landi hafi vilja og getu til að gera betur, aðstoða meira og bregðast hraðar við en gert hefur verið,“ skrifaði Bryndís. Sautján þúsund manns voru skráðir á viðburðinn og tilboðin létu ekki á sér standa. Íslendingar lýstu því hver af öðrum yfir að þeir væru tilbúnir til að taka á móti manneskju eða styðja við hana með einhverjum hætti.Myndin sýnir flóttamenn brjóta sér leið til Tyrklands.vísir/afpMiðjarðarhafið ekki kastalasíki fyrir aðra að drukkna í „Ykkar framlög hafa haft ótrúleg áhrif og er árangurinn þegar orðinn raunverulegur og sýnilegur: Margir hafa skráð sig sem sjálfboðaliðar hjá Rauða Krossinum, umræðan um mikilvægi þess að aðstoða flóttamenn frá Sýrlandi hefur aukist í fjölmiðlum og ríkisstjórnin hefur fundið fyrir þrýstingnum,“ skrifaði Bryndís. „Við munum á næstunni vinna myndband upp úr ferlinu og upplýsingunum, fréttunum og viðbrögðunum. Eygló fær aðgang að bréfunum, sem sýna eindreginn vilja margra til að gera betur og geyma einnig gagnlegar hugmyndir um móttöku flóttafólks. Klukkan 20:00 í kvöld lýkur viðburðinum og eftir það minnkar virkni þessarar síðu. Hins vegar mun baráttunni alls ekki ljúka og þrýstingnum ekki linna fyrr en við fáum skýrari svör frá yfirvöldum um hversu margir koma og hvenær.“ Hún segir baráttuna halda áfram og segir það miður en jafnframt frábært því að hún skilar árangri. „Að lokum: Miðjarðarhafið er ekki kastalasíki fyrir aðra til að drukkna í. Við hefðum getað bjargað fólki frá því að fara á ofhlöðnum tuðrum yfir hafið, en við erum kannski of hrædd og sjálfhverf. Hrædd við hvað? Fréttamyndirnar tala sínu máli: Börn. Og annað fólk. Fólk með börn. Kærar þakkir, allir sem hafa tekið þátt og þessir fjölmörgu sjálfboðaliðar sem hafa haldið utan um síðuna, barist við rasista, komið með hugmyndir, þýtt og farið í viðtöl. Í raunvísindum segir að 1 + 1 + 1 séu þrír en þegar litið er til samfélagsmiðla og samtakamáttarins þá verða stundum 1 + 1 + 1 = 16.000. Lifi samtakamátturinn, friður og samkennd.“Hér má sjá færslu Bryndísar. Flóttamenn Tengdar fréttir Ætla að ganga til Austurríkis Hundruð flóttamanna komust hjá lokun lögreglu í Ungverjalandi og ætla sér nú að ganga til Austurríkis. 4. september 2015 14:32 Níu af hverjum tíu landsmönnum vilja taka á móti flóttamönnum Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar vilja taka á móti flestum flóttamönnum en stuðningsmenn Framsóknar fæstum. 4. september 2015 12:45 Vilja bindandi kvóta fyrir flóttamenn Forseti leiðtogaráðs ESB hvetur Evrópuríki til að taka við 100.000 flóttamönnum. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir flóttamannavandann vera vanda Þýskalands. Erdogan, forseti Tyrklands, segir að flóttamannavandinn sé á ábyrgð ves 4. september 2015 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Bryndís Björgvinsdóttir batt enda á viðburðinn Kæra Eygló klukkan átta í kvöld. Hún segir árangurinn sýnilegan og telur að tilganginum hafi verið náð. Næstu skref eru að vinna úr upplýsingunum sem fram komu á viðburðinum. „Upphaflega hugmyndin var að gefa fólki tækifæri á að leggja til hugmyndir um hvernig við getum hjálpað flóttamönnum frá Sýrlandi og sýnt fram á að fólk hér á landi hafi vilja og getu til að gera betur, aðstoða meira og bregðast hraðar við en gert hefur verið,“ skrifaði Bryndís. Sautján þúsund manns voru skráðir á viðburðinn og tilboðin létu ekki á sér standa. Íslendingar lýstu því hver af öðrum yfir að þeir væru tilbúnir til að taka á móti manneskju eða styðja við hana með einhverjum hætti.Myndin sýnir flóttamenn brjóta sér leið til Tyrklands.vísir/afpMiðjarðarhafið ekki kastalasíki fyrir aðra að drukkna í „Ykkar framlög hafa haft ótrúleg áhrif og er árangurinn þegar orðinn raunverulegur og sýnilegur: Margir hafa skráð sig sem sjálfboðaliðar hjá Rauða Krossinum, umræðan um mikilvægi þess að aðstoða flóttamenn frá Sýrlandi hefur aukist í fjölmiðlum og ríkisstjórnin hefur fundið fyrir þrýstingnum,“ skrifaði Bryndís. „Við munum á næstunni vinna myndband upp úr ferlinu og upplýsingunum, fréttunum og viðbrögðunum. Eygló fær aðgang að bréfunum, sem sýna eindreginn vilja margra til að gera betur og geyma einnig gagnlegar hugmyndir um móttöku flóttafólks. Klukkan 20:00 í kvöld lýkur viðburðinum og eftir það minnkar virkni þessarar síðu. Hins vegar mun baráttunni alls ekki ljúka og þrýstingnum ekki linna fyrr en við fáum skýrari svör frá yfirvöldum um hversu margir koma og hvenær.“ Hún segir baráttuna halda áfram og segir það miður en jafnframt frábært því að hún skilar árangri. „Að lokum: Miðjarðarhafið er ekki kastalasíki fyrir aðra til að drukkna í. Við hefðum getað bjargað fólki frá því að fara á ofhlöðnum tuðrum yfir hafið, en við erum kannski of hrædd og sjálfhverf. Hrædd við hvað? Fréttamyndirnar tala sínu máli: Börn. Og annað fólk. Fólk með börn. Kærar þakkir, allir sem hafa tekið þátt og þessir fjölmörgu sjálfboðaliðar sem hafa haldið utan um síðuna, barist við rasista, komið með hugmyndir, þýtt og farið í viðtöl. Í raunvísindum segir að 1 + 1 + 1 séu þrír en þegar litið er til samfélagsmiðla og samtakamáttarins þá verða stundum 1 + 1 + 1 = 16.000. Lifi samtakamátturinn, friður og samkennd.“Hér má sjá færslu Bryndísar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Ætla að ganga til Austurríkis Hundruð flóttamanna komust hjá lokun lögreglu í Ungverjalandi og ætla sér nú að ganga til Austurríkis. 4. september 2015 14:32 Níu af hverjum tíu landsmönnum vilja taka á móti flóttamönnum Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar vilja taka á móti flestum flóttamönnum en stuðningsmenn Framsóknar fæstum. 4. september 2015 12:45 Vilja bindandi kvóta fyrir flóttamenn Forseti leiðtogaráðs ESB hvetur Evrópuríki til að taka við 100.000 flóttamönnum. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir flóttamannavandann vera vanda Þýskalands. Erdogan, forseti Tyrklands, segir að flóttamannavandinn sé á ábyrgð ves 4. september 2015 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Ætla að ganga til Austurríkis Hundruð flóttamanna komust hjá lokun lögreglu í Ungverjalandi og ætla sér nú að ganga til Austurríkis. 4. september 2015 14:32
Níu af hverjum tíu landsmönnum vilja taka á móti flóttamönnum Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar vilja taka á móti flestum flóttamönnum en stuðningsmenn Framsóknar fæstum. 4. september 2015 12:45
Vilja bindandi kvóta fyrir flóttamenn Forseti leiðtogaráðs ESB hvetur Evrópuríki til að taka við 100.000 flóttamönnum. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir flóttamannavandann vera vanda Þýskalands. Erdogan, forseti Tyrklands, segir að flóttamannavandinn sé á ábyrgð ves 4. september 2015 07:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent