Útilokað að kjósa um nýja stjórnarskrá samhliða forsetakosningum Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2015 18:48 Frá fundi stjórnlagaráðs árið 2011. Vísir/Gva Útilokað er að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá geti farið fram samhliða forsetakosningum næsta sumar þar sem Alþingi er fallið á tíma. Forsætisráðherra segir það ekki skipta höfuðmáli hvort kosið verði um breytingar á öðrum tíma. Forseti Íslands sem annað hvort á eftir nokkra mánuði í embætti eða rúm fjögur ár hefur ekki farið í neinar grafgötur með að hann vill ekki að kosið verði um breytingar á stjórnarskrá samhliða forsetakosningum í júní. Honum verður að ósk sinni. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata vakti athygli á því á Alþingi í morgun að eini möguleikinn á að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskránni samhliða forsetakosningum sé ef Alþingi samþykki breytingarnar fyrir 24. desember. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í svari til Birgittu að honum hafi heyrst það vera mat margra, ekki bara hennar, að það væri hæpið að það næðist að halda þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum. „Og það er í sjálfu sér ekki alslæmt að menn gefi sér þann tíma sem þarf til að vinna þessar tillögur almennilega og haldi þá sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál. Það hefur verið bent á það að það hafi ýmsa galla í för með sér að gera þetta samhliða forsetakosningum,“ sagði Sigmundur Davíð.Sérákvæði rennur úr gildi við lok kjörtímabilsSamkvæmt bráðabirgðaákvæði sem samþykkt var í lok síðasta kjörtímabils er hægt að breyta stjórnarskránni án þess að rjúfa þing og boða til kosninga á þessu kjörtímabili. Ekkert bólar hins vegar á tillögum frá stjórnarskrárnefnd. „Hún er búin að funda hvorki meira né minna en fimmtíu sinnum. Alltaf lokafundur núna síðustu mánuði. En alltaf kemur eitthvað babb í bátin hjá stjórnarflokkunum,“ segir Birgitta.Hvað þýðir þetta þá fyrir framgang málsins héðan í frá?„Þetta þýðir bara að þessar breytingar munu ekki koma til kasta þjóðar né þings á þessu kjörtímabili,“ segir Birgitta og bendir á að ekki sé einu sinni fjárveiting fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári í fjárlagafrumvarpinu. Birgitta segir að á næsta hausti verði aðeins eftir um 8 mánuðir af kjörtímabilinu og ekki muni ekki skorta mótbárur gegn þjóðaratkvæðagreiðslu liggi tillögur yfirleitt fyrir. „Þá munu koma alls konar raddir um að þetta sé of dýrt. Síðan mun verða gerð tilraun til að gera þetta samhliða þingkosningum (2017) og þá verður það of mikil truflun að hafa þetta samhliða. Þannig að það munu alltaf koma einhverjar afsakanir. Alveg eins og forseti lýðveldisins kom með bein tilmæli til til Alþingis um að það mætti ekki fara í þessa þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum,“ segir Birgitta.Þá verður orðið mjög erfitt að breyta stjórnarskránni ef það tekst ekki á kjörtímabilinu?„Það er hárrétt og þess vegna held ég að það sé mjög mikilvægt að við, þjóðin, einhendum okkur í það eftir næstu kosningar að tryggja að við fáum þessa nýju stjórnarskrá sem þjóðin er búin að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Enda taki þær breytingar sem nú sé verið að ræða í stjórnarskrárnefnd aðeins á hluta stjórnarskrárinnar. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Útilokað er að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá geti farið fram samhliða forsetakosningum næsta sumar þar sem Alþingi er fallið á tíma. Forsætisráðherra segir það ekki skipta höfuðmáli hvort kosið verði um breytingar á öðrum tíma. Forseti Íslands sem annað hvort á eftir nokkra mánuði í embætti eða rúm fjögur ár hefur ekki farið í neinar grafgötur með að hann vill ekki að kosið verði um breytingar á stjórnarskrá samhliða forsetakosningum í júní. Honum verður að ósk sinni. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata vakti athygli á því á Alþingi í morgun að eini möguleikinn á að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskránni samhliða forsetakosningum sé ef Alþingi samþykki breytingarnar fyrir 24. desember. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í svari til Birgittu að honum hafi heyrst það vera mat margra, ekki bara hennar, að það væri hæpið að það næðist að halda þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum. „Og það er í sjálfu sér ekki alslæmt að menn gefi sér þann tíma sem þarf til að vinna þessar tillögur almennilega og haldi þá sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál. Það hefur verið bent á það að það hafi ýmsa galla í för með sér að gera þetta samhliða forsetakosningum,“ sagði Sigmundur Davíð.Sérákvæði rennur úr gildi við lok kjörtímabilsSamkvæmt bráðabirgðaákvæði sem samþykkt var í lok síðasta kjörtímabils er hægt að breyta stjórnarskránni án þess að rjúfa þing og boða til kosninga á þessu kjörtímabili. Ekkert bólar hins vegar á tillögum frá stjórnarskrárnefnd. „Hún er búin að funda hvorki meira né minna en fimmtíu sinnum. Alltaf lokafundur núna síðustu mánuði. En alltaf kemur eitthvað babb í bátin hjá stjórnarflokkunum,“ segir Birgitta.Hvað þýðir þetta þá fyrir framgang málsins héðan í frá?„Þetta þýðir bara að þessar breytingar munu ekki koma til kasta þjóðar né þings á þessu kjörtímabili,“ segir Birgitta og bendir á að ekki sé einu sinni fjárveiting fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári í fjárlagafrumvarpinu. Birgitta segir að á næsta hausti verði aðeins eftir um 8 mánuðir af kjörtímabilinu og ekki muni ekki skorta mótbárur gegn þjóðaratkvæðagreiðslu liggi tillögur yfirleitt fyrir. „Þá munu koma alls konar raddir um að þetta sé of dýrt. Síðan mun verða gerð tilraun til að gera þetta samhliða þingkosningum (2017) og þá verður það of mikil truflun að hafa þetta samhliða. Þannig að það munu alltaf koma einhverjar afsakanir. Alveg eins og forseti lýðveldisins kom með bein tilmæli til til Alþingis um að það mætti ekki fara í þessa þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum,“ segir Birgitta.Þá verður orðið mjög erfitt að breyta stjórnarskránni ef það tekst ekki á kjörtímabilinu?„Það er hárrétt og þess vegna held ég að það sé mjög mikilvægt að við, þjóðin, einhendum okkur í það eftir næstu kosningar að tryggja að við fáum þessa nýju stjórnarskrá sem þjóðin er búin að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Enda taki þær breytingar sem nú sé verið að ræða í stjórnarskrárnefnd aðeins á hluta stjórnarskrárinnar.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira