Magic og Jordan í draumaliði Shaq en enginn Kobe Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2015 07:45 Kobe Bryant og Shaq unnu þrjá titla saman með Lakers en voru engir vinir. vísir/getty Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni, valdi draumaliðið sitt í NBA á dögunum og virðist hafa komið af stað tískubólu vestanhafs. Durant var með Magic Johnson sem leikstjórnanda, Kobe Bryant sem skotbakvörð, Michael Jordan í þristinum, Tim Duncan sem kraftframherja og Shaquille O'Neal undir körfunni. Nú er Shaq búinn að velja sitt lið, en hann var fenginn til þess af blaðamanni í New Orleans. ESPN greinir frá. Hann, eins og Durant, er með Magic sem leikstjórnanda en Michael Jordan er í hinni bakvarðarstöðunni. Julius Erving spilar þristinn í liði Shaq, Karl Malone er kraftframherji og Bill Russell, sem vann ellefu titla með Boston Celtics, er miðherji liðsins. „Bill Russell vann ellefu meistaratitla. Charles Barkley er minn maður, en ég er hrifnari af Karl Malone. Svo er það náttúrlega maðurinn sem gerði mig að því sem ég er; Dr. J, Julius Erving. Michael Jordan spilar tvistinn og stóri leikstjórnandinn er Magic,“ segir Shaq þegar hann útskýrir valið. Þessi fjórfaldi fyrrverandi NBA-meistari vildi þó taka eitt skýrt fram þar sem hann vissi að blaðamenn myndu gera stórmál úr því að Kobe komst ekki í liðið hans. „Ég sé alveg vandamálið við að svara þessari spurngu. Fullt af fólki mun sárna þetta val. Síðan munuð þið blaðamennirnir reyna að búa til vandræði þar sem Shaq valdi ekki Kobe. Þá byrjar þetta Shaq og Kobe-dæmi aftur,“ segir Shaq. „En þetta er draumaliðið mitt og mennirnir eru valdir fyrir það sem þeir afrekuðu. Russell er kannski ekki með frábærar tölur, en hann vann ellefu meistaratitla og þann árangur mun enginn bæta,“ segir Shaquille O'Neal.Draumalið Shaq: 1) Magic Johnson 2) Michael Jordan 3) Julius Erving 4) Karl Malone 5) Bill Russell NBA Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni, valdi draumaliðið sitt í NBA á dögunum og virðist hafa komið af stað tískubólu vestanhafs. Durant var með Magic Johnson sem leikstjórnanda, Kobe Bryant sem skotbakvörð, Michael Jordan í þristinum, Tim Duncan sem kraftframherja og Shaquille O'Neal undir körfunni. Nú er Shaq búinn að velja sitt lið, en hann var fenginn til þess af blaðamanni í New Orleans. ESPN greinir frá. Hann, eins og Durant, er með Magic sem leikstjórnanda en Michael Jordan er í hinni bakvarðarstöðunni. Julius Erving spilar þristinn í liði Shaq, Karl Malone er kraftframherji og Bill Russell, sem vann ellefu titla með Boston Celtics, er miðherji liðsins. „Bill Russell vann ellefu meistaratitla. Charles Barkley er minn maður, en ég er hrifnari af Karl Malone. Svo er það náttúrlega maðurinn sem gerði mig að því sem ég er; Dr. J, Julius Erving. Michael Jordan spilar tvistinn og stóri leikstjórnandinn er Magic,“ segir Shaq þegar hann útskýrir valið. Þessi fjórfaldi fyrrverandi NBA-meistari vildi þó taka eitt skýrt fram þar sem hann vissi að blaðamenn myndu gera stórmál úr því að Kobe komst ekki í liðið hans. „Ég sé alveg vandamálið við að svara þessari spurngu. Fullt af fólki mun sárna þetta val. Síðan munuð þið blaðamennirnir reyna að búa til vandræði þar sem Shaq valdi ekki Kobe. Þá byrjar þetta Shaq og Kobe-dæmi aftur,“ segir Shaq. „En þetta er draumaliðið mitt og mennirnir eru valdir fyrir það sem þeir afrekuðu. Russell er kannski ekki með frábærar tölur, en hann vann ellefu meistaratitla og þann árangur mun enginn bæta,“ segir Shaquille O'Neal.Draumalið Shaq: 1) Magic Johnson 2) Michael Jordan 3) Julius Erving 4) Karl Malone 5) Bill Russell
NBA Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira