Segir Seðlabankann lafandi hræddan kynda undir verðbólgu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. nóvember 2015 16:00 Þorsteinn Sæmundsson í ræðustól. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fór hörðum orðum um Seðlabankann og stjórnendur hans í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Þorsteinn talar um málið en það gerði hann meðal annars einnig undir störfum þingsins þann 10. júní síðastliðinn, sem og þann 23. sama mánaðar. Tilefnið var vaxtahækkunarákvörðun peningastefnunefndar bankans sem kynnt var í morgun. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75 prósent en þetta er í þriðja sinn sem bankinn ákveður að hækka meginvextina á síðustu misserum. Þessa ákvörðun sagði Þorsteinn vera grafalvarlega og algörlega óþolandi á Alþingi á fjórða tímanum í dag. Gaf hann lítið fyrir eina meginforsendu hækkunarinnar sem Seðlabankinn sagði vera versnandi verðbólguhorfur. Verðbólgan er nú um 1.8 prósent á ársgrundvelli en bankinn gerir ráð fyrir umtalsverðri hækkun, til að mynda vegna mikilla launahækkana að undanförnu.Kasta spreki á verðbólgubálið Að mati Þorsteins eru þó fá teikn á lofti um það að hér muni verðbólga aukast á næstu mánuðum sem um muni. „Vegna þess að við eigum ennþá inni vöruverðslækkun vegna styrkingar krónu,“ útskýrði Þorsteinn. „Það virðist því einhvern veginn þannig að Seðlabankamenn séu að bíða eftir verðbólgu sem ætlar að láta standa á sér og ætla þeir sér því að henda einu spreki á eldinn til þess að reyna að kynda undir henni með þessari ákvörðun. Rétt eins og þeir gerðu í vor þegar þeir bjuggu til kostnaðarverðbólgu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag. Styrking krónunnar og meðfylgjandi lækkun vöruverðs ætti þannig eftir að vega upp á móti þessum ótta Seðlabankamanna að mati Þorsteins. „Það myndi til dæmis muna um það fyrir jólin ef að fatnaður á Íslandi myndi lækka um svona fimm til tíu prósent eins og krónustyrkingin gefur fulla ástæðu til og gæti þess vegna vel virkað inn í þær verðbólgumælingar sem hér eru,“ sagði hann í því samhengi.Seðlabankamenn „lafandi hræddir“ „Verðbólgan er hér nú um 1.8 prósent á ársgrundvelli, ef við tökum íbúðarverðshækkun frá þá er hún nálægt núllinu. Hagvöxtur er 4.6 prósent og menn eru bara lafandi hræddir útaf þessu,“ bætti Þorsteinn við. Því næst tók við upptalning á hagvísum á Írlandi. Þar er verðbólga undir einu prósent, hagvöxtur um 6 prósent en þrátt fyrir það eru stýrivextir lágir, „0.025 eða eitthvað slíkt,“ sagði Þorsteinn. „Ég skil ekki hvernig menn eru að tala hérna um verðbólgu, þar á meðal Seðlabankastjóri; „hún kemur nú samt“ þó að hún sé ekki komin - og í leiðinni erum við að bjóða erlendum aðilum enn til vaxtamunaveislu. Það á að fara að selja hér í janúar aflandskrónur upp á 200 og eitthvað milljarða en hvað er búið að gerast hér á síðustu mánuðum? Það er að safnast upp önnur snjóhengja. Það er bara skafl núna, 40 milljarðar, en hún heldur áfram. Ætla menn þá að safna í aðra snjóhengju. Hvenær ætli þessir 40 milljarðar og fleiri sem á eftir fylgja verði boðnir upp? Þetta er algjörlega óþolandi ákvörðun,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag. Alþingi Tengdar fréttir Vextir Seðlabankans hækka um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75%. 4. nóvember 2015 09:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fór hörðum orðum um Seðlabankann og stjórnendur hans í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Þorsteinn talar um málið en það gerði hann meðal annars einnig undir störfum þingsins þann 10. júní síðastliðinn, sem og þann 23. sama mánaðar. Tilefnið var vaxtahækkunarákvörðun peningastefnunefndar bankans sem kynnt var í morgun. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75 prósent en þetta er í þriðja sinn sem bankinn ákveður að hækka meginvextina á síðustu misserum. Þessa ákvörðun sagði Þorsteinn vera grafalvarlega og algörlega óþolandi á Alþingi á fjórða tímanum í dag. Gaf hann lítið fyrir eina meginforsendu hækkunarinnar sem Seðlabankinn sagði vera versnandi verðbólguhorfur. Verðbólgan er nú um 1.8 prósent á ársgrundvelli en bankinn gerir ráð fyrir umtalsverðri hækkun, til að mynda vegna mikilla launahækkana að undanförnu.Kasta spreki á verðbólgubálið Að mati Þorsteins eru þó fá teikn á lofti um það að hér muni verðbólga aukast á næstu mánuðum sem um muni. „Vegna þess að við eigum ennþá inni vöruverðslækkun vegna styrkingar krónu,“ útskýrði Þorsteinn. „Það virðist því einhvern veginn þannig að Seðlabankamenn séu að bíða eftir verðbólgu sem ætlar að láta standa á sér og ætla þeir sér því að henda einu spreki á eldinn til þess að reyna að kynda undir henni með þessari ákvörðun. Rétt eins og þeir gerðu í vor þegar þeir bjuggu til kostnaðarverðbólgu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag. Styrking krónunnar og meðfylgjandi lækkun vöruverðs ætti þannig eftir að vega upp á móti þessum ótta Seðlabankamanna að mati Þorsteins. „Það myndi til dæmis muna um það fyrir jólin ef að fatnaður á Íslandi myndi lækka um svona fimm til tíu prósent eins og krónustyrkingin gefur fulla ástæðu til og gæti þess vegna vel virkað inn í þær verðbólgumælingar sem hér eru,“ sagði hann í því samhengi.Seðlabankamenn „lafandi hræddir“ „Verðbólgan er hér nú um 1.8 prósent á ársgrundvelli, ef við tökum íbúðarverðshækkun frá þá er hún nálægt núllinu. Hagvöxtur er 4.6 prósent og menn eru bara lafandi hræddir útaf þessu,“ bætti Þorsteinn við. Því næst tók við upptalning á hagvísum á Írlandi. Þar er verðbólga undir einu prósent, hagvöxtur um 6 prósent en þrátt fyrir það eru stýrivextir lágir, „0.025 eða eitthvað slíkt,“ sagði Þorsteinn. „Ég skil ekki hvernig menn eru að tala hérna um verðbólgu, þar á meðal Seðlabankastjóri; „hún kemur nú samt“ þó að hún sé ekki komin - og í leiðinni erum við að bjóða erlendum aðilum enn til vaxtamunaveislu. Það á að fara að selja hér í janúar aflandskrónur upp á 200 og eitthvað milljarða en hvað er búið að gerast hér á síðustu mánuðum? Það er að safnast upp önnur snjóhengja. Það er bara skafl núna, 40 milljarðar, en hún heldur áfram. Ætla menn þá að safna í aðra snjóhengju. Hvenær ætli þessir 40 milljarðar og fleiri sem á eftir fylgja verði boðnir upp? Þetta er algjörlega óþolandi ákvörðun,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag.
Alþingi Tengdar fréttir Vextir Seðlabankans hækka um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75%. 4. nóvember 2015 09:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Vextir Seðlabankans hækka um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75%. 4. nóvember 2015 09:00