Lettinn treður sér bókstaflega inn í hjörtu stuðningsmanna Knicks | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2015 17:00 Kristaps Porzingis nýtir sentimetrana 221 mjög vel. vísir/getty Lettneski kraftframherjinn Kristaps Porzingis var valinn fjórði af New York Nicks í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar, en þessi tvítugi strákur spilaði áður með Sevilla á Spáni. Stuðningsmenn New York Knicks voru vægast sagt ósáttir með valið, en fjölmargir þeirra voru í salnum þegar David Silver, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, tilkynnti um hvaða leikmann Knicks vildi fá. Baulað var hátt á greyið Lettann sem þurfti að fara upp á svið á stærstu stund ævi sinnar vitandi að enginn þeirra sem í salnum voru vildi fá hann. Einum ungum dreng var svo mikið niðri fyrir að hann brast næstum því í grát. Hann, eins og flestir aðrir, vildi ekki sjá Lettann hjá Knicks. Baulað á Porzingis:Kristaps Porzingis.vísir/gettyPorzingis var ekkert að væla yfir þessu heldur svarar hann bara með öflugri frammistöðu á vellinum. Hann hefur byrjað alla leiki Knicks á tímabilinu og er að skora 11,8 stig að meðaltali og taka 8,3 fráköst á þeim 23,7 mínútum sem hann spilar. Í fyrsta leiknum gegn Milwaukee Bucks skoraði hann 16 stig og hitti af níu af tólf skotum sínum úr teignum auk þess sem hann tók fimm fráköst. Hann fylgdi því svo aftur með tíu stigum og átta fráköstum gegn Atlanta í öðrum leik. Þrátt fyrir að vera 221 cm á hæð er hann nokkuð lipur eins og sást í leiknum gegn Atlanta þegar hann stal boltanum, óð upp völlinn, tók léttan snúning framhjá varnarmanni og tróð með látum. Stolinn bolti, snúningur og troðsla gegn Atlanta: Porzingis á margt eftir ólært en hann byrjar vel og er nokkuð ljóst að Knicks valdi ekki köttinn í sekknum í nýliðavalinu að þessu sinni. Lettinn hávaxni er líka að troða sér inn í hjörtu stuðningsmanna New York Knicks í bókstaflegri merkingu. Hann er nánast búinn að gera það að listgrein að fylgja eftir skotum félaga sinna með kraftmiklum troðslum. Það er vissulega nóg af skotum til að fylgja eftir þegar þú spilar með Carmelo Anthony, en Porzingis tók sig til og tróð yfir þrjá leikmenn Toronto Raptors í einu í nótt þegar hann fylgdi eftir einu skoti frá Melo. Hana má sjá hér að neðan sem og safn af svipuðum troðslum sem Youtube-síða NBA-deildarinnar tók saman.Troðslan gegn Toronto Iðnartroðslur Porzingis: NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Lettneski kraftframherjinn Kristaps Porzingis var valinn fjórði af New York Nicks í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar, en þessi tvítugi strákur spilaði áður með Sevilla á Spáni. Stuðningsmenn New York Knicks voru vægast sagt ósáttir með valið, en fjölmargir þeirra voru í salnum þegar David Silver, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, tilkynnti um hvaða leikmann Knicks vildi fá. Baulað var hátt á greyið Lettann sem þurfti að fara upp á svið á stærstu stund ævi sinnar vitandi að enginn þeirra sem í salnum voru vildi fá hann. Einum ungum dreng var svo mikið niðri fyrir að hann brast næstum því í grát. Hann, eins og flestir aðrir, vildi ekki sjá Lettann hjá Knicks. Baulað á Porzingis:Kristaps Porzingis.vísir/gettyPorzingis var ekkert að væla yfir þessu heldur svarar hann bara með öflugri frammistöðu á vellinum. Hann hefur byrjað alla leiki Knicks á tímabilinu og er að skora 11,8 stig að meðaltali og taka 8,3 fráköst á þeim 23,7 mínútum sem hann spilar. Í fyrsta leiknum gegn Milwaukee Bucks skoraði hann 16 stig og hitti af níu af tólf skotum sínum úr teignum auk þess sem hann tók fimm fráköst. Hann fylgdi því svo aftur með tíu stigum og átta fráköstum gegn Atlanta í öðrum leik. Þrátt fyrir að vera 221 cm á hæð er hann nokkuð lipur eins og sást í leiknum gegn Atlanta þegar hann stal boltanum, óð upp völlinn, tók léttan snúning framhjá varnarmanni og tróð með látum. Stolinn bolti, snúningur og troðsla gegn Atlanta: Porzingis á margt eftir ólært en hann byrjar vel og er nokkuð ljóst að Knicks valdi ekki köttinn í sekknum í nýliðavalinu að þessu sinni. Lettinn hávaxni er líka að troða sér inn í hjörtu stuðningsmanna New York Knicks í bókstaflegri merkingu. Hann er nánast búinn að gera það að listgrein að fylgja eftir skotum félaga sinna með kraftmiklum troðslum. Það er vissulega nóg af skotum til að fylgja eftir þegar þú spilar með Carmelo Anthony, en Porzingis tók sig til og tróð yfir þrjá leikmenn Toronto Raptors í einu í nótt þegar hann fylgdi eftir einu skoti frá Melo. Hana má sjá hér að neðan sem og safn af svipuðum troðslum sem Youtube-síða NBA-deildarinnar tók saman.Troðslan gegn Toronto Iðnartroðslur Porzingis:
NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira