Cleveland tapaði öðrum leiknum í röð þrátt fyrir stórleik LeBron Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. desember 2015 11:30 Anthony Davis leikur hér á Kevin Love, leikmann Cleveland Cavaliers í leiknum í nótt. Vísir/getty Þrátt fyrir að LeBron James hafi skorað 23 stig og unnið upp á eigin spýtur 16 stiga forskot New Orleans Pelicans tókst Cleveland Cavaliers ekki að leggja eitt af lélegari liðum deildarinnar af velli í nótt. LeBron sem hafði hægt um sig í fyrstu þremur leikhlut leiksins steig upp í fjórða leikhluta og kom Cleveland Cavaliers yfir skömmu fyrir leikslok með 23 stigi sínu í leikhlutanum. Skoraði hann 23 af 28 stigum Cleveland í leikhlutanum og meira en New Orleans í leikhlutanum (21). Jrue Holiday jafnaði metin fyrir Pelicans níu sekúndum fyrir lok leiksins og tókst LeBron James ekki að nýta lokaskot leiksins og þurfti því á framlengingu að halda. Heimamenn voru mun sterkari í framlengingunni og unnu að lokum sex stiga sigur en Cleveland skoraði aðeins þrjú stig í framlengingunni. Houston Rockets vann gríðarlega mikilvægan sigur á Dallas Mavericks þrátt fyrir að Dwight Howard, miðherji liðsins, hafi ekki tekið þátt í leiknum. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu máttu Houston Rockets varla við því að tapa leik gegn liði í Vesturdeildinni og tókst leikmönnum liðsins að halda út þrátt fyrir ágætis tilraunir leikmanna Dallas Mavericks. Líkt og oft áður fór James Harden fyrir liði Houston Rockets en hann gældi við þrefalda tvennu með 25 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Í liði Dallas sýndi Deron Williams gamla og góða takta með 22 stig og var stigahæstur í liðinu.Kobe kveður NBA-deildina í vor en áhorfendur Atlanta tóku vel á móti honum í nótt.Vísir/GettyÍ Atlanta náðu leikmenn Los Angeles Lakers að stríða heimamönnum í þrettán stiga tapi en leikmönnum Lakers tókst að minnka muninn niður í fjögur stig stuttu fyrir leikslok eftir að hafa verið átján stigum undir. Lengra komust leikmenn Los Angeles Lakers ekki og vann Atlanta Hawks að lokum öruggan þrettán stiga sigur eftir góða rispu á lokamínútum leiksins. Kobe Bryant sem var að leika í síðasta sinn í Atlanta hitti illa í leiknum en hann hitti aðeins úr fjórum af 19 skotum sínum og lauk leik með 14 stig. Í Madison Squere Garden unnu Carmelo Anthony og félagar í New York Knicks borgarslaginn gegn Brooklyn Nets sannfærandi 108-91 en þetta var annar sigurleikur liðsins í röð. Leikmenn Knicks voru í miklu stuði í upphafi leiks og voru með 21 stiga forskot að fyrsta leikhluta loknum í stöðunni 42-21. Leikmönnum Nets tókst aðeins að klóra í bakkann í fjórða leikhluta en voru aldrei nálægt því að ógna forskoti Knicks. Carmelo Anthony var atkvæðamestur í liði Knicks með 28 stig en nýliðinn Kristaps Porzingis bætti við 19 stigum og tók tíu fráköst. Bræðurnir Brook og Robin Lopez mættust í leiknum en Brook hafði betur í baráttu bræðrana þrátt fyrir stórt tap Nets. Hér fyrir neðan má sjá myndband með bestu tilþrifum kvöldsins ásamt samantekt frá baráttu LeBron James og Anthony Davis í leik Cleveland og New Orleans.Úrslit gærkvöldsins: New York Knicks 108-91 Brooklyn Nets Washington Wizards 109-106 Phoenix Suns Detroit Pistons 99-94 Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 100-87 Los Angeles Lakers Dallas Mavericks 96-100 Houston Rockets New Orleans Pelicans 114-108 Cleveland Cavaliers NBA Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Þrátt fyrir að LeBron James hafi skorað 23 stig og unnið upp á eigin spýtur 16 stiga forskot New Orleans Pelicans tókst Cleveland Cavaliers ekki að leggja eitt af lélegari liðum deildarinnar af velli í nótt. LeBron sem hafði hægt um sig í fyrstu þremur leikhlut leiksins steig upp í fjórða leikhluta og kom Cleveland Cavaliers yfir skömmu fyrir leikslok með 23 stigi sínu í leikhlutanum. Skoraði hann 23 af 28 stigum Cleveland í leikhlutanum og meira en New Orleans í leikhlutanum (21). Jrue Holiday jafnaði metin fyrir Pelicans níu sekúndum fyrir lok leiksins og tókst LeBron James ekki að nýta lokaskot leiksins og þurfti því á framlengingu að halda. Heimamenn voru mun sterkari í framlengingunni og unnu að lokum sex stiga sigur en Cleveland skoraði aðeins þrjú stig í framlengingunni. Houston Rockets vann gríðarlega mikilvægan sigur á Dallas Mavericks þrátt fyrir að Dwight Howard, miðherji liðsins, hafi ekki tekið þátt í leiknum. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu máttu Houston Rockets varla við því að tapa leik gegn liði í Vesturdeildinni og tókst leikmönnum liðsins að halda út þrátt fyrir ágætis tilraunir leikmanna Dallas Mavericks. Líkt og oft áður fór James Harden fyrir liði Houston Rockets en hann gældi við þrefalda tvennu með 25 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Í liði Dallas sýndi Deron Williams gamla og góða takta með 22 stig og var stigahæstur í liðinu.Kobe kveður NBA-deildina í vor en áhorfendur Atlanta tóku vel á móti honum í nótt.Vísir/GettyÍ Atlanta náðu leikmenn Los Angeles Lakers að stríða heimamönnum í þrettán stiga tapi en leikmönnum Lakers tókst að minnka muninn niður í fjögur stig stuttu fyrir leikslok eftir að hafa verið átján stigum undir. Lengra komust leikmenn Los Angeles Lakers ekki og vann Atlanta Hawks að lokum öruggan þrettán stiga sigur eftir góða rispu á lokamínútum leiksins. Kobe Bryant sem var að leika í síðasta sinn í Atlanta hitti illa í leiknum en hann hitti aðeins úr fjórum af 19 skotum sínum og lauk leik með 14 stig. Í Madison Squere Garden unnu Carmelo Anthony og félagar í New York Knicks borgarslaginn gegn Brooklyn Nets sannfærandi 108-91 en þetta var annar sigurleikur liðsins í röð. Leikmenn Knicks voru í miklu stuði í upphafi leiks og voru með 21 stiga forskot að fyrsta leikhluta loknum í stöðunni 42-21. Leikmönnum Nets tókst aðeins að klóra í bakkann í fjórða leikhluta en voru aldrei nálægt því að ógna forskoti Knicks. Carmelo Anthony var atkvæðamestur í liði Knicks með 28 stig en nýliðinn Kristaps Porzingis bætti við 19 stigum og tók tíu fráköst. Bræðurnir Brook og Robin Lopez mættust í leiknum en Brook hafði betur í baráttu bræðrana þrátt fyrir stórt tap Nets. Hér fyrir neðan má sjá myndband með bestu tilþrifum kvöldsins ásamt samantekt frá baráttu LeBron James og Anthony Davis í leik Cleveland og New Orleans.Úrslit gærkvöldsins: New York Knicks 108-91 Brooklyn Nets Washington Wizards 109-106 Phoenix Suns Detroit Pistons 99-94 Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 100-87 Los Angeles Lakers Dallas Mavericks 96-100 Houston Rockets New Orleans Pelicans 114-108 Cleveland Cavaliers
NBA Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira