Stöð 2 á COP21: „Við höfum bara 15 ár“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. desember 2015 21:00 Stemningin á ráðstefnusvæði 21. loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna (COP21) í Le Bourget í París hefur tekið nokkrum breytingum. Með hverjum degi verður skýrara að það verður erfitt fyrir samningamenn að ná saman, eins og búist var við. Ákveðinn þungi hvílir yfir ráðstefnunni og samningamönnum. Engu að síður var stórt skref tekið í átt að nýjum loftslagssamningi í dag þegar ný samningsdrög voru kynnt.Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, kynnti ný drög að samningi í dag. Hann ítrekaði að enn væri mikið verk fyrir höndum en samningsaðilar hefðu nú loks endanlega skilgreint deiluefnin. Og sem fyrr beinast þau að fjármagni og metnaði samningsins.Öflugar blokkir krefjast Frakkar fara með stjórnvölinn í samningaviðræðum ríkjanna og flestir eru á einu máli um að frönsku samningamennirnir hafi unnið þrekvirki á síðustu dögum. Öflugar blokkir ríkja krefjast þess að samningurinn innihaldi ákvæði um halda hlýnun jaðar innan við eins 1.5°C en ekki 2°C, sem er hið pólitíska markmið. „1.5°C er miklu öruggari tala," segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. "Hún þýðir miklu meiri niðurskurð á skemmri tíma, vitanlega. En fyrir Íslendinga þá er þetta ekki spurning. Því við erum að glíma við súrnun sjávar og ég er ekki viss um að það sé hægt að fara upp í tvær gráður án þess að missa hafið frá okkur.“ Í raun hvergi minnst á súrnun sjávar eða landeyðingu í samningsdrögunum. Samningaviðræðurnar snúast ekki um framlög og markmið þjóðanna, heldur hvernig þeim verður framfylgt.Þörf á skýrri stefnu „Ísland þarf að hafa mjög skýra stefnu í þessum málum,“ segir Árni. „Við þurfum að styðja 1.5°C, við þurfum að lýsa því yfir að við ætlum að draga úr losun um 40%, við þurfum að gera allt sem við getum til þess að önnur ríki skynji hvað okkur liggur mikið á. Því að það sem hefur komið fram hérna á ráðstefnunni um súrnun sjávar eru það alvarleg mál að við getum ekki beðið. Við verðum öll að sameinast um það að draga úr losun eins mikið og hægt er. Við höfum bara 15 ár.“ Markmið Íslands og Evrópusambandsins er 40% nettólosun fyrir árið 2030. Mörg ríki hafa lagt fram sambærileg markmið. Eftir að nýr samningur verður innleiddur verður það á forræði þjóðanna að framfylgja eigin markmiðum. Hugmyndir þeirra sem samningurinn byggir eru alls ekki nóg til að forðast verulegar og hættulegar loftslagsbreytingar.Loforð og markmið ekki nóg „Það sem við þurfum að horfa til er hvort að það verður eitthvað í samningnum um næstu skref,“ segir Halldór Björnsson, sérfræðingur í veður- og loftslagsbreytingum hjá Veðurstofu Íslands. „Þannig að það verður hægt að herða aðeins á þessu og tryggja að við náum 2°C markmiðinu. Það skiptir síðan líka máli hvernig fjármagnsliðir verða tryggðir og hvernig verður tryggt að sumar þjóðir verða ekki laumufarþegar og losa eins og þeim sýnist.“ Loforð og markmið þjóðanna ein og sér munu ekki tryggja 2°C hámarks hlýnun fyrir árið 2100. Þess vegna verða þjóðirnar að skerpa á markmiðum sínum næstu ár og áratugi. Engu að síður hvatti Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, samningamenn til dáða í dag. Ljóst er að fundað verður sleitulaust næstu sólarhringa. Nýr loftslagssamningur mun líta dagsins ljós í París, hvernig hann mun líta út er aftur á móti annað mál. Loftslagsmál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Stemningin á ráðstefnusvæði 21. loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna (COP21) í Le Bourget í París hefur tekið nokkrum breytingum. Með hverjum degi verður skýrara að það verður erfitt fyrir samningamenn að ná saman, eins og búist var við. Ákveðinn þungi hvílir yfir ráðstefnunni og samningamönnum. Engu að síður var stórt skref tekið í átt að nýjum loftslagssamningi í dag þegar ný samningsdrög voru kynnt.Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, kynnti ný drög að samningi í dag. Hann ítrekaði að enn væri mikið verk fyrir höndum en samningsaðilar hefðu nú loks endanlega skilgreint deiluefnin. Og sem fyrr beinast þau að fjármagni og metnaði samningsins.Öflugar blokkir krefjast Frakkar fara með stjórnvölinn í samningaviðræðum ríkjanna og flestir eru á einu máli um að frönsku samningamennirnir hafi unnið þrekvirki á síðustu dögum. Öflugar blokkir ríkja krefjast þess að samningurinn innihaldi ákvæði um halda hlýnun jaðar innan við eins 1.5°C en ekki 2°C, sem er hið pólitíska markmið. „1.5°C er miklu öruggari tala," segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. "Hún þýðir miklu meiri niðurskurð á skemmri tíma, vitanlega. En fyrir Íslendinga þá er þetta ekki spurning. Því við erum að glíma við súrnun sjávar og ég er ekki viss um að það sé hægt að fara upp í tvær gráður án þess að missa hafið frá okkur.“ Í raun hvergi minnst á súrnun sjávar eða landeyðingu í samningsdrögunum. Samningaviðræðurnar snúast ekki um framlög og markmið þjóðanna, heldur hvernig þeim verður framfylgt.Þörf á skýrri stefnu „Ísland þarf að hafa mjög skýra stefnu í þessum málum,“ segir Árni. „Við þurfum að styðja 1.5°C, við þurfum að lýsa því yfir að við ætlum að draga úr losun um 40%, við þurfum að gera allt sem við getum til þess að önnur ríki skynji hvað okkur liggur mikið á. Því að það sem hefur komið fram hérna á ráðstefnunni um súrnun sjávar eru það alvarleg mál að við getum ekki beðið. Við verðum öll að sameinast um það að draga úr losun eins mikið og hægt er. Við höfum bara 15 ár.“ Markmið Íslands og Evrópusambandsins er 40% nettólosun fyrir árið 2030. Mörg ríki hafa lagt fram sambærileg markmið. Eftir að nýr samningur verður innleiddur verður það á forræði þjóðanna að framfylgja eigin markmiðum. Hugmyndir þeirra sem samningurinn byggir eru alls ekki nóg til að forðast verulegar og hættulegar loftslagsbreytingar.Loforð og markmið ekki nóg „Það sem við þurfum að horfa til er hvort að það verður eitthvað í samningnum um næstu skref,“ segir Halldór Björnsson, sérfræðingur í veður- og loftslagsbreytingum hjá Veðurstofu Íslands. „Þannig að það verður hægt að herða aðeins á þessu og tryggja að við náum 2°C markmiðinu. Það skiptir síðan líka máli hvernig fjármagnsliðir verða tryggðir og hvernig verður tryggt að sumar þjóðir verða ekki laumufarþegar og losa eins og þeim sýnist.“ Loforð og markmið þjóðanna ein og sér munu ekki tryggja 2°C hámarks hlýnun fyrir árið 2100. Þess vegna verða þjóðirnar að skerpa á markmiðum sínum næstu ár og áratugi. Engu að síður hvatti Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, samningamenn til dáða í dag. Ljóst er að fundað verður sleitulaust næstu sólarhringa. Nýr loftslagssamningur mun líta dagsins ljós í París, hvernig hann mun líta út er aftur á móti annað mál.
Loftslagsmál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira