Einn stærsti samruni sögunnar í vændum Sæunn Gísladóttir skrifar 13. október 2015 16:20 AB InBev framleiðir meðal annars Budweiser, Stella Artois og Corona. Vísir/EPA Bjórframleiðandinn AB InBev, sem framleiðir meðal annars Budweiser, hefur náð samkomulagi við SABMiller um einn stærsta samruna í sögunni, og stærstu yfirtöku á bresku fyrirtæki. Í tilkynningu sem stjórnir framleiðandanna sendu frá sér í gær kom fram að framleiðendurnir hefðu náð samkomulagi í grundvallaratriðum um fyrirkomulag samningsins. Samningurinn er metinn á 109,4 milljarða dollara, jafnvirði 13.658 milljörðum króna. AB InBev er stærsta bruggfyrirtæki heims og SABMiller það annað stærsta. Eftir sameiningu mun samsteypan vera metin á 250 milljarða dollara, jafnvirði 31.000 milljarða króna, og eiga þriðjung af markaðshlutdeild bjórs í heimi. Þá mun samsteypan framleiða Stella Artois, Corona, Budweiser, Grolsch, Pilsner, Urquell. Greint var frá því að framleiðendurnir væru í viðræðum fyrir mánuði síðan, en í dag rann fresturinn á yfirtökutilboði út samkvæmt breskum lögum. SABMiller hafnaði nokkrum tilboðum AB InBev áður en komist var að samkomulagi um að AB InBev greiði 67,62 dollara, jafnvirði 8.400 króna, fyrir hvern hlut. Tilboðið er rúmlega 1100 krónum hærra á hvern hlut heldur en upphafstilboð AB InBev. Stjórnarformaður SABMiller, Jan du Plessis, sagði áður þegar fyrirtækið hafði hafnað tilboði AB InBev að AB InBev þyrfti á þeim að halda. Það virðist hafa verið rétt og fyrirtækið var greinilega tilbúið til að hækka tilboð sitt talsvert. Sérfræðingar telja ástæðu þess vera skýra. AB InBev er með ráðandi markaðsstöðu í Norður Ameríku og að stærstum hluta í Suður Ameríku. SABMiller er hins vegar með ráðandi markaðsstöðu í nokkrum af stærstu bjórmörkuðum heims, Afríku, Austur Evrópu og Ástralíu. Bruggfyrirtækin tvö skipta svo með sér Asíu og Vestur Evrópu. Auk þess hefur sala hjá SABMiller hækkað um 11% á öðrum ársfjórðungi í Afríku og um 9% í Rómönsku Ameríku. Á sama tíma jókst sala AB InBev í Bandaríkjunum um einungis 0,5% á síðasta ári og hefur fyrirtækið verið að missa markaðshlutdeild sína í Bandaríkjunum. Sérfræðingar telja því ákvörðun AB InBev skynsamlega, að kaupa vöxt SABMiller í stað þess að reyna að keppa við það á svæðum eins og Afríku og Indlandi. AB InBev hefur þangað til 28. október til að senda lokatilboð til SABMiller. Stjórn SABMiller hefur nú sagt að hún muni einróma styðja við núverandi tilboð. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bjórframleiðandinn AB InBev, sem framleiðir meðal annars Budweiser, hefur náð samkomulagi við SABMiller um einn stærsta samruna í sögunni, og stærstu yfirtöku á bresku fyrirtæki. Í tilkynningu sem stjórnir framleiðandanna sendu frá sér í gær kom fram að framleiðendurnir hefðu náð samkomulagi í grundvallaratriðum um fyrirkomulag samningsins. Samningurinn er metinn á 109,4 milljarða dollara, jafnvirði 13.658 milljörðum króna. AB InBev er stærsta bruggfyrirtæki heims og SABMiller það annað stærsta. Eftir sameiningu mun samsteypan vera metin á 250 milljarða dollara, jafnvirði 31.000 milljarða króna, og eiga þriðjung af markaðshlutdeild bjórs í heimi. Þá mun samsteypan framleiða Stella Artois, Corona, Budweiser, Grolsch, Pilsner, Urquell. Greint var frá því að framleiðendurnir væru í viðræðum fyrir mánuði síðan, en í dag rann fresturinn á yfirtökutilboði út samkvæmt breskum lögum. SABMiller hafnaði nokkrum tilboðum AB InBev áður en komist var að samkomulagi um að AB InBev greiði 67,62 dollara, jafnvirði 8.400 króna, fyrir hvern hlut. Tilboðið er rúmlega 1100 krónum hærra á hvern hlut heldur en upphafstilboð AB InBev. Stjórnarformaður SABMiller, Jan du Plessis, sagði áður þegar fyrirtækið hafði hafnað tilboði AB InBev að AB InBev þyrfti á þeim að halda. Það virðist hafa verið rétt og fyrirtækið var greinilega tilbúið til að hækka tilboð sitt talsvert. Sérfræðingar telja ástæðu þess vera skýra. AB InBev er með ráðandi markaðsstöðu í Norður Ameríku og að stærstum hluta í Suður Ameríku. SABMiller er hins vegar með ráðandi markaðsstöðu í nokkrum af stærstu bjórmörkuðum heims, Afríku, Austur Evrópu og Ástralíu. Bruggfyrirtækin tvö skipta svo með sér Asíu og Vestur Evrópu. Auk þess hefur sala hjá SABMiller hækkað um 11% á öðrum ársfjórðungi í Afríku og um 9% í Rómönsku Ameríku. Á sama tíma jókst sala AB InBev í Bandaríkjunum um einungis 0,5% á síðasta ári og hefur fyrirtækið verið að missa markaðshlutdeild sína í Bandaríkjunum. Sérfræðingar telja því ákvörðun AB InBev skynsamlega, að kaupa vöxt SABMiller í stað þess að reyna að keppa við það á svæðum eins og Afríku og Indlandi. AB InBev hefur þangað til 28. október til að senda lokatilboð til SABMiller. Stjórn SABMiller hefur nú sagt að hún muni einróma styðja við núverandi tilboð.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira