Ráðuneytið vill frest til að svara fyrir andstöðu gegn kjarnorkuvopnabanni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. nóvember 2015 10:42 Fyrirspurn frá Steinunni Þóru liggur fyrir í þinginu um hvaða rök voru á bak við þá ákvörðun að greiða atkvæði gegn kjarnorkuvopnabanni. Vísir/Heiða Utanríkisráðuneytið hefur farið fram á frest til að svara fyrirspurn um af hverju Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum í einni af aðalnefndum Sameinuðu þjóðanna í nóvember. Þetta kom fram við upphaf þingfundar í morgun. Ísland sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar atkvæðagreiðslunnar ásamt 25 öðrum ríkjum, þar sem löndin sögðu að ekki væri deilt um að notkun kjarnorkuvopna væri ómannúðleg. Ályktunin endurspeglaði hins vegar ekki þann veruleika að mannúðar- og öryggismál tengdust órjúfanlegum böndum. Utanríkisráðuneytið bað um frest.Vísir/VG 29 lönd greiddu atkvæði gegn tillögunni en 128 með. Öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá.Vill svör um rök Fyrirspurnin sem um ræðir er frá Steinunni Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna, en hún biður meðal annars um að fá að vita hvaða rök lágu fyrir því að Ísland greiddi atkvæði gegn tillögunni og af hverju það kom ekki til greina að sitja hjá líkt og Noregur gerði, sem einnig tilheyrir NATO. Steinunn Þóra vill einnig svör við því hversu oft Ísland hefur greitt atkvæði á annan hátt en meginþorri NATO-ríkja í atkvæðagreiðslu um kjarnavopnamál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og hversu oft afstaða Íslands hefur verið frábrugðin hinna Norðurlandanna. Birgitta sagði að utanríkismálanefnd hefði verið samstíga um að mál eins og þetta ættu að fara fyrir þingið áður en ákvarðanir væru teknar.vísir/Valli Annað tækifæri í desember Í umræðum um störf þingsins sagði Steinunn Þóra að annað tækifæri kæmi á næsta Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir Ísland að greiða atkvæði með kjarnorkuvopnabanni. „Grant verður fylgst með því hvernig fulltrúi íslands mun kjósa í þeirri atkvæðagreiðslu. Það er algjör lágmarkskrafa að ísland sitji hjá, líkt og NATO-þjóðin Noregur gerði síðast,til þess að vinna ekki beinlínis gegn kjarnorkuafvopnun,“ sagði hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, steig svo í pontu og tók undir með henni. „Það var gott að finna fyrir því að það var tekið mark á okkur í utanríkismálanefnd í gær þegar við lögðum til að ráðfært yrði við þingheim áður en svona ákvarðanatökur eru teknar,“ sagði hún og að nefndin hefði tekið vel í það. Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi segir afstöðu Íslands til kjarnorkuvopna óbreytta Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum. Utanríkisráðherra segist frekar vilja fara eftir samningum sem eru í gildi. 10. nóvember 2015 20:25 Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur farið fram á frest til að svara fyrirspurn um af hverju Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum í einni af aðalnefndum Sameinuðu þjóðanna í nóvember. Þetta kom fram við upphaf þingfundar í morgun. Ísland sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar atkvæðagreiðslunnar ásamt 25 öðrum ríkjum, þar sem löndin sögðu að ekki væri deilt um að notkun kjarnorkuvopna væri ómannúðleg. Ályktunin endurspeglaði hins vegar ekki þann veruleika að mannúðar- og öryggismál tengdust órjúfanlegum böndum. Utanríkisráðuneytið bað um frest.Vísir/VG 29 lönd greiddu atkvæði gegn tillögunni en 128 með. Öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá.Vill svör um rök Fyrirspurnin sem um ræðir er frá Steinunni Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna, en hún biður meðal annars um að fá að vita hvaða rök lágu fyrir því að Ísland greiddi atkvæði gegn tillögunni og af hverju það kom ekki til greina að sitja hjá líkt og Noregur gerði, sem einnig tilheyrir NATO. Steinunn Þóra vill einnig svör við því hversu oft Ísland hefur greitt atkvæði á annan hátt en meginþorri NATO-ríkja í atkvæðagreiðslu um kjarnavopnamál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og hversu oft afstaða Íslands hefur verið frábrugðin hinna Norðurlandanna. Birgitta sagði að utanríkismálanefnd hefði verið samstíga um að mál eins og þetta ættu að fara fyrir þingið áður en ákvarðanir væru teknar.vísir/Valli Annað tækifæri í desember Í umræðum um störf þingsins sagði Steinunn Þóra að annað tækifæri kæmi á næsta Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir Ísland að greiða atkvæði með kjarnorkuvopnabanni. „Grant verður fylgst með því hvernig fulltrúi íslands mun kjósa í þeirri atkvæðagreiðslu. Það er algjör lágmarkskrafa að ísland sitji hjá, líkt og NATO-þjóðin Noregur gerði síðast,til þess að vinna ekki beinlínis gegn kjarnorkuafvopnun,“ sagði hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, steig svo í pontu og tók undir með henni. „Það var gott að finna fyrir því að það var tekið mark á okkur í utanríkismálanefnd í gær þegar við lögðum til að ráðfært yrði við þingheim áður en svona ákvarðanatökur eru teknar,“ sagði hún og að nefndin hefði tekið vel í það.
Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi segir afstöðu Íslands til kjarnorkuvopna óbreytta Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum. Utanríkisráðherra segist frekar vilja fara eftir samningum sem eru í gildi. 10. nóvember 2015 20:25 Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Gunnar Bragi segir afstöðu Íslands til kjarnorkuvopna óbreytta Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum. Utanríkisráðherra segist frekar vilja fara eftir samningum sem eru í gildi. 10. nóvember 2015 20:25
Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32