Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 11:00 Hörður Axel í baráttunni gegn Serbíu. Vísir/Valli Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa nú spilað fjóra leiki á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. Íslenska liðið lenti í erfiðum leik í seinni hálfleik á móti Spánverjum í gær svipað og gegn Serbum daginn áður. Aðeins einn leikur er eftir og hann er á móti Tyrklandi í dag. Tyrkir hafa unnið bæði Ítalíu og Þýskaland í spennandi leikjum en tapað fyrir Spáni og Serbíu. „Nú er það bara Tyrkland. Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir þann leik. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," sagði Hörður Axel Vilhjálmsson eftir leikinn á móti Spáni í gær. Hörður Axel Vilhjálmsson viðurkenndi samt eftir leikinn í gærkvöldi að hann hafi gengið á vegg í upphafi leiks enda búinn að gefa óhemju mikið af sér í mótinu til þessa. Hörður Axel hitti aðeins úr 1 af 8 skotum sínum gegn Spáni og náði ekki alveg að fylgja eftir frábærri frammistöðu sinni á mótinu. „Nú er þessi Spánarleikur búinn og við byrjum bara að undirbúa okkur fyrir Tyrkina. Við förum upp á hótel og förum yfir þá. Við fáum eitthvað að sjá hvað þeir hafa fram að bjóða," segir Hörður Axel. Tyrkirnir töpuðu fyrir Serbum í gær en sitja eins og er í fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í sextán liða úrslitunum. Tyrkir eiga enn möguleika á öðru sætinu en þá þurfa Serbar að vinna Ítala, Þjóðverjar að vinna Spán og Tyrkir að vinna Ísland. „Ég er ekki búinn að sjá einn leik með þeim enda hef ég bara alltaf verið að einbeita mér að næsta andstæðingi. Það verður gaman að sjá hvað þeir hafa upp á að bjóða," sagðir Hörður Axel að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa nú spilað fjóra leiki á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. Íslenska liðið lenti í erfiðum leik í seinni hálfleik á móti Spánverjum í gær svipað og gegn Serbum daginn áður. Aðeins einn leikur er eftir og hann er á móti Tyrklandi í dag. Tyrkir hafa unnið bæði Ítalíu og Þýskaland í spennandi leikjum en tapað fyrir Spáni og Serbíu. „Nú er það bara Tyrkland. Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir þann leik. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," sagði Hörður Axel Vilhjálmsson eftir leikinn á móti Spáni í gær. Hörður Axel Vilhjálmsson viðurkenndi samt eftir leikinn í gærkvöldi að hann hafi gengið á vegg í upphafi leiks enda búinn að gefa óhemju mikið af sér í mótinu til þessa. Hörður Axel hitti aðeins úr 1 af 8 skotum sínum gegn Spáni og náði ekki alveg að fylgja eftir frábærri frammistöðu sinni á mótinu. „Nú er þessi Spánarleikur búinn og við byrjum bara að undirbúa okkur fyrir Tyrkina. Við förum upp á hótel og förum yfir þá. Við fáum eitthvað að sjá hvað þeir hafa fram að bjóða," segir Hörður Axel. Tyrkirnir töpuðu fyrir Serbum í gær en sitja eins og er í fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í sextán liða úrslitunum. Tyrkir eiga enn möguleika á öðru sætinu en þá þurfa Serbar að vinna Ítala, Þjóðverjar að vinna Spán og Tyrkir að vinna Ísland. „Ég er ekki búinn að sjá einn leik með þeim enda hef ég bara alltaf verið að einbeita mér að næsta andstæðingi. Það verður gaman að sjá hvað þeir hafa upp á að bjóða," sagðir Hörður Axel að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira