NBA: Curry byrjaði nýtt tímabil á 40 stiga leik | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2015 07:00 Stephen Curry fagnar í nótt. Vísir/Getty Hvernig byrjar maður næsta tímabil eftir að hafa unnið sinn fyrsta meistaratitil og verið kosinn besti maður NBA-deildarinnar? Stephen Curry var með fyrirmyndar frammistöðu í nótt þegar hann skoraði 40 stig þegar meistarar Golden State Warriors byrjuðu tímabilið á sigri. Golden State Warriors var ekki eina liðið sem fagnaði sigri á fyrsta kvöldinu á nýju NBA-tímabilið því Chicago Bulls vann heimasigur á Lebron James og félögum í Cleveland Cavaliers og Detroit Pistins vann óvæntan útisigur á Atlanta Hawks.Leikmenn Golden State Warriors fengu meistarahringi sína afhenta fyrir leikinn á móti New Orleans Pelicans í nótt og horfðu síðan á meistarafánann vera dreginn upp í Oracle höllinni í Oakland. Það hafði greinilega góð áhrif því Warriors-liðið vann leikinn 111-95. Stephen Curry var rosalegur í fyrsta leikhlutanum þar sem hann skoraði 24 stig og fjóra þrista. Curry endaði síðan með því að setja niður 14 af 26 skotum sínum og vera með 7 stoðsendingar, 6 fráköst og svo 40 stig. Þetta var tíundi 40 stiga leikur hans í NBA. Anthony Davis, stæsta stjarna New Orleans Pelicans, hitti aðeins úr 4 af 20 skotum sínum í leiknum en hann skoraði 10 af 18 stigum sínum á vítalínunni.Pau Gasol varði skot frá LeBron James á lokasekúndunum og lið hans Chicago Bulls vann 97-95 heimasigur á meistaraefnunum úr Cleveland Cavaliers en meðal áhorfenda var Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Nikola Mirotic skoraði 19 stig fyrir Bulls-liðið, Derrick Rose var með 18 stig og Jimmy Butler bætti við 17 stigum. Pau Gasol var hinsvegar með fleiri varin skot (6) en stig (2) og fráköst (2) samanlagt. LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar, Mo Williams var með 19 stig og 7 stoðsendingar og Kevin Love skoraði 18 stig og tók 8 fráköst.Kentavious Caldwell-Pope skoraði 21 stig fyrir Detroit Pistons þegar liðið vann óvæntan 106-94 útisigur á Atlanta Hawks, liðinu sem var með bestan árangur í Austurdeildinni á síðustu leiktíð. Allir byrjunarliðsmenn Detroit Pistons skoruðu yfir tíu stig í leiknum en Pistons-liðið hefur ekki unnið fleiri leiki en þeir hafa tapað á tímabili síðan 2008. Andre Drummond var með 19 fráköst og 19 stig og Marcus Morris bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. Þjóðverjinn Dennis Schroder var stigahæstur hjá með 20 stig á 25 mínútum af bekknum, Paul Millsap skoraði 19 stig og Jeff Teague var með 18 stg. NBA Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Hvernig byrjar maður næsta tímabil eftir að hafa unnið sinn fyrsta meistaratitil og verið kosinn besti maður NBA-deildarinnar? Stephen Curry var með fyrirmyndar frammistöðu í nótt þegar hann skoraði 40 stig þegar meistarar Golden State Warriors byrjuðu tímabilið á sigri. Golden State Warriors var ekki eina liðið sem fagnaði sigri á fyrsta kvöldinu á nýju NBA-tímabilið því Chicago Bulls vann heimasigur á Lebron James og félögum í Cleveland Cavaliers og Detroit Pistins vann óvæntan útisigur á Atlanta Hawks.Leikmenn Golden State Warriors fengu meistarahringi sína afhenta fyrir leikinn á móti New Orleans Pelicans í nótt og horfðu síðan á meistarafánann vera dreginn upp í Oracle höllinni í Oakland. Það hafði greinilega góð áhrif því Warriors-liðið vann leikinn 111-95. Stephen Curry var rosalegur í fyrsta leikhlutanum þar sem hann skoraði 24 stig og fjóra þrista. Curry endaði síðan með því að setja niður 14 af 26 skotum sínum og vera með 7 stoðsendingar, 6 fráköst og svo 40 stig. Þetta var tíundi 40 stiga leikur hans í NBA. Anthony Davis, stæsta stjarna New Orleans Pelicans, hitti aðeins úr 4 af 20 skotum sínum í leiknum en hann skoraði 10 af 18 stigum sínum á vítalínunni.Pau Gasol varði skot frá LeBron James á lokasekúndunum og lið hans Chicago Bulls vann 97-95 heimasigur á meistaraefnunum úr Cleveland Cavaliers en meðal áhorfenda var Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Nikola Mirotic skoraði 19 stig fyrir Bulls-liðið, Derrick Rose var með 18 stig og Jimmy Butler bætti við 17 stigum. Pau Gasol var hinsvegar með fleiri varin skot (6) en stig (2) og fráköst (2) samanlagt. LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar, Mo Williams var með 19 stig og 7 stoðsendingar og Kevin Love skoraði 18 stig og tók 8 fráköst.Kentavious Caldwell-Pope skoraði 21 stig fyrir Detroit Pistons þegar liðið vann óvæntan 106-94 útisigur á Atlanta Hawks, liðinu sem var með bestan árangur í Austurdeildinni á síðustu leiktíð. Allir byrjunarliðsmenn Detroit Pistons skoruðu yfir tíu stig í leiknum en Pistons-liðið hefur ekki unnið fleiri leiki en þeir hafa tapað á tímabili síðan 2008. Andre Drummond var með 19 fráköst og 19 stig og Marcus Morris bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. Þjóðverjinn Dennis Schroder var stigahæstur hjá með 20 stig á 25 mínútum af bekknum, Paul Millsap skoraði 19 stig og Jeff Teague var með 18 stg.
NBA Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira