Sonur þjálfarans fékk þriggja milljóna sekt fyrir að kasta púða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2015 09:00 Austin Rivers. Vísir/EPA Austin Rivers, bakvörður Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta, fékk stóra sekt eftir framkomu sína í fyrsta leik tímabilsins og það þrátt fyrir að hafa beðist afsökunar um leið. Austin Rivers, sem er sonur þjálfara Clippers-liðsins, Doc Rivers, missti stjórn á skapi sínu í eitt augnablik þegar hlé var á leik Los Angeles Clippers og Sacramento Kings á miðvikudagskvöldið. Rivers kastaði sætispúða aftur fyrir sig og hann flaug lengst upp í stúku og lenti á einum áhorfenda. NBA ákvað að sekta leikmanninn um 25 þúsund dollara eða um 3,2 milljónir íslenskra króna. „Púðinn var léttur og hann flaug langt. Ég horfði ekki á hvert hann fór. Ég stóð síðan upp og baðst afsökunar. Ég ætlaði aldrei að gera þetta. Ég reyndi að segja NBA þetta," sagði Austin Rivers þegar hann frétti af sektinni. „Svona hefur aldrei gerst áður hjá mér. Ég er ekki þekktur fyrir að kasta hlutum. Þetta er óheppilegt en maður verður bara að læra af þessu og passa upp að taka ekki út reiði sína með þessum hætti," sagði Austin Rivers sem gerði sitt og gott betur til að leiðrétta mistök sín. Austin Rivers hafði nefnilega upp á hinum óheppna áhorfanda sem fékk púðann í sig og bauð henni og fjölskyldu hennar baksviðs þar sem hann bað hana afsökunar og sat síðan fyrir á mynd með þeim öllum. „Engin áhorfandi á þurfa að hafa áhyggjur af því að fá eitthvað í andlitið. Það var ekki ætlun mín að meiða neinn. Hún tók þessu mjög vel. Þetta var slys og ég var ekki að henda neinu í einhvern," sagði Rivers sem var ekki sáttur með upphæðina. "Þessi sekt er hærri en þegar ég var rekinn út í leik fyrir tveimur árum" sagði Rivers að lokum.Video of Austin Rivers tossing a seat cushion into the crowd pic.twitter.com/VwviCwC3Wx— Dan Feldman (@DanFeldmanNBA) October 30, 2015 NBA Tengdar fréttir NBA: Jordan stráði salt í sár Mark Cuban og Dirk Nowitzki | Myndbönd Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta og fögnuðu lið Los Angeles Clippers, Atlanta Hawks og Memphis Grizzlies sigri í leikjum sínum. Clippers-liðið er búið að vinna báða leiki sína en hin tvö liðin komu til baka eftir tap í fyrsta leik. 30. október 2015 07:00 NBA: OKC vann San Antonio og bæði Chicago og Detroit byrja 2-0 | Myndbönd Fjölmörg lið hófu NBA-tímabilið sitt í nótt þegar fjórtán leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta. Tvö þeirra, Chicago Bulls og Detoit Pistons, fögnuðu hinsvegar sigri annað kvöldið í röð. New Orleans Pelicans var aftur á móti fyrsta liðið til að tapa tveimur leikjum á þessu tímabili. 29. október 2015 07:00 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Austin Rivers, bakvörður Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta, fékk stóra sekt eftir framkomu sína í fyrsta leik tímabilsins og það þrátt fyrir að hafa beðist afsökunar um leið. Austin Rivers, sem er sonur þjálfara Clippers-liðsins, Doc Rivers, missti stjórn á skapi sínu í eitt augnablik þegar hlé var á leik Los Angeles Clippers og Sacramento Kings á miðvikudagskvöldið. Rivers kastaði sætispúða aftur fyrir sig og hann flaug lengst upp í stúku og lenti á einum áhorfenda. NBA ákvað að sekta leikmanninn um 25 þúsund dollara eða um 3,2 milljónir íslenskra króna. „Púðinn var léttur og hann flaug langt. Ég horfði ekki á hvert hann fór. Ég stóð síðan upp og baðst afsökunar. Ég ætlaði aldrei að gera þetta. Ég reyndi að segja NBA þetta," sagði Austin Rivers þegar hann frétti af sektinni. „Svona hefur aldrei gerst áður hjá mér. Ég er ekki þekktur fyrir að kasta hlutum. Þetta er óheppilegt en maður verður bara að læra af þessu og passa upp að taka ekki út reiði sína með þessum hætti," sagði Austin Rivers sem gerði sitt og gott betur til að leiðrétta mistök sín. Austin Rivers hafði nefnilega upp á hinum óheppna áhorfanda sem fékk púðann í sig og bauð henni og fjölskyldu hennar baksviðs þar sem hann bað hana afsökunar og sat síðan fyrir á mynd með þeim öllum. „Engin áhorfandi á þurfa að hafa áhyggjur af því að fá eitthvað í andlitið. Það var ekki ætlun mín að meiða neinn. Hún tók þessu mjög vel. Þetta var slys og ég var ekki að henda neinu í einhvern," sagði Rivers sem var ekki sáttur með upphæðina. "Þessi sekt er hærri en þegar ég var rekinn út í leik fyrir tveimur árum" sagði Rivers að lokum.Video of Austin Rivers tossing a seat cushion into the crowd pic.twitter.com/VwviCwC3Wx— Dan Feldman (@DanFeldmanNBA) October 30, 2015
NBA Tengdar fréttir NBA: Jordan stráði salt í sár Mark Cuban og Dirk Nowitzki | Myndbönd Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta og fögnuðu lið Los Angeles Clippers, Atlanta Hawks og Memphis Grizzlies sigri í leikjum sínum. Clippers-liðið er búið að vinna báða leiki sína en hin tvö liðin komu til baka eftir tap í fyrsta leik. 30. október 2015 07:00 NBA: OKC vann San Antonio og bæði Chicago og Detroit byrja 2-0 | Myndbönd Fjölmörg lið hófu NBA-tímabilið sitt í nótt þegar fjórtán leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta. Tvö þeirra, Chicago Bulls og Detoit Pistons, fögnuðu hinsvegar sigri annað kvöldið í röð. New Orleans Pelicans var aftur á móti fyrsta liðið til að tapa tveimur leikjum á þessu tímabili. 29. október 2015 07:00 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
NBA: Jordan stráði salt í sár Mark Cuban og Dirk Nowitzki | Myndbönd Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta og fögnuðu lið Los Angeles Clippers, Atlanta Hawks og Memphis Grizzlies sigri í leikjum sínum. Clippers-liðið er búið að vinna báða leiki sína en hin tvö liðin komu til baka eftir tap í fyrsta leik. 30. október 2015 07:00
NBA: OKC vann San Antonio og bæði Chicago og Detroit byrja 2-0 | Myndbönd Fjölmörg lið hófu NBA-tímabilið sitt í nótt þegar fjórtán leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta. Tvö þeirra, Chicago Bulls og Detoit Pistons, fögnuðu hinsvegar sigri annað kvöldið í röð. New Orleans Pelicans var aftur á móti fyrsta liðið til að tapa tveimur leikjum á þessu tímabili. 29. október 2015 07:00