Ekki er allt sem sýnist hjá kvennaliði Grindavíkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2015 22:30 Whitney Frazier Mynd/Youtube.com/Talking Tech Grindavíkurkonur hafa unnið tvo flotta sigra í tveimur fyrstu leikjum sínum í Fyrirtækjabikar KKÍ og athygli hefur vakið að Stefanía Helga Ásmundsdóttir hefur verið stigahæsti leikmaður liðsins í báðum leikjum. Það er hinsvegar ekki allt sem sýnist. Hin bandaríska Whitney Frazier hefur nefnilega spilað tvo fyrstu leiki sína á Íslandi undir fölsku flaggi eins og blaðamaður Grindavík.is skrifaði um á síðu sinni. „Glöggir aðdáendur liðsins ráku sennilega upp stór augu þegar þeir rýndu í tölfræði leiksins en samkvæmt henni var gamla kempan Stefanía Ásmundsdóttir með magnaða endurkomu í lið Grindavíkur, stigahæst með 22 stig, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Býsna gott fyrir 35 ára gamlan leikmann sem hefur ekki leikið í efstu deild í nokkur ár," segir í greininni á Grindavík.is og þar kemur ennfremur fram: „Blaðamaður Grindavík.is fór á stúfana og spurðist fyrir um málið. Stefanía, sem er einn af betri leikmönnum í sögu liðsins og efst í fjölmörgum tölfræðiþáttum, er því miður ekki að koma með "comeback". Í ljós kom að um einhverskonar villu í tölfræðigrunni kki.is er að ræða. Leikmaðurinn sem hlóð í þessa rosalegu tölfræðilínu er hin bandaríska Whitney Frazier sem mun væntanlega leika með liðinu í vetur." Þessi grein á Grindavík.is var skrifuð eftir fyrsta leik Grindavíkur en í kvöld var fyrrnefnd Stefanía Helga Ásmundsdóttir mætt á ný í leik Þórs og Grindavíkur fyrir norðan. Að þessu sinni var hún með 22 stig, 16 fráköst, 7 stoðsendingar og 7 stolna bolta.Meðaltöl Stefaníu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins samkvæmt tölfræðigrunni KKÍ eru því 22,0 stig, 10,5 fráköst, 6,5 stoðsendingar og 5,0 stolnir boltar. Hvort Whitney Frazier sé ekki komin með leikheimild eða hvort að hún ætli að taka upp nafn Stefaníu hér á landi er ekki vitað en það ætlar í það minnsta að ganga illa hjá henni að spila undir sínu rétta nafni. Á meðan bætir Stefanía við sig fullt af stigum, fráköstum, stoðsendingum og stolnum boltum og ferilskráin verður glæsilegri með hverjum leik Grindavíkurliðsins. Dominos-deild kvenna Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Sjá meira
Grindavíkurkonur hafa unnið tvo flotta sigra í tveimur fyrstu leikjum sínum í Fyrirtækjabikar KKÍ og athygli hefur vakið að Stefanía Helga Ásmundsdóttir hefur verið stigahæsti leikmaður liðsins í báðum leikjum. Það er hinsvegar ekki allt sem sýnist. Hin bandaríska Whitney Frazier hefur nefnilega spilað tvo fyrstu leiki sína á Íslandi undir fölsku flaggi eins og blaðamaður Grindavík.is skrifaði um á síðu sinni. „Glöggir aðdáendur liðsins ráku sennilega upp stór augu þegar þeir rýndu í tölfræði leiksins en samkvæmt henni var gamla kempan Stefanía Ásmundsdóttir með magnaða endurkomu í lið Grindavíkur, stigahæst með 22 stig, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Býsna gott fyrir 35 ára gamlan leikmann sem hefur ekki leikið í efstu deild í nokkur ár," segir í greininni á Grindavík.is og þar kemur ennfremur fram: „Blaðamaður Grindavík.is fór á stúfana og spurðist fyrir um málið. Stefanía, sem er einn af betri leikmönnum í sögu liðsins og efst í fjölmörgum tölfræðiþáttum, er því miður ekki að koma með "comeback". Í ljós kom að um einhverskonar villu í tölfræðigrunni kki.is er að ræða. Leikmaðurinn sem hlóð í þessa rosalegu tölfræðilínu er hin bandaríska Whitney Frazier sem mun væntanlega leika með liðinu í vetur." Þessi grein á Grindavík.is var skrifuð eftir fyrsta leik Grindavíkur en í kvöld var fyrrnefnd Stefanía Helga Ásmundsdóttir mætt á ný í leik Þórs og Grindavíkur fyrir norðan. Að þessu sinni var hún með 22 stig, 16 fráköst, 7 stoðsendingar og 7 stolna bolta.Meðaltöl Stefaníu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins samkvæmt tölfræðigrunni KKÍ eru því 22,0 stig, 10,5 fráköst, 6,5 stoðsendingar og 5,0 stolnir boltar. Hvort Whitney Frazier sé ekki komin með leikheimild eða hvort að hún ætli að taka upp nafn Stefaníu hér á landi er ekki vitað en það ætlar í það minnsta að ganga illa hjá henni að spila undir sínu rétta nafni. Á meðan bætir Stefanía við sig fullt af stigum, fráköstum, stoðsendingum og stolnum boltum og ferilskráin verður glæsilegri með hverjum leik Grindavíkurliðsins.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Sjá meira