Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. september 2015 20:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að ekki sé óalgengt að lagðar séu fram tillögur sem eigi eftir að útfæra. Draga þurfi lærdóm af málinu, því stór og viðkvæm mál þurfi að undirbúa á annan hátt en önnur. Dagur sat fyrir svörum hjá Frosta og Mána í beinni útsendingu í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld þar sem ræddar voru misheppnaðar viðskiptaþvinganir gegn Ísrael. Dagur hefur þegar beðist afsökunar á málinu og dregið tillöguna til baka, svo hægt verði að útfæra hana frekar. Hann ítrekaði afsökunarbeiðni sína í þættinum í kvöld og sagðist ekki hafa séð fyrir svo sterk viðbrögð. Þá sagðist hann hafa rætt málið við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra nú um helgina, sem hafi jafnframt sagt viðbrögðin hafa komið sér á óvart.Sjálfum sér reiður „Ég held það sé ekki neinn Íslendingur sem telur það að það sé léleg hugmynd að undirstrika mikilvægi mannréttinda eða mótmæla mannréttindabrotum í heiminum, jafnvel þó það hafi einhverjar afleiðingar. En það er ekki það vonda í þessu máli. Það vonda er að við undirbjuggum þetta ekki nógu vel og vorum ekki undirbúin fyrir þessi viðbrögð,“ sagði hann. „Við einfaldlega verðum að draga lærdóm af þessu. Við höfum alltaf lagt mikið upp úr því að undirbúa málin, og sérstaklega mikilvægar ákvarðanir. Ég er sjálfum mér reiður að það hafi ekki tekist betur í þessu máli.“ Dagur var spurður hvers vegna hann hefði þegið boðsferðir, til dæmis til Kína, líkt og Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hafi bent á á dögunum og hvort slíkar ferðir heyri ekki undir mannréttindastefnu borgarinnar, í ljósi þeirra mannréttindabrota sem þar séu framin. Hann sagði mikilvægt að árétta það að ferðin hafi verið greidd af Evrópusambandinu, en um hafi verið að ræða sameiginlegan fund Kína og ESB. Hann hafi nýtt tækifærið á fundinum og rætt mannréttindi.Innslagið úr Íslandi í dag má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að ekki sé óalgengt að lagðar séu fram tillögur sem eigi eftir að útfæra. Draga þurfi lærdóm af málinu, því stór og viðkvæm mál þurfi að undirbúa á annan hátt en önnur. Dagur sat fyrir svörum hjá Frosta og Mána í beinni útsendingu í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld þar sem ræddar voru misheppnaðar viðskiptaþvinganir gegn Ísrael. Dagur hefur þegar beðist afsökunar á málinu og dregið tillöguna til baka, svo hægt verði að útfæra hana frekar. Hann ítrekaði afsökunarbeiðni sína í þættinum í kvöld og sagðist ekki hafa séð fyrir svo sterk viðbrögð. Þá sagðist hann hafa rætt málið við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra nú um helgina, sem hafi jafnframt sagt viðbrögðin hafa komið sér á óvart.Sjálfum sér reiður „Ég held það sé ekki neinn Íslendingur sem telur það að það sé léleg hugmynd að undirstrika mikilvægi mannréttinda eða mótmæla mannréttindabrotum í heiminum, jafnvel þó það hafi einhverjar afleiðingar. En það er ekki það vonda í þessu máli. Það vonda er að við undirbjuggum þetta ekki nógu vel og vorum ekki undirbúin fyrir þessi viðbrögð,“ sagði hann. „Við einfaldlega verðum að draga lærdóm af þessu. Við höfum alltaf lagt mikið upp úr því að undirbúa málin, og sérstaklega mikilvægar ákvarðanir. Ég er sjálfum mér reiður að það hafi ekki tekist betur í þessu máli.“ Dagur var spurður hvers vegna hann hefði þegið boðsferðir, til dæmis til Kína, líkt og Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hafi bent á á dögunum og hvort slíkar ferðir heyri ekki undir mannréttindastefnu borgarinnar, í ljósi þeirra mannréttindabrota sem þar séu framin. Hann sagði mikilvægt að árétta það að ferðin hafi verið greidd af Evrópusambandinu, en um hafi verið að ræða sameiginlegan fund Kína og ESB. Hann hafi nýtt tækifærið á fundinum og rætt mannréttindi.Innslagið úr Íslandi í dag má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira