„Hljóta að vera fagleg vinnubrögð“ að kanna Keflavík eins og Hvassahraun Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. nóvember 2015 13:25 Oddný Harðardóttir leiðir þingmannahóp sem vill láta skoða að flytja innanlandsflug til Keflavíkur. Vísir/Vilhelm/Stefán „Við viljum fyrst og fremst láta meta Keflavíkurflugvöll með samsvarandi hætti og hinir kostirnir voru metnir af Rögnunefndinni,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingar og fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um að kanna möguleika á að færa innanlandsflug til Keflavíkur. Ragna Árnadóttir sagði á fundinum þegar niðurstaða nefndarinnar sem kennd er við hana sjálfa að Hvassahraun hefði meiri þróunarmöguleika en önnur svæði.Vísir/Ernir Rögnunefndin fjallaði um nokkra mismunandi kosti fyrir innanlandsflug en ekki Keflavíkurflugvöll. „Það hljóta að vera fagleg vinnubrögð að ef það á að taka ákvarðanir út frá þessu mati Rögnunefndarinnar þá verði Keflavíkurflugvöllur að vera með,“ segir hún. Sjálf hefur Oddný áður viðrað þá skoðun sína að innanlandsflug verði fært undir Keflavíkurflugvöll. „Ég hef sagt að ef það á að færa flugvöllinn úr Vatnsmýrinni þá sé lang hreinlegast að fara með innanlandsflugið til Keflavíkur,“ segir hún. Vilja skoða framtíðarmöguleikana í Keflavík Niðurstaða Rögnunefndarinnar var að Hvassahraun, við Hafnarfjörð, væri besti staðurinn fyrir flugvöll og voru möguleikar flugvallarins til framtíðar metnir sérstaklega og sá möguleiki að millilandaflug fari líka um flugvöllinn. Oddný segir að hún og meðflutningsmenn hennar vilja að kannaðir verði þróunarmöguleikar Keflavíkurflugvallar til framtíðar til að sjá samanburðinn. „Ég tel augljóst að það verða ekki tveir millilandaflugvellir, annar í Keflavík og hinn í Hvassahrauni,“ segir hún. „Það verður ekki þannig að það er ekki hægt, finnst mér, að leggja til að það verði byggður nýr flugvöllur í Hvassahrauni bæði fyrir innanlandsflug og millilandaflug án þess að meta áhrifin fyrir Suðurnesin; atvinnu og íbúana þar.“ Keflavíkurflugvöllur hefur verið stærsti millilandaflugvöllur Íslands um langt skeið. Oddný segir augljóst að hann verði ekki starfræktur samhliða öðrum millilandaflugvelli í Hvassahrauni.Vísir/Pjetur Hélt að allir gætu stutt tillöguna Þingmennirnir sem flytja tillöguna eru allir af höfuðborgarsvæðinu eða Suðurkjördæmi, þar sem Keflavíkurflugvöllur er staðsettur. Það er þó tilviljun, segir Oddný. „Ég hugsaði þetta ekki þannig,“ segir Oddný sem segist hafa boðið öllum þingflokkum að taka þátt í að flytja málið. „Þetta er fólkið sem sagði: Já ég vil vera með.“ Oddný furðar sig á því að ekki hafi fengist stuðningur við málið úr öllum flokkum. „Auðvitað talaði ég sérstaklega við þingmenn Suðurkjördæmis, og eins og þú bendir á eru þeir þarna úr Bjartri framtíð og Framsókn, en enginn úr Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænir eiga ekki þingmann í Suðurkjördæmi.“ Hún segist hafa haldið að allir gætu stutt tillöguna þar sem ekki er lagt til að færa innanlandsflugið til Keflavíkur, heldur einungis að kanna möguleikann líkt og Rögnunefndin gerði við hina kostina sem nefndir hafa verið fyrir nýjan innanlandsflugvöll á Suðvesturhorninu. Alþingi Tengdar fréttir Nýr flugvöllur í Hvassahrauni gæti tekið við millilandaflugi Innanlandsflugvöllur í Hvassahrauni gæti síðar þróast og orðið að alþjóðaflugvelli. Þetta er ein ástæða þess að Rögnunefndin mælir með Hvassahrauni. Ólíklegt er að samstaða náist um tillögu nefndarinnar á Alþingi. 27. júní 2015 07:00 Þingmenn vilja skoða að færa innanlandsflug til Keflavíkur Þingmennirnir vilja svo að innanríkisráðherra flytji alþingi skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar vorið 2016. 26. nóvember 2015 12:48 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
„Við viljum fyrst og fremst láta meta Keflavíkurflugvöll með samsvarandi hætti og hinir kostirnir voru metnir af Rögnunefndinni,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingar og fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um að kanna möguleika á að færa innanlandsflug til Keflavíkur. Ragna Árnadóttir sagði á fundinum þegar niðurstaða nefndarinnar sem kennd er við hana sjálfa að Hvassahraun hefði meiri þróunarmöguleika en önnur svæði.Vísir/Ernir Rögnunefndin fjallaði um nokkra mismunandi kosti fyrir innanlandsflug en ekki Keflavíkurflugvöll. „Það hljóta að vera fagleg vinnubrögð að ef það á að taka ákvarðanir út frá þessu mati Rögnunefndarinnar þá verði Keflavíkurflugvöllur að vera með,“ segir hún. Sjálf hefur Oddný áður viðrað þá skoðun sína að innanlandsflug verði fært undir Keflavíkurflugvöll. „Ég hef sagt að ef það á að færa flugvöllinn úr Vatnsmýrinni þá sé lang hreinlegast að fara með innanlandsflugið til Keflavíkur,“ segir hún. Vilja skoða framtíðarmöguleikana í Keflavík Niðurstaða Rögnunefndarinnar var að Hvassahraun, við Hafnarfjörð, væri besti staðurinn fyrir flugvöll og voru möguleikar flugvallarins til framtíðar metnir sérstaklega og sá möguleiki að millilandaflug fari líka um flugvöllinn. Oddný segir að hún og meðflutningsmenn hennar vilja að kannaðir verði þróunarmöguleikar Keflavíkurflugvallar til framtíðar til að sjá samanburðinn. „Ég tel augljóst að það verða ekki tveir millilandaflugvellir, annar í Keflavík og hinn í Hvassahrauni,“ segir hún. „Það verður ekki þannig að það er ekki hægt, finnst mér, að leggja til að það verði byggður nýr flugvöllur í Hvassahrauni bæði fyrir innanlandsflug og millilandaflug án þess að meta áhrifin fyrir Suðurnesin; atvinnu og íbúana þar.“ Keflavíkurflugvöllur hefur verið stærsti millilandaflugvöllur Íslands um langt skeið. Oddný segir augljóst að hann verði ekki starfræktur samhliða öðrum millilandaflugvelli í Hvassahrauni.Vísir/Pjetur Hélt að allir gætu stutt tillöguna Þingmennirnir sem flytja tillöguna eru allir af höfuðborgarsvæðinu eða Suðurkjördæmi, þar sem Keflavíkurflugvöllur er staðsettur. Það er þó tilviljun, segir Oddný. „Ég hugsaði þetta ekki þannig,“ segir Oddný sem segist hafa boðið öllum þingflokkum að taka þátt í að flytja málið. „Þetta er fólkið sem sagði: Já ég vil vera með.“ Oddný furðar sig á því að ekki hafi fengist stuðningur við málið úr öllum flokkum. „Auðvitað talaði ég sérstaklega við þingmenn Suðurkjördæmis, og eins og þú bendir á eru þeir þarna úr Bjartri framtíð og Framsókn, en enginn úr Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænir eiga ekki þingmann í Suðurkjördæmi.“ Hún segist hafa haldið að allir gætu stutt tillöguna þar sem ekki er lagt til að færa innanlandsflugið til Keflavíkur, heldur einungis að kanna möguleikann líkt og Rögnunefndin gerði við hina kostina sem nefndir hafa verið fyrir nýjan innanlandsflugvöll á Suðvesturhorninu.
Alþingi Tengdar fréttir Nýr flugvöllur í Hvassahrauni gæti tekið við millilandaflugi Innanlandsflugvöllur í Hvassahrauni gæti síðar þróast og orðið að alþjóðaflugvelli. Þetta er ein ástæða þess að Rögnunefndin mælir með Hvassahrauni. Ólíklegt er að samstaða náist um tillögu nefndarinnar á Alþingi. 27. júní 2015 07:00 Þingmenn vilja skoða að færa innanlandsflug til Keflavíkur Þingmennirnir vilja svo að innanríkisráðherra flytji alþingi skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar vorið 2016. 26. nóvember 2015 12:48 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Nýr flugvöllur í Hvassahrauni gæti tekið við millilandaflugi Innanlandsflugvöllur í Hvassahrauni gæti síðar þróast og orðið að alþjóðaflugvelli. Þetta er ein ástæða þess að Rögnunefndin mælir með Hvassahrauni. Ólíklegt er að samstaða náist um tillögu nefndarinnar á Alþingi. 27. júní 2015 07:00
Þingmenn vilja skoða að færa innanlandsflug til Keflavíkur Þingmennirnir vilja svo að innanríkisráðherra flytji alþingi skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar vorið 2016. 26. nóvember 2015 12:48
Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13