Er körfuboltinn kominn heim? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2015 06:30 Jakob með foreldrum sínum eftir leikinn. vísir/valli Íslenska körfuboltalandsliðið steig risaskref með því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu síðasta haust en skrefið var ekki minna að mæta í sannkallaðan dauðariðil með mörgum af bestu körfuboltaþjóðum Evrópu og vera þrisvar nálægt sigri í fimm leikjum. Frammistaðan og þroskamerkin sem íslenska liðið sýndi á móti Tyrkjum í Berlín í fimmta og síðasta leik liðsins á Eurobasket í gær vegur mun þyngra en það hvort að Tyrkir hafi unnið leikinn í framlengingu eða ekki. Auðvitað hefði verið ennþá sætara að enda þetta á sigri en spilamennskan og stuðningurinn eiga skilið marga kafla í sögubók íslenska körfuboltalandsliðsins. Margir leikmenn stóðu sig frábærlega á móti Tyrkjum í gær en enginn betur en Jakob Örn Sigurðarson sem kem með 22 stig inn af bekknum þar af 17 þeirra í seinni hálfleiknum. „Þetta var magnað. Að ná svona frammistöðu í síðasta leik er ótrúlegt. Ég er rosalega stoltur af liðinu og það var geggjað að spila fyrir framan þessa áhorfendur,“ sagði Jakob eftir leikinn. Hann og Logi Gunnarsson, byrjunarliðsmenn í liðinu í svo mörg ár, komu saman með 38 stig af bekknum og það var Logi sem tryggði íslenska liðinu framlengingu með stórbrotinni þriggja stiga körfu 1,2 sekúndum fyrir leikslok. Eftir frábæra frammistöðu var í fínu lagi að íslenska liðið fengi smá uppklapp í lokin og þessi framlenging var „aukalagið“ sem strákarnir áttu svo sannarlega skilið að fá að taka fyrir magnað stuðningsfólk sitt. „Ég held að allir hafi viljað það af því að þetta var svo skemmtilegt og það er svo gaman að horfa á okkur hvað við gerðum þetta mikið saman og með mikilli baráttu. Þetta er búið að vera ótrúlegt mót fyrir okkur,“ sagði Jakob. Íslenska liðið var í erfiðasta riðli mótsins og stórþjóðir eins og Þýskaland, Ítalía og Tyrkland rétt sluppu með sigur út úr leikjum sínum við litla Ísland. „Liðin í þessum riðli eru allt lið sem geta farið alla leið í mótinu. Við vorum að spila við Serbíu, Spán og Ítalíu, allt lið sem við gætum verið að horfa á í úrslitaleiknum eftir tíu daga. Það er alveg ótrúleg frammistaða hjá okkur í þessu móti að vera svona rosalega nálægt því að vinna. Ég hugsa mikið til þess hvernig mómentið hefði orðið eftir leikinn með áhorfendunum ef við hefðum náð að vinna leik. Það hefði örugglega orðið það ótrúlegasta sem ég hefði upplifað,“ sagði Jakob en íslenska stuðningsfólkið hefur sungið til strákanna eftir hvern einasta leik. „Ég er bara með gæsahúð eftir hvern einasta leik að hlusta á þau,“ segir Jakob. Eftir leikinn var líka hver gæsahúðarstundin á fætur annarri milli leikmanna og íslenska stuðningsfólksins og það mun örugglega enginn Íslendingur gleyma því þegar allir Íslendingarnir í Mercedes Benz-höllinni sungu „Ég er kominn heim“ hárri raust. Stóra spurningin er hvort íslenski körfuboltinn sé kominn heim og hvort Ísland verði reglulegur gestur á móti bestu þjóðum Evrópu. „Körfuboltinn á Íslandi er á rosalegri siglingu og ég held að það sé ekki langt þangað til að við förum aftur á EM,“ sagði Jakob. Og hann kannski með? „Það er aldrei að vita,“ sagði Jakob að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið steig risaskref með því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu síðasta haust en skrefið var ekki minna að mæta í sannkallaðan dauðariðil með mörgum af bestu körfuboltaþjóðum Evrópu og vera þrisvar nálægt sigri í fimm leikjum. Frammistaðan og þroskamerkin sem íslenska liðið sýndi á móti Tyrkjum í Berlín í fimmta og síðasta leik liðsins á Eurobasket í gær vegur mun þyngra en það hvort að Tyrkir hafi unnið leikinn í framlengingu eða ekki. Auðvitað hefði verið ennþá sætara að enda þetta á sigri en spilamennskan og stuðningurinn eiga skilið marga kafla í sögubók íslenska körfuboltalandsliðsins. Margir leikmenn stóðu sig frábærlega á móti Tyrkjum í gær en enginn betur en Jakob Örn Sigurðarson sem kem með 22 stig inn af bekknum þar af 17 þeirra í seinni hálfleiknum. „Þetta var magnað. Að ná svona frammistöðu í síðasta leik er ótrúlegt. Ég er rosalega stoltur af liðinu og það var geggjað að spila fyrir framan þessa áhorfendur,“ sagði Jakob eftir leikinn. Hann og Logi Gunnarsson, byrjunarliðsmenn í liðinu í svo mörg ár, komu saman með 38 stig af bekknum og það var Logi sem tryggði íslenska liðinu framlengingu með stórbrotinni þriggja stiga körfu 1,2 sekúndum fyrir leikslok. Eftir frábæra frammistöðu var í fínu lagi að íslenska liðið fengi smá uppklapp í lokin og þessi framlenging var „aukalagið“ sem strákarnir áttu svo sannarlega skilið að fá að taka fyrir magnað stuðningsfólk sitt. „Ég held að allir hafi viljað það af því að þetta var svo skemmtilegt og það er svo gaman að horfa á okkur hvað við gerðum þetta mikið saman og með mikilli baráttu. Þetta er búið að vera ótrúlegt mót fyrir okkur,“ sagði Jakob. Íslenska liðið var í erfiðasta riðli mótsins og stórþjóðir eins og Þýskaland, Ítalía og Tyrkland rétt sluppu með sigur út úr leikjum sínum við litla Ísland. „Liðin í þessum riðli eru allt lið sem geta farið alla leið í mótinu. Við vorum að spila við Serbíu, Spán og Ítalíu, allt lið sem við gætum verið að horfa á í úrslitaleiknum eftir tíu daga. Það er alveg ótrúleg frammistaða hjá okkur í þessu móti að vera svona rosalega nálægt því að vinna. Ég hugsa mikið til þess hvernig mómentið hefði orðið eftir leikinn með áhorfendunum ef við hefðum náð að vinna leik. Það hefði örugglega orðið það ótrúlegasta sem ég hefði upplifað,“ sagði Jakob en íslenska stuðningsfólkið hefur sungið til strákanna eftir hvern einasta leik. „Ég er bara með gæsahúð eftir hvern einasta leik að hlusta á þau,“ segir Jakob. Eftir leikinn var líka hver gæsahúðarstundin á fætur annarri milli leikmanna og íslenska stuðningsfólksins og það mun örugglega enginn Íslendingur gleyma því þegar allir Íslendingarnir í Mercedes Benz-höllinni sungu „Ég er kominn heim“ hárri raust. Stóra spurningin er hvort íslenski körfuboltinn sé kominn heim og hvort Ísland verði reglulegur gestur á móti bestu þjóðum Evrópu. „Körfuboltinn á Íslandi er á rosalegri siglingu og ég held að það sé ekki langt þangað til að við förum aftur á EM,“ sagði Jakob. Og hann kannski með? „Það er aldrei að vita,“ sagði Jakob að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira