Hunsuðu lög um ríkisábyrgðir vegna Vaðlaheiðarganga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2015 12:22 Frá gerð Vaðlaheiðarganga. Vísir/Auðunn Með því að víkja frá skilyrðum um ríkisábyrgðir vegna lána til félagsins Vaðlaheiðarganga, sem sér um gerð samnefndra jarðganga, var sú grunnregla laga um ríkisábyrgð, sem á að fyrirbyggja að ríkissjóður taki of mikla áhættu, gerð óvirk. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar en stofnunin birti í dag nýja skýrslu þar sem fjallað er um ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs. Í skýrslunni segir meðal annars að ætla mætti að ef fulltrúum Ríkisábyrgðasjóðs hefði verið falið að meta tryggingarnar sem félagið Vaðlaheiðargöng kom með fyrir ríkisábyrgðinni, líkt og lög um ríkisábyrgðir gera ráð fyrir, hefði ekki orðið af lánveitingu til fyrirtækisins, enda hafi fulltrúar sjóðsins lýst þeirri afstöðu, þegar eftir því var leitað, að þeir teldu tryggingarnar ófullnægjandi. Að mati sjóðsins var afar ólíklegt að hægt yrði að „endurfjármagna lánið án ríkisábyrgðar með þeim lánskjörum að verkefnið stæði undir sér.“ Því væru litlar líkur á því að ríkissjóður fengi lánið endurgreitt heldur myndi hann áfram vera bundinn „með það fjármagn sem veita ætti til framkvæmdarinnar.“ Samkvæmt lögum sem heimiluðu gerð Vaðlaheiðarganga, sem samþykkt voru 2012, og þær ríkisábyrgðir sem samþykktar voru vegna lána til félagsins sem stendur að gerð jarðganganna, áttu lög um ríkisábyrgðir að gilda um lánið. Þó var undanskilið ákvæði í lögunum sem segir til að um félagið sem ríkið gengur í ábyrgð fyrir skuli leggja fram að minnsta kosti 20 prósent af heildarfjárþörf verkefnisins. Auk þess var undanskilið ákvæði sem segir til um að ábyrgð ríkissjóðs skuli ekki nema hærra hlutfalli en 75 prósent af lánsfjárþörf verkefnisins. Ríkisendurskoðun telur að tilgangur þess að víkja frá þessum skilyrðum hafi verið að heimila lán sem næmi 100 prósent af lánsfjárþörf vegna Vaðlaheiðarganga. Ríkiendurskoðun varar við slíku verklagi og hvetur fjármála-og efnahagsráðuneytið til að hafa tilgang og markmið laga um ríkisábyrgðir „ávallt að leiðarljósi þegar það leggur fram tillögur um ríkisábyrgðir eða endurlán.“ Sjá má skýrslu Ríkisendurskoðunar í heild sinni hér. Alþingi Tengdar fréttir Vatnið hitnar í Vaðlaheiðargöngum Heitavatnsrennslið í Vaðlaheiðargöngum vestanverðum er stöðugt og hefur hiti vatnsins náð 63 gráðum. Þegar stóra vatnsæðin kom í ljós síðasta sumar var vatnið um 43 gráður og runnu þá um 350 lítrar á sekúndu úr stafni ganganna. Enn er of mikið kaldavatnsrennsli austanmegin í göngunum til að geta hafið gangagröft þar. 31. ágúst 2015 08:00 Vaðlaheiðargöng hálfnuð Búið er að sprengja helming Vaðlaheiðarganga, milli Fnjóskadals og Eyjafjarðar. 9. febrúar 2015 07:45 Varnaðarorðin voru hunsuð Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. 25. apríl 2015 12:00 Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01 Ná ekki að loka stóru sprungunni í Vaðlaheiðargöngum Vatnið sem kemur úr sprungunni verður leitt út úr göngunum í rörum. 13. desember 2014 08:45 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Sjá meira
Með því að víkja frá skilyrðum um ríkisábyrgðir vegna lána til félagsins Vaðlaheiðarganga, sem sér um gerð samnefndra jarðganga, var sú grunnregla laga um ríkisábyrgð, sem á að fyrirbyggja að ríkissjóður taki of mikla áhættu, gerð óvirk. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar en stofnunin birti í dag nýja skýrslu þar sem fjallað er um ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs. Í skýrslunni segir meðal annars að ætla mætti að ef fulltrúum Ríkisábyrgðasjóðs hefði verið falið að meta tryggingarnar sem félagið Vaðlaheiðargöng kom með fyrir ríkisábyrgðinni, líkt og lög um ríkisábyrgðir gera ráð fyrir, hefði ekki orðið af lánveitingu til fyrirtækisins, enda hafi fulltrúar sjóðsins lýst þeirri afstöðu, þegar eftir því var leitað, að þeir teldu tryggingarnar ófullnægjandi. Að mati sjóðsins var afar ólíklegt að hægt yrði að „endurfjármagna lánið án ríkisábyrgðar með þeim lánskjörum að verkefnið stæði undir sér.“ Því væru litlar líkur á því að ríkissjóður fengi lánið endurgreitt heldur myndi hann áfram vera bundinn „með það fjármagn sem veita ætti til framkvæmdarinnar.“ Samkvæmt lögum sem heimiluðu gerð Vaðlaheiðarganga, sem samþykkt voru 2012, og þær ríkisábyrgðir sem samþykktar voru vegna lána til félagsins sem stendur að gerð jarðganganna, áttu lög um ríkisábyrgðir að gilda um lánið. Þó var undanskilið ákvæði í lögunum sem segir til að um félagið sem ríkið gengur í ábyrgð fyrir skuli leggja fram að minnsta kosti 20 prósent af heildarfjárþörf verkefnisins. Auk þess var undanskilið ákvæði sem segir til um að ábyrgð ríkissjóðs skuli ekki nema hærra hlutfalli en 75 prósent af lánsfjárþörf verkefnisins. Ríkisendurskoðun telur að tilgangur þess að víkja frá þessum skilyrðum hafi verið að heimila lán sem næmi 100 prósent af lánsfjárþörf vegna Vaðlaheiðarganga. Ríkiendurskoðun varar við slíku verklagi og hvetur fjármála-og efnahagsráðuneytið til að hafa tilgang og markmið laga um ríkisábyrgðir „ávallt að leiðarljósi þegar það leggur fram tillögur um ríkisábyrgðir eða endurlán.“ Sjá má skýrslu Ríkisendurskoðunar í heild sinni hér.
Alþingi Tengdar fréttir Vatnið hitnar í Vaðlaheiðargöngum Heitavatnsrennslið í Vaðlaheiðargöngum vestanverðum er stöðugt og hefur hiti vatnsins náð 63 gráðum. Þegar stóra vatnsæðin kom í ljós síðasta sumar var vatnið um 43 gráður og runnu þá um 350 lítrar á sekúndu úr stafni ganganna. Enn er of mikið kaldavatnsrennsli austanmegin í göngunum til að geta hafið gangagröft þar. 31. ágúst 2015 08:00 Vaðlaheiðargöng hálfnuð Búið er að sprengja helming Vaðlaheiðarganga, milli Fnjóskadals og Eyjafjarðar. 9. febrúar 2015 07:45 Varnaðarorðin voru hunsuð Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. 25. apríl 2015 12:00 Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01 Ná ekki að loka stóru sprungunni í Vaðlaheiðargöngum Vatnið sem kemur úr sprungunni verður leitt út úr göngunum í rörum. 13. desember 2014 08:45 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Sjá meira
Vatnið hitnar í Vaðlaheiðargöngum Heitavatnsrennslið í Vaðlaheiðargöngum vestanverðum er stöðugt og hefur hiti vatnsins náð 63 gráðum. Þegar stóra vatnsæðin kom í ljós síðasta sumar var vatnið um 43 gráður og runnu þá um 350 lítrar á sekúndu úr stafni ganganna. Enn er of mikið kaldavatnsrennsli austanmegin í göngunum til að geta hafið gangagröft þar. 31. ágúst 2015 08:00
Vaðlaheiðargöng hálfnuð Búið er að sprengja helming Vaðlaheiðarganga, milli Fnjóskadals og Eyjafjarðar. 9. febrúar 2015 07:45
Varnaðarorðin voru hunsuð Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. 25. apríl 2015 12:00
Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01
Ná ekki að loka stóru sprungunni í Vaðlaheiðargöngum Vatnið sem kemur úr sprungunni verður leitt út úr göngunum í rörum. 13. desember 2014 08:45