Varla þurrt auga í salnum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 9. desember 2015 20:15 Guðríður Kristín Þórðardóttir formaður hjúkrunarráðs segir að raun hafi allir hjúkrunarfræðingar verið fyrir rétti, og annað heilbrigðisstarfsfólk. Hún hafi komist í mikla geðshræringu þegar dómurinn var kveðinn upp og brostið í grát. Það gerðu fleiri hjúkrunarfræðingar sem voru mættir til að styðja Ástu Kristínu Andrésdóttur í Héraðsdómi í morgun, það var varla þurrt auga í salnum eftir að sýknudómurinn var kveðinn upp. Það sem byrjaði sem ósköp venjulegur vinnudagur í lífi Ástu Kristínar fyrir þremur árum, snerist upp í martröð. Hún segist glöð að dómararnir hafi trúað henni, hún hafi varla þorað að vonast eftir þessari niðurstöðu enda öllu vön eftir síðustu þrjú ár. Hún segist hlakka til að fara til vinnu án þess að hafa þetta á bakinu. Dómurinn sé afar afgerandi og því varla líklegt að honum verði áfrýjað Hræðilegt mál í alla staði Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala segir að sakamálið gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur og Landsspítalanum hafi verið hræðilegt og tekið á alla bæði starfsfólk spítalans og aðstandendur. Málið hafi allt skapað ákveðna óvissu og það þurfi að tryggja í framtíðinni rannsókn og meðferð slíkra mála til að tryggja sem best öryggi sjúklinga. Angistin ýtir undir mistök Einar Gautur Steingrímsson lögmaður Ástu Kristínar, segist fagna dómnum ákaflega. Ekki bara sem lögmaður heldur einnig sem notandi heilbrigðisþjónustu. Sú angist sem slík málaferli skapi hjá stéttinni ýti undir mistök. Hann segir dóminn staðfesta að lögreglurannsóknin hafi verið misheppnuð frá upphafi. „Allt fór úrskeiðis í rannsókninni á þessum þremur árum, sem liðin eru, en dómskerfið virkaði og það er mikið gleðiefni. Dómurinn er mjög afgerandi um sýknu,“ segir hann. Dómurinn bendir á að ekkert bendi til þess að loftleiðin í svokölluðum kraga hafi verið lokuð. „Það sem líklega gerðist var hins vegar ekki rannsakað, þar sem menn hröpuðu að niðurstöðu. Það er að mati dómsins ekkert sem bendir til þess og í raun útilokað að loftleiðin hafi verið lokuð.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Sjá meira
Guðríður Kristín Þórðardóttir formaður hjúkrunarráðs segir að raun hafi allir hjúkrunarfræðingar verið fyrir rétti, og annað heilbrigðisstarfsfólk. Hún hafi komist í mikla geðshræringu þegar dómurinn var kveðinn upp og brostið í grát. Það gerðu fleiri hjúkrunarfræðingar sem voru mættir til að styðja Ástu Kristínu Andrésdóttur í Héraðsdómi í morgun, það var varla þurrt auga í salnum eftir að sýknudómurinn var kveðinn upp. Það sem byrjaði sem ósköp venjulegur vinnudagur í lífi Ástu Kristínar fyrir þremur árum, snerist upp í martröð. Hún segist glöð að dómararnir hafi trúað henni, hún hafi varla þorað að vonast eftir þessari niðurstöðu enda öllu vön eftir síðustu þrjú ár. Hún segist hlakka til að fara til vinnu án þess að hafa þetta á bakinu. Dómurinn sé afar afgerandi og því varla líklegt að honum verði áfrýjað Hræðilegt mál í alla staði Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala segir að sakamálið gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur og Landsspítalanum hafi verið hræðilegt og tekið á alla bæði starfsfólk spítalans og aðstandendur. Málið hafi allt skapað ákveðna óvissu og það þurfi að tryggja í framtíðinni rannsókn og meðferð slíkra mála til að tryggja sem best öryggi sjúklinga. Angistin ýtir undir mistök Einar Gautur Steingrímsson lögmaður Ástu Kristínar, segist fagna dómnum ákaflega. Ekki bara sem lögmaður heldur einnig sem notandi heilbrigðisþjónustu. Sú angist sem slík málaferli skapi hjá stéttinni ýti undir mistök. Hann segir dóminn staðfesta að lögreglurannsóknin hafi verið misheppnuð frá upphafi. „Allt fór úrskeiðis í rannsókninni á þessum þremur árum, sem liðin eru, en dómskerfið virkaði og það er mikið gleðiefni. Dómurinn er mjög afgerandi um sýknu,“ segir hann. Dómurinn bendir á að ekkert bendi til þess að loftleiðin í svokölluðum kraga hafi verið lokuð. „Það sem líklega gerðist var hins vegar ekki rannsakað, þar sem menn hröpuðu að niðurstöðu. Það er að mati dómsins ekkert sem bendir til þess og í raun útilokað að loftleiðin hafi verið lokuð.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Sjá meira