Átrúnaðargoðin í samstarfi við bassaleikara Foghat Stefán Árni Pálsson skrifar 1. desember 2015 15:30 Íslensku rapppönkararnir í Átrúnaðargoðunum hafa nýverið unnið hörðum höndum að nýrri plötu í hljóðveri hjá bandaríska leikaranum, tónlistarmanninum og upptökustjóranum Nick Jameson. Hinn síðarnefndi kom til landsins í fyrra og varð eins og algengt er, heillaður af landi og þjóð. Eftir að hafa séð Goðin á nokkrum tónleikum bauð hann þeim að kíkja í stúdíóið að taka upp tónlistina sína. Nick er enginn viðvaningur á tökkunum en hann hljóðblandaði 8 gullplötur, 1 platínum og eina tvöfalda platínum fyrir hljómsveitina Foghat en hann var líka bassaleikari þeirra um tíma og samdi t.d. bassagrúvið fræga í laginu "Slow Ride". Þá hefur hann leikið í fjölda kvikmynda og þátta og ljáð teiknimyndum og tölvuleikjum rödd sína. Má þar nefna Seinfeld, 24, The Boondocks, Frozen, Lost, The Critic Final Fantasy og fjölmörgu öðru. Dans Regnklukknanna er fyrsta lag Átrúnaðargoðanna sem hann sér um hljóðblöndun á en von er á meira efni frá þeim félögum á næstunni. Átrúnaðargoðin hafa nú gefið út myndband við lagið og gerðu þeir myndbandið sjálfir en Brynjar Karl Sigurðarson sá um grunninn í laginu. Menning Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Íslensku rapppönkararnir í Átrúnaðargoðunum hafa nýverið unnið hörðum höndum að nýrri plötu í hljóðveri hjá bandaríska leikaranum, tónlistarmanninum og upptökustjóranum Nick Jameson. Hinn síðarnefndi kom til landsins í fyrra og varð eins og algengt er, heillaður af landi og þjóð. Eftir að hafa séð Goðin á nokkrum tónleikum bauð hann þeim að kíkja í stúdíóið að taka upp tónlistina sína. Nick er enginn viðvaningur á tökkunum en hann hljóðblandaði 8 gullplötur, 1 platínum og eina tvöfalda platínum fyrir hljómsveitina Foghat en hann var líka bassaleikari þeirra um tíma og samdi t.d. bassagrúvið fræga í laginu "Slow Ride". Þá hefur hann leikið í fjölda kvikmynda og þátta og ljáð teiknimyndum og tölvuleikjum rödd sína. Má þar nefna Seinfeld, 24, The Boondocks, Frozen, Lost, The Critic Final Fantasy og fjölmörgu öðru. Dans Regnklukknanna er fyrsta lag Átrúnaðargoðanna sem hann sér um hljóðblöndun á en von er á meira efni frá þeim félögum á næstunni. Átrúnaðargoðin hafa nú gefið út myndband við lagið og gerðu þeir myndbandið sjálfir en Brynjar Karl Sigurðarson sá um grunninn í laginu.
Menning Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira