Uppgjör föllnu bankanna tryggir ríkissjóði hundruð milljarða Heimir Már Pétursson skrifar 28. október 2015 12:20 Fjármálaráðherra segir samninga við þrotabú föllnu bankanna lækka vaxtakostnað ríkissjóðs um tugi milljarða og geta fært ríkissjóði vel yfir 500 milljarða til lækkunar skulda. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir að það sé mikill léttir að samnngar hafi tekist við þrotabú föllnu bankanna. Þeir muni spara ríkissjóði tugi milljarða í greiðslu vaxta af lánum og tryggja ríkissjóði yfir fimm hundruð milljarða króna sem nýtist til lækkunar skulda ríkissjóðs. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan ellefu í morgun til að fara yfir samkomulag sem er í burðrliðnum við slitabú föllnu bankanna og ríkisstjórnin hefur boðað til fréttamannafundar klukkan þrjú í dag til að kynna niðurstöðuna fyrir almenningi. Fundurinn verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Tillögur slitabúanna gera meðal annars ráð fyrir að íslenska ríkið taki yfir Íslandsbanka en áður hefur komið fram að gömlu bankarnir séu að auki tilbúnir að greiða um 330 milljarða í stöðugleikaframlag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að lagt hafi verið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd að rýmka þann tímaramma sem gefin var í lögum í vor til að ná samningum við slitabúin um stöðugleikaframlag. „En það er verið að vinna þetta allt innan sömu skilyrða og á grundvelli sömu aðferðarfræði og við kynntum til sögunnar í vor. Við hins vegar tókum fram á þeim tíma að við myndum greiða fyrir gerð nauðasamninga eftir því sem hægt væri,“ segir Bjarni.Fjármálaráðherra glaður yfir niðurstöðunni Eignir kröfuhafa föllnu bankanna og uppgjör á þeim hafa hvílt eins og mara á þjóðinni allt frá hruni bankanna og miklu skiptir fyrir þjóðarbúið hvernig til tekst. Seðlabankastjóri hefur orðað það þannig að það sé aðeins eitt skot í byssunni við uppgjör föllnu bankanna. „Ég er afskaplega glaður með það hvert við erum komin í þessu máli. Ég verð að viðurkenna það. Þetta verður mjög farsæl niðurstaða úr þessari þröngu, ómögulegu stöðu sem við höfum verið í síðan 2008. Gleymum því ekki hversu lengi þetta hefur varað, í sjö heil ár. Nú erum við komin með lausn sem mér sýnist á næstu mánuðum muni leiða til þess að við losnum við uppgjör slitabúanna sem sérstaka ógn við stöðugleika á Íslandi og yfir því ber að gleðjast,“ segir fjármálaráðherra. Í framhaldinu þurfi að fara fram útboð á aflandskrónu hlutanum og eftir það sé komin upp staða til að létta höftum af raunhagkerfinu á Íslandi. Bjarni segir uppgjör þrotabúanna nýtast til lækkunar skulda ríkissjóðs. Hins vegar komi hluti stöðugleikaframlags bankanna ekki fram sem reiðufé heldur sem eignir. Það ráðist því á einhverjum tíma hvernig eignirnar nýtist. Vaxtagreiðslur ríkissjóðs muni lækka um tugi miljarða vegna þessara samninga.Erum við að tala í heildina þegar upp er staðið að þetta verði um fimmhundruð milljarðar? „Það er ekki fjarri lagi að líta þannig á þegar við horfum á þá skatta sem við höfum lagt á búin og bein framlög. Þá er þetta það. En þetta getur líka orðið hærri tala eftir því hvernig spilast úr verðmætum þeirra eigna sem ríkinu eru afhentar í tengslum við þetta mál,“ segir Bjarni Benediktsson.Frekari fréttir af aðgerðum stjórnvalda og fundinum í dag má sjá hér að neðan. Þar má einnig finna skjal ráðuneytisins, Áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta. Alþingi Tengdar fréttir Seðlabankinn veitir slitabúum undanþágu Það er mat bankans að drögin uppfylli kröfur laga um gjaldeyrismál. 28. október 2015 15:17 Um 500 milljarðar renna í ríkissjóð í gegnum stöðugleikaframlag Greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna nema nærri 500 milljörðum. 28. október 2015 15:46 Uppgjör slitabúanna á að hafa jákvæð áhrif á gjaldeyrisforðann Gert er ráð fyrir að slitabúin afhendi eignir sem metnar séu á 379 milljarða króna. 28. október 2015 16:09 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að það sé mikill léttir að samnngar hafi tekist við þrotabú föllnu bankanna. Þeir muni spara ríkissjóði tugi milljarða í greiðslu vaxta af lánum og tryggja ríkissjóði yfir fimm hundruð milljarða króna sem nýtist til lækkunar skulda ríkissjóðs. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan ellefu í morgun til að fara yfir samkomulag sem er í burðrliðnum við slitabú föllnu bankanna og ríkisstjórnin hefur boðað til fréttamannafundar klukkan þrjú í dag til að kynna niðurstöðuna fyrir almenningi. Fundurinn verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Tillögur slitabúanna gera meðal annars ráð fyrir að íslenska ríkið taki yfir Íslandsbanka en áður hefur komið fram að gömlu bankarnir séu að auki tilbúnir að greiða um 330 milljarða í stöðugleikaframlag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að lagt hafi verið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd að rýmka þann tímaramma sem gefin var í lögum í vor til að ná samningum við slitabúin um stöðugleikaframlag. „En það er verið að vinna þetta allt innan sömu skilyrða og á grundvelli sömu aðferðarfræði og við kynntum til sögunnar í vor. Við hins vegar tókum fram á þeim tíma að við myndum greiða fyrir gerð nauðasamninga eftir því sem hægt væri,“ segir Bjarni.Fjármálaráðherra glaður yfir niðurstöðunni Eignir kröfuhafa föllnu bankanna og uppgjör á þeim hafa hvílt eins og mara á þjóðinni allt frá hruni bankanna og miklu skiptir fyrir þjóðarbúið hvernig til tekst. Seðlabankastjóri hefur orðað það þannig að það sé aðeins eitt skot í byssunni við uppgjör föllnu bankanna. „Ég er afskaplega glaður með það hvert við erum komin í þessu máli. Ég verð að viðurkenna það. Þetta verður mjög farsæl niðurstaða úr þessari þröngu, ómögulegu stöðu sem við höfum verið í síðan 2008. Gleymum því ekki hversu lengi þetta hefur varað, í sjö heil ár. Nú erum við komin með lausn sem mér sýnist á næstu mánuðum muni leiða til þess að við losnum við uppgjör slitabúanna sem sérstaka ógn við stöðugleika á Íslandi og yfir því ber að gleðjast,“ segir fjármálaráðherra. Í framhaldinu þurfi að fara fram útboð á aflandskrónu hlutanum og eftir það sé komin upp staða til að létta höftum af raunhagkerfinu á Íslandi. Bjarni segir uppgjör þrotabúanna nýtast til lækkunar skulda ríkissjóðs. Hins vegar komi hluti stöðugleikaframlags bankanna ekki fram sem reiðufé heldur sem eignir. Það ráðist því á einhverjum tíma hvernig eignirnar nýtist. Vaxtagreiðslur ríkissjóðs muni lækka um tugi miljarða vegna þessara samninga.Erum við að tala í heildina þegar upp er staðið að þetta verði um fimmhundruð milljarðar? „Það er ekki fjarri lagi að líta þannig á þegar við horfum á þá skatta sem við höfum lagt á búin og bein framlög. Þá er þetta það. En þetta getur líka orðið hærri tala eftir því hvernig spilast úr verðmætum þeirra eigna sem ríkinu eru afhentar í tengslum við þetta mál,“ segir Bjarni Benediktsson.Frekari fréttir af aðgerðum stjórnvalda og fundinum í dag má sjá hér að neðan. Þar má einnig finna skjal ráðuneytisins, Áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta.
Alþingi Tengdar fréttir Seðlabankinn veitir slitabúum undanþágu Það er mat bankans að drögin uppfylli kröfur laga um gjaldeyrismál. 28. október 2015 15:17 Um 500 milljarðar renna í ríkissjóð í gegnum stöðugleikaframlag Greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna nema nærri 500 milljörðum. 28. október 2015 15:46 Uppgjör slitabúanna á að hafa jákvæð áhrif á gjaldeyrisforðann Gert er ráð fyrir að slitabúin afhendi eignir sem metnar séu á 379 milljarða króna. 28. október 2015 16:09 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Seðlabankinn veitir slitabúum undanþágu Það er mat bankans að drögin uppfylli kröfur laga um gjaldeyrismál. 28. október 2015 15:17
Um 500 milljarðar renna í ríkissjóð í gegnum stöðugleikaframlag Greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna nema nærri 500 milljörðum. 28. október 2015 15:46
Uppgjör slitabúanna á að hafa jákvæð áhrif á gjaldeyrisforðann Gert er ráð fyrir að slitabúin afhendi eignir sem metnar séu á 379 milljarða króna. 28. október 2015 16:09